Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 19.–22. ágúst 201614 Fréttir É g sakna Arons alla daga og mun aldrei geta skilið hvers vegna þetta gerðist en vonandi lærir maður að lifa með þessum mikla missi. Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Arna Rós Hall Arnarsdóttir, systir Arons Andra sem lést af óút- skýrðum orsökum í ágúst í fyrra, aðeins 12 ára að aldri. Hún segir skipta miklu máli að þiggja þá hjálp sem í boði er eftir jafn hrikalegt áfall, og það gerði hún og fjölskylda hennar. Næstkom- andi laugardag hyggst Arna hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Birtu Landssamtökum en þar hefur fjölskyldan fengið ómetanlegan stuðning í sorginni. Arna Rós er 19 ára gömul og er að hefja nám í umhverfis- og bygginga- verkfræði við Háskóla Íslands nú í haust. Hún er elst þriggja systkina en á eftir henni kemur Aron Andri og síð- an Amilía Salka sem verður fjögurra ára í lok ágúst. Aroni Andra var lýst afskaplega fallega í minningargrein- um og greinum sem voru skrifaðar í kjölfar fráfalls hans en Arna lýsir litla bróður sínum sem skemmtilegum og hressum strák með góða sál – og afar brosmildum: „Hann var mjög hreinskilinn og einlægur. Hann var framúrskarandi námsmaður, stóð sig vel í öllu. Hann var afskaplega klár. Áhugamálin hans voru Lego, Minecraft, tölvuleikir, kvik- myndir, sjónvarpsþættir og ýmislegt föndur. Gömul sál í ungum líkama, mjög þroskaður miðað við aldur. Hann var mjög hugmyndaríkur, út- sjónarsamur, listrænn og klár föndrari. Hann var góður í öllu því sem hann tók fyrir sér hendur og hafði áhuga á.“ Vaknaði aldrei aftur Aron Andri hafði að sögn Örnu Rós alltaf verið hraustur og engan grun- aði að hann væri með undirliggjandi mein. „Fyrir utan að hann var greind- ur með flogaveiki ári áður en hafði ekki fengið flogakast frá því um jólin á undan. Fyrir hádegi 10. ágúst 2015 kom- um við fjölskyldan heim úr fjölskyldu- ferð á Flórída þar sem við áttum mjög góðan tíma saman og héldum meðal annars upp á 12 ára afmæli Arons Andra. Þreytt eftir næturflug frá Bandaríkjunum þá ætluðum við öll að leggja okkur í tvo til þrjá tíma og fórum öll að sofa,“ segir Arna Rós þegar hún rifjar upp aðdragandann að því þegar Aron Andri fannst látinn, fyrir rúmu ári. „Pabbi fór að tékka á honum þegar hann vaknaði upp stuttu eftir að við öll sofnuðum og ég vaknaði við mikil öskur, skömmu síðar kom lögregla og svo sjúkrabílar, tilraunum til endurlíf- gunar var haldið áfram alla leið niður á spítalann. Aron vaknaði ekki aftur.“ Ekki er vitað með vissu hvað varð til þess að Aron dó annað en að hjarta hans stoppaði fyrirvaralaust í svefni. Hann var úrskurðaður látinn á spítalanum eftir að tilraunir til endur- lífgunar báru ekki árangur. Hvernig tókust þið á við sorgina og söknuðinn sem fjölskylda? Og hvernig hefur þér gengið að takast á við þenn- an missi? „Við fengum góða aðstoð frá spítalanum, bæði frá sjúkrahússprest- um og áfallateymi spítalans. Það skiptir miklu máli að leita eftir og þiggja allan stuðning sem hægt er að fá eftir svona hrikalegt áfall. Við mun- um alla tíð takast á við sorgina og söknuðinn en við erum að læra að lifa með því. Foreldrar mínir hafa mætt á fundi frá því í vetur bæði hjá Birtu og Nýrri dögun sem eru opnir öllum og þau fóru svo í stuðningshóp vegna barnsmissis í vor á vegum Nýrrar dögunar, stuðningshópurinn hefur reynst þeim ómetanlegur í sorgarferl- inu. Litla systir mín, hún Amilía Salka, var svo lítil þegar þetta gerðist fyr- ir ári en hún var þá að verða þriggja ára. Hún hefur samt líka glímt við sorgina og virtist fljótt skilja endan- leikann. Það varð breyting á henni. Hún saknar Arons, stóra bróður síns, og talar oft um hann.“ Tók á að vakna á morgnana Arna Rós segir það hafa hjálpað sér mikið að hafa daglega rútínu. „Fljót- lega eftir að Aron dó þá byrjaði ég á mínu lokaári til stúdents í Kvennó. Það var erfitt að einbeita sér 100 pró- sent að náminu en ég naut skilnings þar vegna aðstæðna minna m.a. þar sem bróðurmissirinn hafði áhrif á skólasóknina. Ég lagði mikið í námið og útskrifaðist með góðar einkunnir sem stúdent síðasta vor. Það hefur líka hjálpað mikið að halda áfram að stunda hreyfingu hjá Boot Camp en ég æfði líka crossfit á tímabili síðasta vetur. Ég fékk mikinn stuðning frá bæði kennurunum mínum í Kvennó og þjálfurum í Boot Camp. Það tók mikið á að vakna á hverjum morgni, mæta í skólann, mæta á æfingar, fara í vinnuna og svo framvegis. En með tímanum þá fór það að verða auð- veldara. Það að halda þessari grund- vallarrútínu hjálpaði mikið.“ Vill halda minningu Arons á lofti Arna Rós segir samtökin Birtu hafa veitt fjölskyldunni ómetanlegan stuðning í sorginni. „Foreldrar mínir byrjuðu að mæta á mánaðarlega opna fundi hjá Birtu eftir síðustu áramót eftir að við fengum góða heimsókn og kynn- ingu á samtökunum. Á fundunum hafa foreldrar mínir fundið mikinn og ómetan legan stuðning og sam- hljóm meðal annarra foreldra í svip- uðum sporum,“ segir hún og bætir við að hjá samtökum eins og Birtu, Nýrri dögun og fleirum mæti aðstandend- ur í sorg miklum skilning sem fáist ef til vill ekki annars staðar. Sá stuðning- ur sé nauðsynlegur þáttur í sorgarúr- vinnslu syrgjenda. Sem fyrr segir hyggst Arna Rós hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoninu næstkomandi laugar- dag til styrktar Birtu landssamtökum. „Mér finnst mjög gott að geta hjálp- að við að styðja við þessi samtök sem hafa reynst ómetanlegur stuðningur fyrir foreldra mína og foreldra margra annarra barna sem hafa látist skyndi- lega. Ég er fyrst og fremst að hlaupa í minningu Arons Andra fyrir hönd fjöl- skyldunnar og finnst svo góð tilhugs- un að geta haldið nafni Arons á lofti og stutt við góð samtök eins og Birtu um leið,“ segir hún en hægt er heita á Örnu Rós á heimasíðu Hlaupastyrks. „Ég er mjög þakklát fyrir öll áheit sem ég fæ og styrki sem nást svo að Birta geti áfram stutt við bakið á for- eldrum sem missa börn sín skyndi- lega og fjölskyldur þeirra. Stuðn- ingurinn gefur mér mikla hvatningu í hlaupinu til minningar um elsku bróður minn, Aron Andra.“ n Arna Rós hleypur maraþon til styrktar Birtu landssamtökum Styðja við syrgj- andi foreldra og aðstandendur Þann 7. desember 2012, í Grafarvogs- kirkju, voru samtökin Birta stofnuð og stofnfélagar á annað hundrað manns. Birta eru samtök ætluð fyrir foreldra og forráðamenn barna sem hafa látist skyndilega. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Samtökin standa einnig fyrir árlegum hvíldardög- um fyrir foreldra/forráðamenn með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Hér má finna heimasíðu Birtu: birtalandssamtok.is Aron Andri Hall Arnars- son „Mjög hugmyndaríkur, útsjónarsamur og listrænn.“ Mynd www.BRookswAlkeRPHoTo 2011 Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Arna Rós Hall Arnarsdóttir Hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoninu til styrktar Birtu landssamtökum. „Sakna Arons alla daga“ Fjölskyldan á góðri stund „Það skiptir miklu máli að leita eftir og þiggja allan stuðning sem hægt er að fá eftir svona hrikalegt áfall.“ systkini Arna Rós ásamt yngri systkinum sínum, Aroni Andra og Amilíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.