Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Ein létt Facebook-færsla Ýmsir hafa tekið óstinnt upp orð Bjarna Benediktssonar um fjölmiðla en hann sagði meðal annars í Face- book-færslu að það væri undrun- arefni hve margir fjölmiðlar hér á landi störfuðu án þess að nokkur ritstjórnarstefna væri sjáanleg. Viðkvæmnin var mikil vegna orða fjármálaráð- herrans og Katrín Jakobsdóttir yfirheyrði hann á þingi vegna þeirra. Bjarni svaraði fullum hálsi en bætti við: „Annars er mér fyrir- munað að skilja hvers vegna hátt- virtum þingmanni er svona mikið niðri fyrir út af einni léttri Face- book-færslu.“ Bjarni skrifaði hinn umdeilda pistil fremur seint um kvöld þannig að einhverjir hafa velt því upp að hann hafi áður fengið sér eins og einn laufléttan – og telja að ráðherrann hafi með orðalagi sínu einmitt verið að gantast með það. Sterkasti píratinn ekki með Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson komst í fréttir fyrir skömmu þegar hann mætti félagsmönnum Ís- lensku þjóðfylk- ingarinnar á Austur velli og deildi við þá um ný útlendingalög. Helgi Hrafn, sem var hinn sköruleg- asti, nýtur trausts og virðingar langt út fyrir flokkinn og frammistaða hans á Austurvelli var honum til mikils sóma. Í þing- kosningum gera flokkar sér far um að tefla sínu sterkasta liði fram en Helgi Hrafn er ekki á lista Pírata í komandi kosningum. Sú ráð- stöfun finnst mörgum óskiljanleg enda veikir hún flokkinn mjög og gæti haft sín áhrif á útkomuna. Ég þrái að sjá börnin mín aftur Garðar Heiðar Eyjólfsson stendur í forræðisdeilu. – DV F átt hefur skipt meira máli fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs en setning fjármagnshafta í árs- lok 2008. Þau urðu þess valdandi að efnahagsbatinn hófst fyrr en ella eftir fall bankanna; sköpuðu andrými fyrir heimili og fyrirtæki samhliða því að skuldastaða þeirra komst í sjálf- bært horf; hjálpuðu hinum endur- reistu bönkum að styrkja efnahags- reikninga sína; gáfu stjórnvöldum færi á að tryggja að uppgjör gömlu bankanna yrði gert þannig að efna- hagslegum stöðugleika Íslands yrði ekki ógnað; og lækkuðu innlendan fjármagnskostnað ríkisins. En eins nauðsynleg og höftin voru á sínum tíma þá mátti öllum vera ljóst að sá tími var runninn upp að þau þyrftu að fara – fyrr frekar en síðar. Eftir átta ár í höftum er Ísland að opnast á ný gagnvart útlöndum. Með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa núna boðað verður á komandi vik- um og mánuðum opnað nánast al- farið á fjármagnsviðskipti heimila og fyrirtækja til og frá landinu. Þessu ber að fagna – og eru þau skref sem verða tekin meira afgerandi en flestir á fjármálamarkaði höfðu leyft sér að vona. Stærstu tíðindin felast í því að bein erlend fjárfesting verður heim- iluð án takmarkana og þá er einstak- lingum gert kleift að ráðstafa hluta af sínum sparnaði í erlenda verðbréfa- fjárfestingu fyrir allt að 100 milljónir á ári. Afar ólíklegt verður að teljast að gengi krónunnar lækki að einhverju ráði samhliða því að Íslendingum sé leyft að leita út fyrir landsteinana með fjárfestingar sínar. Þvert á móti er ekki ósennilegt að krónan haldi áfram að styrkjast enda má meðal annars búast við því að þegar höft- in hverfa þá muni erlendir fjárfestar í auknum mæli beina sjónum sín- um til Íslands – einkum í ljósi þess að efnahagsaðstæður hér á landi eru mun betri en í okkar helstu við- skiptalöndum. Fátt bendir til að sú staða taki breytingum á allra næstu árum. Aðstæður til að stíga núna stór skref við losun hafta eru eins ákjós- anlegar og hugsast getur. Skuldir ís- lenska ríkisins eru greiddar niður af meiri hraða en áður hefur þekkst. Hagvaxtarhorfur eru með besta móti. Verðbólga hefur mælst und- ir markmiði Seðlabankans samfellt í meira en tvö ár. Spáð er viðvarandi viðskiptaafgangi næstu árin. Erlend skuldastaða þjóðarbúsins er óðum að verða ein sú besta sem þekkist á meðal vestrænna ríkja. Eigin- og lausafjárstaða bankanna stendur traustum fótum og þá hefur gríðar- legt innflæði gjaldeyris gert Seðla- bankanum mögulegt að kaupa gjald- eyri fyrir um 500 milljarða frá því í ársbyrjun 2015. En þrátt fyrir þessa hagfelldu efnahagsþróun þá eru það aðgerðir stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum föllnu bankanna og aflandskrónu- eigendum sem hafa skipt mestu máli. Með þeim voru skapaðar þær aðstæður að Ísland er núna á þeim stað að geta lyft höftum án þess að að eiga hættu á að slíkt geti valdið atburðarás sem leiði til meiriháttar gengishruns krónunnar. Með ný- legu frumvarpi ráðherra um með- ferð aflandskrónueigenda, og í kjöl- farið gjaldeyrisútboði Seðlabankans, var síðustu hindruninni rutt úr vegi svo hægt yrði að hefja almenna haftalosun á Íslendinga. Fyrir þá vogunarsjóði sem kusu að taka ekki þátt í útboðinu hljóta þær aðgerðir sem núna hafa verið kynntar að vera þeim áfall enda er með þeim sýnt fram á að þátttaka þeirra skipti engu máli fyrir framgang hafta áætlunar stjórnvalda. Eftir sitja hinir óláns- sömu aflandskrónueigendur, fastir á vaxtalausum vaxtareikningum um ófyrirséðan tíma. Þeir hafa verið settir í röð. Langsamlega stærsta og flóknasta verkefni fráfarandi ríkisstjórnar, sem af óskiljanlegum ástæðum féllst á að flýta kosningum til Alþingis um eitt löggjafar þing, var að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta sem myndi ekki ógna þeim efnahagsstöðug leika sem hefur náðst eftir fjármálaáfallið. Það hefur núna tekist. Planið gekk upp – og efnahags- staða Íslands hefur aldrei verið betri. n Planið gekk upp Æskan nýtur sumarsins Þessi unga stúlka naut sín á hlaupahjóli í veðurblíðunni á Miklatúni í vikunni. mynd Þormar ViGnir GunnarSSonMyndin Ég er eiginlega orðlaus Áslaug arna hélt teiti á Sjóminjasafninu vegna prófkjörs. – DV Best heppnaða hátíðin Árni Georgsson, aðstandandi Matarhátíðar alþýðunnar sem 40 þúsund manns sóttu. – DV Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is „Eftir sitja hinir ólánssömu aflandskrónueigendur, fastir á vaxtalausum vaxtareikningum um ófyrirséðan tíma. Þeir hafa verið settir í röð. Bæjarlind 1-3, Kópavogur Sími: 571 5464 Nýjar haustvörur streyma inn Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is Stærðir 38-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.