Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 32
Vikublað 12.–14. júlí 201624 Menning s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Ný rúm frá RB rúm Poolborð með borðtennisborði Ásamt því sem þarf til að sPila Pool verð: 75.514 kr. 180x90 cm. Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715 Á dögunum fjallaði DV um til- raunir myndlistarmannsins Ólafs Ólafssonar í fótbolta- búningahönnun, en hann hannaði sína eigin landsliðs- búninga fyrir leik Íslands og Frakk- lands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu, bæði bláan aðal- og hvítan varabúning. Hann er þó ekki eini íslenski lista- maðurinn sem hefur þróað sína eigin keppnisbúninga samhliða Evrópumeistaramótinu. Steinunn Gunnlaugsdóttir myndlistarkona framleiddi sérstaka „krankleikabún- inga“ í íslensku fánalitunum til að kynna Krankleikana sem fara fram í haust. Leikarnir eru hluti af The OH-project sem er samstarfsverk- efni fimmtán lista- og fræðimanna hvaðanæva að úr heiminum, sem fer fram í og er innblásið af gömlu NATO-herstöðinni að Ásbrú. Krankleikarnir eru verkefni þar sem Steinunn veltir upp og bland- ar saman hugmynd- unum um leika og sjúkdóma, en hugtakið krank- leikar, sem merk- ir yfirleitt sjúkdóm- ar, má einnig skilja „sem stóra keppni í veikind- um og sjúkleika – eða leikvang fyrir sjúkar keppnir,“ eins og seg- ir í kynningartexta verkefnisins. „Í hörð- ustu og berstrípuð- ustu útgáfu þess veruleika sem við erum fædd inn í, í leik upp á líf og dauða, falla allir sáttmálar niður, þar gilda engar reglur og að- eins einn skilningur á yfirburðum hins hæfasta: sá sem lifir af hverju sinni – burtséð frá því hvort hann sé sá hraustasti, sterkasti, klárasti, hæfileikaríkasti. Sá sem lifir lifir. Og sá sem lifir vinnur – og heldur áfram í keppninni.“ Krankleikabúningar Steinunn- ar eru bláir en framan á maganum og aftan á bakinu eru stórir sérhljóð- ar, þeir sömu og við gefum frá okkur þegar við engjumst um af sársauka – A, Á, Æ og Ó. „Þetta eru bókstafir hins íslenska sársauka,“ útskýrir Steinunn. „Það sem sameinar manneskj- ur er sársauki – nánast án nokkurrar undantekningar (þó eru til heilkenni og lamanir sem gera manneskjur ónæmar fyrir sársauka, en það fólk verður ekki oft langlíft). Sársauki fer þvert á allar hugmyndir um þjóð- ir og landamæri – og á tegundir líka. En það hvaða bókstafi mannskepn- urnar nota til að skrá niður hvernig sársaukahljóð hljómar er mismun- andi eftir hverju tungumáli. Bókstaf- ir sársaukans geta því réttilega þjónað hlutverki sameiningartákns bókstafs- trúarmanna, eflt keppnisandann og hvatt til nýrra dáða á hinum gríðar- stóru landamæralausu Krankleikum,“ segir Steinunn. n Bókstafir sársaukans sem sameiningartákn n Steinunn Gunnlaugsdóttir hannaði sérstaka búninga fyrir keppni í krankleikum n „Sá sem lifir vinnur“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Sársaukinn sameinar okkur ... Steinunn hefur hannað búninga sem leggja áherslu á hið sammannlega – sársaukann. Líflegt sendiráð útópísks smáríkis Tónleikar og viðburðir í Vesturbugt í allt sumar V öruflutningagámum og vöru- brettum hefur nú verið komið fyrir í Vesturbugt við Reykja- víkurhöfn og verður þar boð- ið upp á viðburði og uppákomur undir merkjum „Sendiráðs Rockall“ í allt sumar. Rockall er viðburðaröð og útópískur samræðuvettvangur um nýtt samfélag á öreyjunni Roc- kall í miðju Atlantshafi. Markmið- ið er að skapa umræður um hvernig nýtt samfélag myndi líta út: hvern- ig væri tæknilega hægt að gera líf á eyjunni mögulegt, sjálfbært og fýsi- legt, hvernig stjórnskipulagið yrði og efnahagskerfið skipulagt. „Þegar fólk kemur saman og ræðir svona spurningar þá kvikna ýmsar nýjar hugmyndir. Við erum alltaf svo föst í að hugsa innan ákveðins kassa og kerfis,“ segir René Boonekamp, einn skipuleggjendanna. Frá því að „sendiráðið“ var opnað fyrir tveimur vikum hafa verið haldn- ir tónleikar auk fyrirlestra og nám- skeiða um ýmsa anga sjálfbærrar til- veru. Rockall verður opið frá 11 til 20 frá miðvikudögum til sunnudaga í sumar, og verður boðið upp á sýn- ingar, vinnustöð, leiktæki fyrir börn og ýmsar veitingar. Næsti viðburður verður á mið- vikudag, þegar umræður fara fram um stjórnarfar, íslensk stjórnvöld, Brexit og hvernig stjórnvaldi væri fýsilegt að koma á fót ef byrjað væri á upphafsreit í dag. Þá fara fram tón- leikar á svæðinu á föstudag, þar sem Sigtryggur Baldursson og Melodica Festival taka höndum saman. Frítt er inn á alla viðburði í sendiráði Rockall, en aðstandend- ur verkefnisins hvetja fólk til að leggja Karolina fund-söfnun hóps- ins lið á karolinafund.com/project/ view/1429. n kristjan@dv.is Nýtt samfélag Lítið þorp hefur verið byggt úr gámum og vörubrettum við Reykjavíkurhöfn og fara þar fram tónleikar og aðrir viðburðir í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.