Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 19.–22. ágúst 201630 Lífsstíll F élag íslenskra hjúkrunar- fræðinga setti í sumarbyrjun af stað átak til að efla þátt karlmanna í hjúkrun með því meðal annars að fjölga karl- mönnum í hjúkrun undir yfirskrift- inni Karlmenn hjúkra. Hlutfall karl- manna í hjúkrun á Íslandi er um 2 prósent sem er heldur lægra en í ná- grannalöndum okkar. Þar hefur verið unnið markvisst að því að kynna hjúkrun sem áhugaverðan starfsvett- vang fyrir konur, og ekki síður karla, með góðum árangri. Víða á Norðurlöndum hefur verið unnið markvisst að því að fjölga karl- mönnum í hjúkrunarstéttinni og til þess farið í kynningarherferðir, þá einkum og sér í lagi á samfélagssíð- unni Facebook. Þó nokkuð fleiri karl- menn vinna við hjúkrun á hinum Norðurlöndunum. Flestir eru þeir í Svíþjóð eða um 10 prósent. Í Noregi eru þeir 9 prósent, Finnlandi 6,7 pró- sent og í Danmörku um 3,5 prósent. Þrátt fyrir að skortur sé á hjúkr- unarfræðingum um allan heim, hefur hlutfall karlmanna sem fara í hjúkr- un haldist óbreytt. Fjölgun karla í hefðbundnum kvennastörfum hefur þannig ekki haldist í hendur við fjölg- un kvenna í hefðbundnum karlastörf- um. Minna er um það rætt, en ástæð- urnar má meðal annars rekja til launa, staðalímynda kynjanna og skilgreiningar á karlmennsku. Það viðhorf að hjúkrun sé kvennastétt er rótgróið fyrirbæri sem á rætur að rekja til menningarlegra og sögulegra þátta. 50 ár eru síðan fyrstu karlkyns hjúkrunarfræðingarnir útskrifuðust en í dag leggja ellefu karlmenn stund á hjúkrun við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Facebook-síðan fær frábærar undirtektir Einn af liðum átaksins til að fjölga karlmönnum í stéttinni var eins og áður sagði stofnun Facebook-síðu undir nafninu Karlmenn hjúkra. Þar eru að sjálfsögðu karlmenn í faginu í aðalhlutverki en þar verða birt við- töl við karlmenn í hjúkrun í bland við annan fróðleik og áhugavert og skemmtilegt efni sem rekur á fjörur forsvarsmanna síðunnar. Helga Ólafs, ritstjóri tímarits hjúkrunarfræðinga, segir að Facebook-síðan hafi gengið vonum framar og fengið miklar og góðar undirtektir. Nú þegar hefur síð- an fengið 2.000 „læk“. Að mati Helgu var svo sannarlega orðið tímabært að setja kynningu sem þessa í loftið. Nokkrir hefðu nú þegar ákveðið að fara í hjúkrunarnámið eftir viðtöl við karlmenn í hjúkrun á Facebook-síð- unni. Hvað segja karlmenn í stéttinni um starfið, ákvörðunina um að læra hjúkrun og margt annað tengt starf- inu? Róbert Lee Tómasson er 55 ára og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1988 og starfar sem söluráðgjafi lækningatækja hjá Fastus. Hann starf- aði í björgunarsveit á yngri árum en stefndi á að vinna við hjálparstörf erlendis á vegum Rauða krossins. Hjúkrun varð þá fyrir valinu enda góður undirbúningur fyrir hvers kon- ar hjálparstörf. Námið opnar fyrir marga aðra möguleika „Ástæðuna fyrir því að ég ákvað að fara í hjúkrunarnám má sennilega rekja til þess að á þessum árum var ég í björgunarsveit og skyndihjálp var ofarlega í huga mínum. Mig langaði alltaf að fara út í hjálparstarf og mér fannst kjörin leið til þess að komast í hjúkrunarstarf. Ég þóttist vita að þetta nám myndi opna fyrir marga möguleika,“ segir Róbert. Aðspurður hvernig ættingjar og vinir hefðu tekið því að hann ákvað að fara í hjúkrunarnám segir Róbert Lee að þeir hefðu tekið því bara vel. „Allavega var mér ekkert strítt. Þeim fannst þetta bara sniðug hugmynd en í mínum huga er þetta ákvörðun sem ég sé aldrei eftir að hafa tekið, ekki í eina mínútu.“ Varðstu var við einhverja fordóma á þessum tíma? „Ekki beint fordóma vil ég segja. Ég fann þó þegar ég var að vinna uppi á spítala stundum að þetta var skrítið en ekki beint neinir fordómar í gangi. Þegar ég byrjaði í náminu vorum við tveir strákarnir en í kringum 80 stelp- ur. En eins og ég segi þá varð ég aldrei var við fordóma. Ég var þó meðvitað- ur þegar ég fór í þetta nám að tekju- möguleikarnir voru ekki miklir. Heilt yfir er umhverfið í starfinu samt af- skaplega gefandi og heillandi,“ seg- ir Róbert Lee. Róbert Lee lauk námi 1988 og vann á þriðja og fjórða árinu í hlutastarfi með náminu. Strax eftir nám fór hann að vinna á slysadeild og vann þar í rúmlega tvö ár. Síðan bauðst honum annað starf í öðrum geira í heilbrigðisstétt. Hefur karlmönnum fjölgað í nám- inu hin síðustu ár? „Mér sýnist að karlmönnum í hjúkrun sé að fjölga af því að ég er í miklum tengslum við spítalana og maður er alltaf að sjá fleiri stráka. Það má segja að þeim sé að fjölga hægt og rólega. Ég hvet karlmenn til að skoða með opnum huga nám í hjúkrun. Þetta er gott nám og opnar fyrir afar marga möguleika. Það er alls ekki svo að maður sé að skeina rassa það sem eftir er ævinnar. Það er hægt að vinna við svo mörg fjölbreytileg störf tengdri hjúkruninni. Kröfurnar í náminu eru miklar og maður þarf svo sannarlega að hafa fyrir þessu, þetta er langt frá því gefið.“ Laun hjúkrunarfræðinga hafa lengi verið í umræðunni og segir Ró- bert Lee að launin hafi ekki verið góð lengi vel. Hann segir að hægt sé að hafa ágætlega upp úr starfinu með því að taka aukavaktir og komast í stjórn- unarstöður. Grunnlaunin eru aftur á móti, eins og í mörgum ríkisstörfum, alls ekki nógu góð. Tilganginn með átakinu Karlmenn Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. Hjúkrun er líka starf fyrir karla n Karlar hvattir til að læra hjúkrunarfræði n Hlutfall karlmanna í hjúkrun á Karlmenn í hjúkrunarstétt Frá vinstri. Róbert Lee Tómasson, Ingi Þór Ágústsson og Birgir Örn Ólafsson eru sammála um að hjúkrunarstarfið sé heillandi og skemmtilegt. Þeir félagar skora á karlmenn að skoða hjúkrun sem áhugaverðan starfsvettvang. MyNd ÞorMar VigNir guNNarssoN „Það er hugsanlegt að launin hafi fælt karlmenn frá hjúkrunar- fræðinni. Jón Kristján sigurðsson jonk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.