Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 25
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Kynningarblað - Skrifstofan 3 Prentþjónusta fyrir 21. öldina Prentmet P rentmet er eitt framsækn­ asta prentþjónustufyrir­ tæki landsins og býður fyrir­ tækjum upp á nútímalega prentþjónustu og heildar­ lausnir í prentgripum. Má þar nefna nafnspjöld, skrifblokkir, bréfsefni, reikninga, umslög, foldera, möppur, bæklinga, stimpla, bækur og um­ búðir. Prentmet er með höfuðstöðv­ ar að Lynghálsi 1 Reykjavík en er auk þess með útibú á Akranesi og Selfossi. Hjá Prentmeti fer saman prentun á hágæða prentgripum og vönduð, fag­ leg ráðgjöf til viðskiptavina. Hvað er folder? Folder er í senn umbúðir utan um prentverk fyrirtækja og aug­ lýsing. Hann er jafn­ mikilvægur þeim sem nota bæklinga og ann­ að markaðstengt efni og matvælapoki er nauðsyn­ legur matvöruverslunum. Prentmet prentar foldera af öll­ um stærðum og gerðum og sérs­ níður þá að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Folderinn sinnir því hlutverki að skila gögnum milli að­ ila en jafnframt veitir hann upplýs­ ingar um fyrirtækið, vöruúrval og þjónustu, og er því söluhvetjandi auglýsing. Umbúðir Prentmet fullvinnur umbúðir fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrir­ tækja sem dreifa vöru sinni á al­ þjóðamarkaði, s.s. fyrirtæki í sjávarútvegi, matvæla­ og sælgætis­ framleiðslu, lyfjaiðnaði, snyrti­ vöruframleiðslu o.fl. Prentmet uppfyllir ýtrustu kröfur á sviði um­ búðaprentunar og veitir ráðgjöf við vöruþróun, formhönnun, prentun, hráefni og allt annað er varðar um­ búðir. Boðið er upp á stuttan af­ greiðslutíma sem getur þýtt minna lagerhald fyrir viðskiptavini. Beinn markpóstur/fjölpóstur/ vörubæklingar Rannsóknir sýna að beinn mark­ póstur/fjölpóstur/vörubæklingar skila fyrirtækjum og stofnunum miklum árangri og hagnaðarleið­ um. Mikilvægt er að hafa þá smekk­ lega í miklum prentgæðum. Prent­ met býður fyrirtækjum prentun í stafrænni tækni í örfáum eintökum og með offsetprentun upp í mörg þúsund eintök. Stafræna tæknin býður upp á að hægt er að vera með breytilegan texta í prentverkinu. Bæklingar Bæklingar hjá Prentmeti eru fáan­ legir í öllum stærðum og gerðum. Þeir eru algengasta tegundin af kynningar­ efni og eru mjög áhrifaríkir. Mikil­ vægt er að vanda vel til verks því bæklingar undirstrika ímynd fyrir­ tækisins. Með aukinni grósku í ferða­ þjónustu hafa túristabæklingar orðið mikilvægari en þeir fást í stærðun­ um 6 síðna 10 X 21 cm, 4ra síðan A4 og 4ra síðna A5. Bæklingarnir fást einnig í ýmsum formum. Reikningaprentun Öll fyrirtæki senda frá sér reikninga. Reikningar endurspegla ímynd fyrirtækisins og með reikninga­ sendingum er sambandi viðhaldið við virkasta markhópinn, núver­ andi viðskiptavini. Þess vegna er mikilvægt að reikningar séu snyrti­ legir og smekklegir, veki athygli á vörumerkinu og auki þekkingu á vörum og þjónustu fyrirtækisins. Sífellt fleiri fyrirtæki nota tækifær­ ið þegar þau senda út reikninga og senda litla einblöðunga með til­ boðum eða fréttatilkynningar með, til þess að vekja enn frekari athygli á starfseminni. Nafnspjöld Nafnspjöld eru góð leið til þess að tengjast fólki. Prentmet býður upp á nafnspjöld í öllum stærðum og gerðum. Mikilvægt er að vera með falleg nafnspjöld í miklum prentgæðum á vönduðum pappír. Stimplar Prentmet býður upp á gott úrval stimpla í mismunandi stærðum og gerðum, allt frá einföldum texta upp í dagsetningarstimpla. Einnig er hægt að fá blekpúða í mismun­ andi litum, svarta, rauða, bláa og græna, allt eftir þörfum viðskipta­ vina. Bréfsefni Öll fyrirtæki þurfa bréfsefni. Bréfs­ efni er notað í margvíslegum til­ gangi. Mörg fyrirtæki prenta reikninga, bréf, tilboð og jafnvel verðlista sína á bréfsefni fyrirtæk­ isins. Langalgengasta stærð bréfs­ efnis er A4 en þó er eitthvað um A5 bréfsefni og jafnvel aðrar stærðir. Prentmet býður upp á hvers konar aukavinnslu á bréfsefn­ um sem óskað er eftir, t.d. tölu­ setningu, upphleypingu o.fl. Þar að auki er bréfsefni prentað á lög­ giltan skjalapappír og pappír með vatnsmerki, sé þess óskað. Bréfs­ efni frá Prentmeti er prentað á há­ gæða pappír sem lágmarkar ryk og viðhald á prenturum fyrirtækja. Minnisblokkir Þrátt fyrir að 21. öldin sé gengin í garð með tilheyrandi tækninýj­ ungum og tölvunotkun eru hand­ skrifaðir minnispunktar enn í fullu gildi. Stærð og gerð minnisblokka er mjög fjölbreytt, A6, A5 eða jafn­ vel A4. Hjá Prentmeti getur þú fengið prentaðar slíkar blokkir, sér­ sniðnar að þínum þörfum. Þetta geta verið allt frá litlum 25 blaða blokkum upp í stórar 100 blaða blokkir eða jafnvel stærri. Slíkar blokkir má nota sem minnisblokk­ ir starfsmanna, skrifblokkir fyrir viðskiptamenn á ráðstefnum og fundum og jafnvel sérhannaðar til­ boðsblokkir eða önnur eyðublöð, óáprentaðar, línu­ eða rúðustrik­ aðar. Bókaprentun Hjá Prentmeti starfar úrvals fagfólk sem er sérhæft, þjálfað og mennt­ að í bókagerð: hönnun, umbroti og prentun. Bókaprentun er vandmeð­ farið ferli þar sem huga þarf að hag­ kvæmni og fallegu og sölulegu útliti. Prentmet kappkostar að veita bestu þjónustu og leiðsögn í þessum efn­ um sem skilar af sér vönduðum bókum. Meðal bókaverkefna sem hafa verið unnin hjá Prentmeti eru listaverkabækur, ævisögur, fræði­ bækur, skáldsögur, ljóðabækur, dag­ bækur o.fl. Prentmet býður alhliða bókavinnslu í fullkominni fram­ leiðslulínu. Hvort sem það eru kilj­ ur eða harðspjaldabækur, litlar eða stórar bækur, þá er verkið leyst vel af hendi. Einnig eru í boði frum­ lega unnar kápur með ýmiss konar lakkáferð, hlutalökkun, upphleyp­ ingu, þrykkingu, gyllingu og stönsun. Í bókavinnslunni eru framleiddar allar gerðir dagbóka. Dagbækur eru vinsælar hjá fólki á vinnumarkaðn­ um. Framkvæmdabókin er dagbók sem jafnframt virkar sem markvisst tímastjórnunartæki. Hjá Prentmeti eru dagbækurnar sérmerktar fyrir­ tæki eða nöfnum starfsfólks eða við­ skiptavina. Prentmet býður upp á ýmsa möguleika í lökkun á prentgripum, upphleypingu og í folíuþrykkingu. Notast er við vandaðan pappír og lögð áhersla á hágæðaprentun við öll verk. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf Ítarlegar og vel framsettar upplýs­ ingar um starfsemi Prentmets er að finna á heimasíðunni prentmet.is. Símanúmer hjá Prentmeti í Reykja­ vík er 5 600 600, á Akranesi 482 1944 og á Selfossi 431 1127. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.