Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 38
Vikublað 12.–14. júlí 201630 Fólk Sérbakað fyrir þig Allt fyrir fermingar tertur, heitir réttir, brauðtertur, snittur og margt fleira. Sími: 483 1919 - almarbakari@gmail.com Hveragerði og Selfossi Teknar fyrir búðarhnupl B úðarhnupl er of algeng iðja. Ætla mætti að forríkar stjörnur þyrftu ekki að grípa til þess að stinga á sig vörum heldur hefðu efni á að borga fyrir þær. Þó nokkur dæmi eru samt um að stjörnur hafi verið staðnar að verki og þjófnaður þeirra komist í heimsfréttir. n Winona Ryder Leikkonan Wynona Ryder komst í heimsfréttirnar árið 2001 þegar hún sást á öryggismyndavél gera tilraun til að stela dýrum fötum. Hún sleit verðmið- ann af þeim og setti þau í innkaupapoka með vörum sem hún hafði þegar borgað fyrir. Hún var handtekin og gert að greiða sekt og sinna samfélags- þjónustu. Ryder sagði seinna að á þessum tíma hefði hún þjáðst af þunglyndi og verið á róandi lyfjum sem hefðu ruglað dómgreind hennar. Beatrice Dalle Franska stjarnan úr Betty Blue var nöppuð í verslun í París fyrir að stela afar dýrum skart- gripum. „Ég elska skartgripi,“ var skýringin sem hún gaf. Hún fékk sex mánaða skilorðsbund- inn dóm. Hún hefur einnig verið handtekin fyrir líkamsárás og að vera með eiturlyf í fórum sínum. Í viðtali fyrr á þessu ári sagðist hún á sínum yngri árum hafa unnið í líkhúsi og hefði eitt sinn þegar hún var í eiturlyfjavímu borðað mannseyra. Hedy Lamarr Hedy Lamarr var skær stjarna í Hollywood á árum seinni heims- styrjaldar og árin þar á eftir og þótti ein fegursta kona heims. Hún var einnig merk vísindakona og átti þátt í að þróa tækni við flutning útvarpsbylgja. Árið 1966 var hún handtekin fyrir búðarhnupl en ákæran var felld niður. Árið 1991 var hún aftur handtekin fyrir að stela smáhlutum úr apóteki. Sú ákæra var einnig felld niður eftir að leikkonan hét því að stela aldrei aftur. Lindsay Lohan Lindsay Lohan hóf feril sinn sem barnastjarna en hefur á seinni árum komist ítrekað í fréttir vegna lífsstíls sem telst ekki beint til eftirbreytni. Hún var eitt sinn dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela hálsmeni sem metið var á 2.500 dali úr verslun í Los Angeles. Farrah Fawcett Farrah Fawcett átti farsælan feril í sjónvarpi og kvikmyndum. Árið 1970 var hún tvisvar handtekin fyrir að stela fötum úr hátískuverslun. Hún gaf þá skýringu að hún hefði viljað skila fötum sem hún hafði keypt en versl- unarfólkið ekki tekið við þeim og þess vegna hefði hún tekið málið í eigin hendur og valið sér ný föt. Fawcett var gert að greiða sekt í bæði skiptin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.