Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Fréttir 13 Kemur eKKi á óvart að Konur selji sig í neyð n Einstæð fjögurra barna móðir og öryrki kvíðir vetrinum n Sárt að sjá peningaskort koma niður á börnunum n Velur á milli reikninga um hver mánaðamót upphugsað til að skera niður og afla mér tekna. Ég þarf að eiga heimili fyrir mig og börnin en allt sem ég þarf ekki nauðsynlega að eiga hef ég losað mig við,“ segir Sigrún og kveðst hafa mátt leita ítrekað til vina og vandamanna til að bjarga sér fyrir horn. „Nú erum ég og börnin sam­ einuð og veturinn framundan. Yfir þessu ætti ég að gleðjast. Börnin mín eldri blómstruðu í sveitinni og eru komin heim til að byrja nýtt og breytt líf með mömmu sinni. Það er samt alveg sama hvernig ég reikna það út, ég sé engan veginn hvern­ ig ég á eftir að geta staðið undir því einu að vera mamma.“ Þá neyðist Sigrún til að velja á milli reikninga til að greiða um hver mánaðamót, borga það allra nauðsynlegasta en hún kveðst yfir­ leitt vera allavega mánuði á eftir með allar greiðslur. „Síðustu mánaðamót þurfti ég að sleppa húsaleigugreiðslunni og er það í rauninni örþrifaráð.“ Úrræði duga skammt Sigrún nýtir sér öll þau úrræði og aðstoð sem í boði er – félagsþjón­ ustu, barnaverndaryfirvöld og kirkjuna. Hún segir að henni sé alls staðar tekið opnum örmum af dá­ samlegu fólki sem vinni óeigin­ gjarnt starf. „Og þau vilja hjálpa, en þau þurfa að vinna innan ákveðins ramma sem skiljanlegt er. En þrátt fyrir stuðning þeirra og aðstoð þá gengur dæmið ekki upp. Það þekkja allir sem berjast við þung­ lyndi og kvíða að það er ekki auð­ velt að hafa sig af stað í að óska eftir aðstoð. Ég geri það og þó að ég sé alls ekki hreykin af því þá er það partur af minni sjálfsbjargarvið­ leitni og í hana rígheld ég.“ Skilur vændiskonur Sigrún kveðst hafa fylgst með um­ ræðunni um vændi á Íslandi, með­ al annars í DV, undanfarið og það hafi vakið hana til umhugsunar. Hún sýnir konum, sem í neyð sinni fara þá leið til að lifa af, skilning. „Við sem eigum börn vitum að við fórnum öllu fyrir börnin okkar og það að konur velji það að fórna líkama sínum, eða aðgangi að hon­ um, sjálfsvirðingu og stolti til þess eins að geta sinnt því hlutverki að fæða og klæða börnin sín kemur mér því ekki á óvart. Einhver benti á og bar saman vanlíðan vegna þess að eiga ekki fyrir mat eða húsaskjóli eða vanlíðan vegna þess að stunda vændi. Hvort væri verra. Ég gat ekki annað en velt þessu sama fyrir mér. Ef ég gæti veitt okkur meira, létt á áhyggjunum yfir því að komast í gegnum hvern dag með því að láta mig hafa það að selja aðgang að lík­ ama mínum … ef ég gæti leyst út lyfin mín alltaf, ef við gætum farið til tannlæknis, ef, ef, ef …“ Peningaleysi svertir drauminn Sigrún segir að fólk verði að átta sig á að staða hennar er ekki einsdæmi. Svona sé raunveruleiki hennar og margra annarra Íslendinga. Hún reyni að vera ekki reið, kenna ekki öðrum um og vera þakklát fyrir það góða í lífinu. „Ég hef aldrei gert mér vonir um að vera rík eða að lifa í allsnægtum. Það eina sem mig dreymdi um var að verða mamma. Sá draumur varð að veruleika og ég þakka fyrir það á hverjum degi. Það er ekki sjálfgefið að eiga börn, það er ekki sjálfgefið að eiga mörg börn, heilbrigð börn. En mér finnst samt mjög sárt að það sé peningaleysi sem aftrar mér í því eina sem mig langar að fá út úr líf­ inu, að umgangast og standa mig í því draumahlutverki að fá að vera mamma barnanna minna.“ n Kemur ekki á óvart Eftir baráttuna sem Sigrún hefur staðið í segir hún það ekki koma á óvart að konur leiti út í vændi í neyð sinni. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon „Það er því gjörsamlega eyði- leggjandi að geta ekki staðið mig í þessu eina hlutverki sem mig langar til að gegna í lífinu. Nýkomnar bláar dásemdir frá GreenGate HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.