Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 9
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Fréttir 9 Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Ísland opnast eftir átta ár í höftum n Opnað á beina erlenda fjárfestingu og kaup á verðbréfum fyrir 100 milljónir n Ákjósanlegar aðstæður til haftalosunar Full haftalosun á næsta ári? Um mitt næsta ár verða höftin endur­ skoðuð að nýju og hvort ástæða sé til að losa enn frekar um þau en fram kom í máli seðlabankastjóra á fyrrnefndum blaðamannafundi að hann vonaðist svo sannarlega til þess að þá yrði hægt að ráðast í það sem mætti kalla fulla haftalosun. Á þess­ um tímapunkti væri hins vegar ekki hægt að segja fyrir um hvort það yrði niðurstaðan. Fram kemur í greinar­ gerð frumvarpsins að full losun hafta og tímasetning hennar sé meðal annars háð því að eignasöfn hafi að­ lagast æskilegri samsetningu inn­ lendra og erlendra eigna, útflæðis­ þrýstingur verði viðráðanlegur og að stjórnvöld fái svigrúm til að koma fram með viðeigandi varúðartæki og ná betri yfirsýn yfir mögulega áhættu í fjármálakerfinu. n Þegar litið er til þess fjölda einstaklinga sem eiga innlán og skuldabréf að saman- lögðu verðmæti yfir 100 milljónir króna þá er ljóst að þau fjárhæðartakmörk sem sett eru fram í frumvarpinu vegna innstæðuflutninga og erlendra verðbréfa- fjárfestinga munu aðeins setja mjög fáum einstaklingum skorður eftir næstu ára- mót. Þannig er sagt frá því í greinargerð frumvarpsins að samkvæmt gögnum úr skattframtölum um eignir einstaklinga í árslok 2015 áttu um 260 þúsund einstak- lingar innlán og skuldabréf að verðmæti 10 milljónir eða minna, rúmlega 15 þúsund einstaklingar áttu á bilinu 10–100 milljónir og einungis tæplega 800 einstaklingar, eða 0,3% framteljenda, áttu innlán og skuldabréf að samanlögðu verðmæti yfir 100 milljónir. Frá því að höftin voru sett á haustið 2008 hefur fjárfesting einstaklinga einskorðast við innlenda fjármálamark- aði. Á sama tíma hefur sparnaður heimila aukist umtalsvert en hann er að mestu bundinn í innlánum, verðbréfasjóðum eða auðseljanlegum verðbréfum. Í greinar- gerðinni segir að með því að heimila erlenda fjárfestinga einstaklinga ætti það að verða til þess að deifa áhættu og auka hagkvæmni, bæði fyrir heimili og þjóðarbúskapinn í heild sinni, ekki síst við núverandi aðstæður þegar mikill og viðvarandi afgangur er á viðskiptum Íslands við útlönd. 800 einstaklingar eiga meira en 100 milljónir Áætlað er að þær breytingar sem frumvarpið um breytingar á lögum um gjaldeyrismál felur í sér muni leiða til þess að beiðnum um undanþágu frá fjár- magnshöftum fækki um 50–65%. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að afgreiðslu- tími undanþágubeiðna styttist til muna en núna er hann að lágmarki átta vikur. Þegar um er að ræða fordæmisgefandi mál eða beiðnir sem varða töluverðar fjár- hæðir, sem er unnið í samvinnu við önnur svið Seðlabankans, þá er afgreiðslutíminn hins vegar mun lengri. Í greinargerðinni segir að beinn kostn- aður við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hafi numið 265 milljónum króna á árinu 2015 en samhliða þeim breytingum sem núna séu boðaðar þá ætti kostnaður við þennan þátt í rekstri bankans að fara lækkandi á næstu árum. Undanþágubeiðnum fækki um tvo þriðju Svona verður losað um höftin: Við gildistöku frumvarpsins: n Einstaklingum heimilað að kaupa eina fasteign erlendis á almanaksári, óháð kaupverði. n Opnað alfarið á beina erlenda fjárfestingu Íslendinga, að uppfylltum tilteknum skil- yrðum og staðfestingu Seðlabankans. n Fyrirframgreiðslur og uppgreiðslur lána og fjárfestingar í verðbréfum, hlutdeildarskír- teinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum, öðrum framseljan- legum fjármálagerningum, peningakröfum í erlendum gjaldeyri og öðrum sambærileg- um kröfuréttindum, eru heimilaðar upp að 30 milljónum króna. n Heimild til úttektar á reiðufé af gjaldeyrisreikningum vegna ferðalaga hækkuð í 700 þúsund krónur fyrir hvern einstakling. n Víðtækar undanþágur frá skilaskyldu erlends gjaldeyris veittar. Afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign, farartæki eða til fjárfestinga erlendis. Fyrsta janúar 2017: n Fjárhæðarmörk til erlendra verðbréfafjárfestinga hækkuð upp í 100 milljónir króna. n Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna innlagnar og úttektar af reikningum í innlánsstofnunum heimilaðar. Hægt að nýta þær heimildir til fjárfestinga í verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðum fyrir allt að 100 milljónir. n Heimildir einstaklinga til kaupa á gjaldeyri í reiðufé rýmkaðar verulega og ekki verður lengur þörf á að taka með sér farseðil í banka til að kaupa gjaldeyri. Beiðnir um undanþágu frá höftum Ár Innsendar beiðnir Afgreiddar beiðnir 2009 390 248 2010 762 720 2011 971 946 2012 973 711 2013 883 880 2014 1.044 992 2015 1.080 1.040 2016* 657 591 *Miðað við fjölda beiðna fyrstu sjö mánuði ársins Haftalosun í vændum Frá og með næstu áramótum ættu höftin ekki að setja meginþorra heimila og fyrirtækja neinar skorður. Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.