Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 19.–22. ágúst 201616 Fréttir „Þetta er eins og Aleppo“ n Umdeildar framkvæmdir athafnamanns n Hamlar aðgengi einstaklings í hjólastól að íbúð sinni F ramkvæmdir við eitt elsta steinhús borgarinnar hafa valdið deilum á milli eiganda hússins og nágranna í nærliggjandi húsi sem deilir sömu lóð. Um er að ræða Unnarstíg 2 í gamla Vesturbænum en athafna­ maðurinn Fannar Ólafsson keypti húsið, sem var í slæmu ástandi, síðla árs 2014 og hóf þegar fram­ kvæmdir, sem að sögn nágranna hafa farið úr böndunum. Þorleifur Gunnlaugs son, faðir nágranna Fannars, segir ástandið ömurlegt. Aðgengi að Unnarstíg 2a er verulega ábótavant sem skiptir nágrannann verulegu máli en sá notar hjóla­ stól til þess að komast ferða sinna. Þá segir nágranninn að ekkert sam­ ráð hafi verið haft við sig varðandi framkvæmdirnar. Þeim fullyrðing­ um vísar lögfræðingur Fannars til föðurhúsanna. Vegna athugasemda setti byggingarfulltrúi Reykjavíkur­ borgar framkvæmdabann á verkið sem hefur verið í gildi síðan 16. maí síðastliðinn. Á meðan eru lóðafram­ kvæmdirnar ókláraðar og mikið lýti á götunni. Fór langt fram úr heimildum byggingarleyfis Unnarstígur er lítil þvergata á milli Túngötu og Öldugötu og á sameigin­ legri lóð við götuna standa húsin Unnarstígur 2 og 2a. Athafna­ maðurinn og körfuboltamaðurinn fyrrverandi, Fannar Ólafsson, keypti fyrrnefnda húsið í slæmu ástandi síðla árs 2014 en útigangsmenn höfðu gert sig heimakomna í hús­ inu og lóðin var í mikilli órækt. Fann­ ar hóf þegar að undirbúa umfangs­ miklar framkvæmdir. Hann fékk byggingarleyfi í mars 2015 til þess að dýpka gólf í kjallara og drena í kring­ um húsið með samþykki eiganda Unnarstígs 2a. Í bréfi sem Fannar sendi nágrönnum sínum kom fram að áætlað væri að framkvæmdirnar myndu taka þrjá mánuði. Annað hefur komið á daginn. Umfang framkvæmdanna hefur farið langt fram úr því sem heimilt er sam­ kvæmt byggingarleyfi og í kjölfar athugasemda nágrannans var sett framkvæmdabann á verkið. „Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara fram­ kvæmda. Í mars barst lóðaskipta­ samningur inn um lúguna sem við fengum aðeins stuttan tíma til að íhuga. Sérfræðingar sem við ráðlögð­ um okkur við töldu hann óásættan­ legan og því lögðum við fram nýja til­ lögu. Síðan þá hefur ekkert samband verið haft við okkur,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, fyrrverandi borgar­ fulltrúi. Sonur Þorleifs á eignina að Unnarstíg 2a en hann býr erlendis og notar húsnæðið aðeins þegar hann er á landinu ásamt fjölskyldu sinni. Á meðan hefur Þorleifur gætt hags­ muna hans í þessari deilu sem undið hefur upp á sig. Sonur Þorleifs fer ferða sinna í hjólastól og því skipt­ ir aðgengi hann miklu máli. „Það er búið að taka svo mikið af stéttinni að hann á erfitt með að komast að útidyrunum með góðu móti. Þá er sonardóttir mín fjögurra ára og það er ekki verjandi að hleypa henni út að leika sér við þessar aðstæð­ ur. Lítið átak þarf til þess að bráða­ birgðagirðing sem komið var upp kollsteypist ekki ofan í holuna og er því í raun mikil slysagildra. Þetta er eins og í Aleppo,“ segir Þorleifur og skírskotar til sýrlensku borgarinnar. Þá hafa tvö ómetanleg reynitré verið fjarlægð af lóðinni að sögn Þorleifs. Gagnrýnir úrræðaleysi borgaryfirvalda Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar þurfti, samkvæmt heimildum DV, til að byrja með reglulega að hafa afskipti af iðnaðarmönnum á vett­ vangi. Það hafi þó lagast en ekkert útlit er fyrir að deilan leysist í bráð. Til þess að framkvæmdabanni verði aflétt þarf framkvæmdaaðilinn ann­ aðhvort að færa lóðina í uppruna­ legt horf í samræmi við fyrirliggjandi byggingaleyfi eða að ná samkomu­ lagi við meðeiganda. Þorleifur gagn­ rýnir úrræðaleysi borgaryfirvalda. „Þessi misserin reyna fjárfestar að troða sem mestu byggingamagni í dýrustu hverfin en borgaryfirvöld virðast ekki hafa bolmagn til þess að sinna eftirliti. Eftir standa íbúar óvarðir og án leiðsagnar um hvernig þeir geti brugðist við. Íbúar þurfa að sækja allt og flestir eru seinþreyttir til vandræða. Við vildum ekki styggja nýjan nágranna og létum því ýmis­ legt yfir okkur ganga til þess að halda friðinn. Þegar grípa þarf til aðgerða þá er kostnaðurinn fljótur að fara upp í milljónir,“ segir Þorleifur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Meðlóðarhafinn hefur sett fram óbilgjarnar kröfur „Staðan er sú að Fannar og fjölskylda eru að gera upp þetta merkilega hús og ætla að flytja inn þegar framkvæmdum lýkur. Ástand hússins var með þeim hætti að framkvæmdir urðu umfangs- meiri en menn sáu fyrir í upphafi,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Fannars í samtali við DV. Að sögn Guðjóns hefur meðlóðar- hafi Fannars sett fram ýmsar kröfur í ferlinu og sumar hverjar afar óbilgjarnar. „Athugasemdir meðlóðarhafa urðu til þess að verkið var stöðvað meðan málið var til skoðunar hjá borginni. Umbjóðandi minn hefur svo vikum skiptir óskað eftir heimild til að klára frágang lóðarinnar og á von á því að slíkt leyfi fáist á næstu dögum. Allir hlutaðeigandi hafa sam- eiginlega hagsmuni af því að verkið sé klárað sem allra fyrst,“ segir Guðjón. Allt stopp Framkvæmdabann hefur verið í gildi frá 16. maí en lögfræðingur Fannars er bjartsýnn á að það verði fellt úr gildi fljótlega og þá verði hægt að ljúka frágangi við lóðina. Þorleifur Gunnlaugsson „Við vildum ekki styggja nýjan nágranna og létum því ýmislegt yfir okkur ganga til þess að halda friðinn. Þegar grípa þarf til aðgerða þá er kostnaðurinn fljótur að fara upp í milljónir.“ Fannar Ólafsson Keypti húsið síðla árs 2014 og hóf þegar framkvæmdir. Mynd KR.is Upprunalegt ástand Svona leit lóð Unnarstígs 2 og 2a út áður en framkvæmdir hófust. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.