Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Auðvitað var maðurinn í losti Ekki gaman á Alþingi Vigdís Hauksdóttir horfði þrisvar á Wintris-viðtalið kvöldið sem það var birt. – DV Á vinnustöðum er það bless- unarlega þannig að starfs- menn stefna að sama mark- miði þótt skoðanir þeirra á mönnum og málefnum séu oft mjög mismunandi. Auðvitað er það stundum svo að mönnum líkar ekki jafn vel við alla vinnufélaga sína en reyna að láta það hvorki bitna á vinnunni né vinnuandanum. Á Al- þingi virðist þetta ekki vera svo ein- falt. Þingmenn eru fremur duglegir við að viðra óánægju sína og ræða opinberlega um erfiðan móral á vinnustað. Sú var tíð að pólitísk- ir andstæðingar sátu saman í mat- sal Alþingis og voru í hrókasam- ræðum þótt þeir væru ósammála um fjarskalega margt. Þetta tíðkast víst varla lengur. Þingmenn kvarta margir hástöfum vegna vonds starfsanda og þeim virðist einfald- lega ekki þykja gaman í vinnunni. Þá ætti náttúrlega að vera sjálfhætt. Lilja Alfreðsdóttir, sem er dug- andi og öflugur utanríkisráðherra, sagði nýlega að það væri skylda kjörinna fulltrúa þjóðarinnar að vinna vel saman. Þetta er vel mælt. Þingmenn eiga að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og ekki láta duttl- unga ráða för. Það er nú einu sinni þannig að ef fólk ákveður að láta sér lynda við aðra þá tekst það yf- irleitt. Í stað þess að bera vanlíðan sína á torg og tala í upphrópunarstíl um slæman vinnumóral ættu þing- menn að byrja á því að líta í eigin barm og einsetja sér að koma fram af virðingu við vinnufélaga sína. Ljóst er að of lengi hefur verið mis- brestur á því. Það er óhjákvæmilegt að stjórnmálamenn takist á en þeir verða að gera greinarmun á mál- efnaágreiningi og skítkasti. Þeir eiga að virða vinnustaðinn, sjálfa sig og pólitíska andstæðinga með því að sýna þeim kurteisi. Hendi það að þeir missi stjórn á skapi sínu er sjálf- sagt að þeir biðjist afsökunar eins og siðaðra manna er háttur. Eiríkur Bergmann stjórnmála- fræðingur sagði á dögunum að orð- ræðan á Alþingi hefði á síðustu árum farið versnandi svo jaðraði við „niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu“. Það hlýtur að vera á ábyrgð stjórnmálamannanna sjálfra að laga þetta. Þeir verða að temja sér meiri víðsýni og umburðarlyndi. Stjórn- málaflokkar eiga ekki að starfa eins og sértrúarsöfnuðir þar sem allir þeir sem ekki fylgja hugmyndafræði þeirra eru afgreiddir sem mann- eskjur sem hafi leiðst út á villigötur. Engin ástæða sé því til að hlusta á sjónarmið pólitískra andstæðinga því þeir hafi rangt fyrir sér í öllum atriðum. Í of miklum mæli virðist sem þetta viðhorf sé orðið ríkjandi á Alþingi. Fjölmargir þingmenn hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu alþingiskosningar, sumir þeirra afar reynslumikl- ir. Meðal þeirra er forseti Alþingis, prúðmennið Einar K. Guðfinnsson, sem hefur í störfum sínum áunnið sér virðingu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn, bæði þeir sem áfram sitja og þeir sem koma nýir á þing, eiga að líta til hans sem fyrir- myndar. Þeir eiga að leggja upp úr því að sýna samstarfsmönnum sín- um virðingu, hvar í flokki sem þeir standa. Slíkt telst sjálfsögð kurteisi á hvaða vinnustað sem er. Alþingi á ekki að vera undantekning frá því. n Kvenstjórnendur Seðla- bankans á útleið Þrír helstu kvenstjórnend- ur í Seðlabanka Íslands hafa á skömmum tíma ákveðið að hætta störfum eða farið í leyfi frá bankanum. Þannig hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta, verið í tímabundnu leyfi frá því að hún tók óvænt við embætti utanríkisráðherra í apríl síðast- liðnum. Lilja hefur sagt að hún hafi enn ekki gert það upp við sig hvort hún muni sækjast eftir þingsæti í komandi alþingiskosn- ingum. Þá hyggst Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöð- ugleika, hætta 1. október næst- komandi og taka til starfa við Yale-háskóla þar sem hún mun sinna kennslu og rannsóknum en eiginmaður Sigríðar hafði nýver- ið fengið leyfi frá Landspítalan- um til að hefja störf sem dósent við læknadeildina við sama há- skóla vestanhafs. Ingibjörg Guð- bjartsdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, hefur síðan far- ið í ársleyfi frá bankanum á með- an hún verður í framhaldsnámi við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. Ingibjörg og Lilja gegndu lykilhlutverki í vinnu stjórnvalda við að hrinda í framkvæmd áætl- un um losun hafta. Það er ekki hægt að styðja þetta Geir Waage er ekki í liði með biskupi og prestunum í Laugarneskirkju. – DV Ógeðslegt að sjá pólitíkusa velta sér upp úr þessu Þjóðerniskast Íslendinga kringum EM fór illa í Sveinbjörn Þórðarson. – DV „Það er óhjá- kvæmilegt að stjórnmálamenn takist á en þeir verða að gera greinarmun á málefna- ágreiningi og skítkasti. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Lært að fljúga Þessi þrastarungi fannst yfirgefinn í Laugardalnum fyrir nokkrum dögum. Fjölskylda í grenndinni fóstrar hann nú og þessa dagana standa yfir stífar flugæfingar. mynD SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.