Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 19.–22. ágúst 201618 Skrýtið
íslensk
framleiðsla
Án
viðbætts
sykurs
Gott í boostið, matargerð, baksturinn og fleira
Land spiLLingar og öfga
Nokkrar merkilegar staðreyndir um Norður-Kóreu
N
orður-Kórea kemst reglu-
lega í heimsfréttirnar og
kemur það ekki alltaf til
af góðu. Þetta 24 milljóna
íbúa ríki, sem þekur norð-
urhluta Kóreuskaga, er stundum
kallað lokaðasta ríki heims enda er
það enginn hægðarleikur að fara
þangað, hvað þá setjast þar að.
Undanfarin misseri hafa Norður-
Kóreumenn komist í heimsfrétt-
irnar fyrir tilraunir sínar með lang-
drægar eldflaugar og skeytingarleysi
í garð nágranna sinna sunnanmegin
á Kóreuskaganum. Hverju Norður-
Kóreumenn taka upp á næst veit
enginn. Hvað sem öllu þessu líður
er Norður-Kórea býsna áhuga-
vert ríki eins og sést hér. Vefritið
Business Insider tók saman nokkrar
athyglisverðar staðreyndir um þetta
merkilega ríki. n
Eru styttri en nágrannar sínir Norður-Kóreumenn eru að
jafnaði fimm sentimetrum lægri en nágrannarnir í Suður-Kóreu. Þetta leiddi rannsókn á
einstaklingum sem flúið höfðu frá Norður-Kóreu eftir Kóreustríðið á sjötta áratug liðinnar
aldar í ljós. Telja má fullvíst að aðgangur almennings að góðri og fjölbreyttri fæðu leiki þarna
stórt hlutverk.
Mikill
koníaksmaður
Fyrrverandi einræðisherra
Norður- Kóreu, Kim Jong-il, var
mikill áhugamaður um koníak.
Kim, sem er faðir Kim Jong-un,
núverandi leiðtoga Norður-Kóreu,
stýrði landinu frá 1994 þar til
hann lést árið 2011. Fullyrt hefur
verið að Kim Jong-il hafi eytt sem
nemur rúmum 100 milljónum
króna á ári í Hennesey-viskí.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess
að fátækt er útbreidd í landinu.
King Jong-un Leiðtogi Norður-Kóreu tók við völdum eftir dauða föður síns, Kim Jong-Il, árið 2011. Hann er einn yngsti þjóðhöfðingi heims
en Kim fæddist þann 8. janúar árið 1984.
Bill Gates er ríkari
en Norður-Kórea
Bill Gates, ríkasti maður heims, er töluvert
ríkari en Norður-Kórea sé litið til landsfram-
leiðslu. Og það á raunar við um fleiri einstak-
linga sem raða sér í efstu sætin á listum yfir
þá ríkustu í heimi. Auðæfi Bill Gates eru talin
nema 78 milljörðum Bandaríkjadala. Til
samanburðar er landsframleiðsla Norður-
Kóreu um 17,4 milljarðar dala samkvæmt
áætluðum tölum.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Eru með eigið tímabelti Á síðasta ári tilkynntu yfirvöld í
Pyongyang að búið væri að taka upp nýtt tímabelti í Norður-Kóreu. Það heitir einfaldlega
Pyongyang-tímabeltið og er 30 mínútum á eftir tímanum í Suður-Kóreu og Japan. Nýja
tímabeltið var tekið í gagnið þann 15. ágúst 2015 til að fagna því að 70 ár voru liðin frá því að
landið hlaut sjálfstæði frá Japan.
Nær ekkert malbik Vegakerfi Norður-Kóreu þykir ekki beint vera til
fyrirmyndar enda er talið að tiltölulega fáir landsmenn hafi aðgang að bifreiðum. Hvað sem því
líður er lengd vegakerfisins 25.554 kílómetrar en þar af eru aðeins 734 kílómetrar malbikaðir.
Malbikuðu vegirnir, eða göturnar, eru að sjálfsögðu flestir í höfuðborginni Pyongyang.
Spilltasta
ríki heims
Yfirvöld í Norður-Kóreu
þykja ekki beint til fyrir-
myndar á mörgum sviðum.
Raunar er Norður-Kórea
spilltasta ríki heims sam-
kvæmt spillingarvísitölu
Transparency International.
Norður-Kóreumenn
deila neðsta sætinu á
listanum ásamt Sómal-
íu. Transparency gefur
öllum þjóðum heimsins
einkunn á skalanum 0–100.
Norður-Kórea og Sómalía fá
einkunnina 8.