Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 19.–22. ágúst 201612 Fréttir Kemur eKKi á óvart að Konur selji sig í neyð n Einstæð fjögurra barna móðir og öryrki kvíðir vetrinum n Sárt að sjá peningaskort koma niður á börnunum n Velur á milli reikninga um hver mánaðamót M ér finnst mjög sárt að það sé peningaleysi sem aftr- ar mér í því eina sem mig langar að fá út úr lífinu, að umgangast og standa mig í því draumahlutverki að fá að vera móðir barnanna minna,“ segir Sigrún Dóra Jóns dóttir, fjögurra barna einstæð móðir og öryrki, sem kvíðir komandi vetri og sér fram á áframhaldandi baráttu við að ná endum saman. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en í kjölfar skilnaðar fyrir um hálfu ári hefur verulega syrt í álinn. Sigrún segir að af fenginni reynslu af eigin erfiðleikum þá komi það henni ekki á óvart að konur á Íslandi leiðist út í vændi til að fæða og klæða börn- in sín. Sigrún Dóra féllst á að segja sögu sína í von um að veita fólki innsýn inn í líf og baráttu einstæðra mæðra og öryrkja. Hún tekur skýrt fram að hún sé ekki að biðja um neitt, hún vilji aðeins vekja um- ræðu um stöðu þessara mála, sem því miður of margir þekki af eigin raun í „okkar dásamlega þjóðfélagi sem á að vera í bullandi uppsveiflu eftir hrun,“ eins og hún orðar það. Þunglyndi og kvíði Sigrún Dóra glímir við andleg veik- indi, þunglyndi og kvíða, sem bera hana að sögn ofurliði alla daga vegna stöðugra fjárhagsáhyggja. „Það að berjast bæði við þung- lyndi og kvíða er eins og að vera föst í hvirfilbyl eða hringsóla stöð- ugt um í niðurfalli og komast hvorki upp né niður. Í þunglyndi plagar mig mikið það sem liðið er á meðan kvíðinn er vanlíðan og upp- gjöf vegna þess sem framundan er. Að vera með þessa tvo djöfla á öxl- unum er eins og að vera fastur og sjá samt hvorki ástæðu til að vera í núinu né framtíðinni. Það er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki vita eða hafa upplifað þessa djöfla en þetta er einföldun á þeim.“ Móðurhlutverkið var draumur Sigrún segir að þeir sem þekki hana viti að hún sé einstaklega óheppin manneskja og stundum haldi hún að ólukkan elti hana stöðugt. Veik- inda sinna vegna kenni hún þó ekki lukkunni um heldur áfellist hún sjálfa sig og sé sífellt í niðurrifi á eigin ágæti. „Það sem ég er þó afskaplega heppin með og endalaust þakklát fyrir eru börnin mín, heilbrigð og falleg. Eini draumur minn um framtíðina var að verða mamma og sá draumur rættist heldur betur. Al- veg sama hvernig lífið hefur leikið mig og hvaða sjúkdómar hafa plag- að mig er það allt þess virði vegna þeirra. Það er því gjörsamlega eyði- leggjandi að geta ekki staðið mig í þessu eina hlutverki sem mig langar til að gegna í lífinu,“ segir Sigrún Dóra. Endaði á geðdeild eftir skilnað Hún kveðst aldrei hafa haft það gott, fjárhagslega, en steininn tók úr fyrir hálfu ári þegar hún skildi við eiginmann sinn. „Áfallið við skilnaðinn var gríðarlegt og ég sá engan veginn framtíð. Ég lagðist inn á geðdeild og bað fjölskyldu mína að taka eldri börnin mín að sér tímabundið.“ Endar ná ekki saman Eins og þeir þekkja sem kynnt hafa sér málin þá duga örorkubætur fæstum til að draga fram lífið með mannsæmandi hætti. Og við það að senda börnin frá sér lækkuðu bætur Sigrúnar um þriðjung. „Síðustu sex mánuði hef ég feng- ið 237 þúsund krónur í örorkubæt- ur á mánuði. Þar sem ég varð ekki einstæð móðir fyrr en eftir áramót fæ ég 67 þúsund krónur á þriggja mánaða fresti í barnabætur út árið. Og 50 þúsund krónur í húsaleigu- bætur. Þetta gera 309 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunar- tekjur,“ segir Sigrún og framvísar greiðsluskjali frá Tryggingastofnun. Hún bendir á að samkvæmt neyslu- viðmiði velferðarráðuneytisins ætti framfærslukostnaður fjölskyldu- stærðar sem þessarar að vera 401 þúsund krónur á mánuði, að sam- göngum og húsnæðiskostnaði undanskildum. „Ég á ekki bíl og borga ekki háa leigu, en með húsaleigu þyrftu ráð- stöfunartekjur mínar að vera yfir 550 þúsund krónur á mánuði.“ Velur milli reikninga Og einhvern veginn verður að brúa þetta fjárhagslega bil í hverjum mánuði. Bilið milli þess sem raun- verulega kostar að vera til á Íslandi í dag, og því sem fólki er oft á tíð- um naumlega skammtað til að geta það. „Í þetta hálfa ár hef ég gert allt sem ég mögulega hef getað Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dugar ekki til Hér má sjá greiðsluskjal frá Tryggingastofnun þar sem Sigrún fær 237 þúsund krónur í örorkubætur. Barnabætur og húsaleigubætur bætast svo við en heildarupp- hæðin dugar skammt. „Það að konur velji það að fórna líkama sínum, eða að- gangi að honum, sjálfs- virðingu og stolti til þess eins að geta sinnt því hlutverki að fæða og klæða börnin sín kemur mér því ekki á óvart. Berst í bökkum Sigrún Dóra er ein- stæð, fjögurra barna móðir og öryrki sem segir ómögulegt að láta enda ná saman með bótunum. Síðasta hálfa árið hefur verið henni sérstaklega erfitt. MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is Íslensku- kennsla fyrir innflytjendur Skráning er hafin Aneta M. Matuszewska skólastjóri og eigandi Retor Fræðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.