Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 19.–22. ágúst 20166 Fréttir R íkisendurskoðun vinnur að úttekt á allri eignasölu Landsbankans á árunum 2010–2016. Ákveðið var að ráðast í hana vegna beiðna frá einstaka þingmönnum, Lands­ bankanum og Bankasýslu ríkisins um að hún tæki eignasöluna til skoðunar í kjölfar Borgunarmálsins. Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands­ bankans, segist ekki eiga von á öðru en að niðurstaða Ríkisendurskoðun­ ar verði sú að alltaf hafi verið farið eftir reglum og verkferlum bankans. „Ríkisendurskoðun er endur­ skoðandi Landsbankans og bank­ inn óskaði eftir að stofnunin færi yfir sölu á hlutum bankans í Borgun árið 2014. Ríkisendurskoðun taldi rétt að kanna eignasölu bankans 2010– 2016 og rökstuddi þá ákvörðun með tilteknum hætti. Það er ekki óeðli­ legt að slík skoðun fari fram, meðal annars vegna umræðu um eignasölu bankans,“ segir Steinþór í skriflegu svari til DV. Gögn afhent í sumar Stofnunin sendi Bankasýslu ríkisins, sem fer með 98,2% hlut ríkisins í Landsbankanum, bréf í maí síðast­ liðnum þar sem tilkynnt var að for­ könnun hennar á eignasölu bankans væri lokið. Niðurstaða hennar væri að ráðast í aðalúttekt og að skýrsla um hana yrði send Alþingi í nóv­ ember. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er í stjórnsýslu­ úttektinni horft sérstaklega til verk­ ferla og reglna við eignasölu og sölu á eignum sem fóru fram fyrir luktum dyrum. Reynt verði að svara því hvort reglur og vinnulag hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins og til þess fallið að treysta orðspor bankans og auka hag hans. „Ástæða úttektar Ríkisendur­ skoðunar er sú að stofnuninni bárust formlegar og óformlegar beiðnir frá einstaka þingmönnum, Landsbank­ anum og Bankasýslu ríkisins um að stofnunin tæki eignasölu Lands­ bankans síðustu ár til skoðunar. Sumar beiðnirnar beindust einungis að sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun en aðrar að eignasölu almennt óháð sölunni á Borgun,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. „Stofnunin hefur í sumar óskað eftir gögnum um eignasölu bank­ ans á umræddu tímabili sem bank­ inn hefur afhent. Þá má benda á að í svari til Bankasýslu ríkisins 11. febrúar síðastliðinn gerði bankinn allítarlega grein fyrir sölu eigna í þeim tilfellum sem söluandvirðið var meira en einn milljarður króna,“ segir Steinþór Pálsson. Undir smásjánni Sala Landsbankans á 31,2% eignarhlut sínum í greiðslukortafyrir­ tækinu Borgun hefur vakið mikla athygli alveg síðan hún var samþykkt í nóvember 2014. Stjórnendur bank­ ans seldu hlutinn í lokuðu söluferli og án þess að fara fram á hlutdeild í milljarðagreiðslum sem Borgun bár­ ust í júní síðastliðnum vegna yfir töku Visa Inc. í Bandaríkjunum á Visa Europe. Bankaráð Landsbankans ákvað í síðustu viku að höfða mál þar sem meðlimir þess telja bankann hafa farið á mis við fjármuni í við­ skiptunum. Stjórnendum hans hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upp­ lýsingar í aðdraganda sölunnar. Líkt og kom fram í DV á mánudag þá ligg­ ur ekki fyrir hverjum bankinn hyggst stefna eða hvenær. Ríkisbankinn seldi 38,6% hlut sinn í Valitor, samkeppnisaðila Borg­ unar, í desember 2014. Stjórnendur bankans gerðu þá fyrirvara um hlut­ deild í þeirri milljarðagreiðslu sem Valitor fékk í júní vegna Visa­sam­ runans en greiðslukortafyrirtæk­ ið var einnig selt í lokuðu söluferli. Eignir Landsbankans í sölumeðferð voru í árslok 2009 metnar á alls 64 milljarða króna og 129 milljarða ári síðar. Samkvæmt svari bankans við fyrirspurnum Bankasýslu ríkisins, sem bankinn sendi stofnuninni í febrúar og Steinþór Pálsson vísar til, námu eignir í sölumeðferð 12 millj­ örðum króna í september í fyrra. Ríkisendurskoðun kemur einnig til með að skoða sölu Landsbankans á eignaumsýslufélaginu Vestia, 75% hlut í fasteignafélaginu Regin, 28% hlut í Framtakssjóði Íslands og fleiri eignum sem bankinn seldi á tímabilinu. Vestia var einnig selt í lokuðu ferli árið 2010 en félagið átti þá eignarhluti í alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, Húsasmiðjunni, Vodafone á Íslandi, Skýrr, Teymi og Plastprent. Félagið var selt til Framtakssjóðs Íslands, sem var þá að mestu eða öllu leyti í eigu lífeyrissjóða, fyrir 19,5 milljarða króna og 30% hlut í sjóðnum. Bréfin í fasteignafélaginu Regin voru seld með almennu hlutafjárútboði og skráningu félagsins í Kauphöll árið 2012. Söluverðmætið nam 7.895 milljónum króna. n HVAR ER SÓSAN? Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan. Kannski pítubrauðið líka. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Ríkisendurskoðun skoðar eignasölu Landsbankans n Vinnur úttekt á allri eignasölu bankans frá 2010 n „Ekki óeðlilegt að slík skoðun fari fram“ Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bankastjórinn Steinþór Pálsson segist öruggur um að niðustaða Ríkisendur- skoðunar verði á þá leið að bankinn hafi staðið rétt að eignasölu sinni. Mynd LandsBankinn Umdeild sala Stjórnendur Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir Borg- unarsöluna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður birt Alþingi tveimur árum eftir að salan gekk í gegn. Mynd siGtryGGUr ari „Það er ekki óeðlilegt að slík skoðun fari fram, meðal annars vegna umræðu um eignasölu bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.