Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 8
Helgarblað 7.–10. október 20168 Fréttir
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21
„Ég hálf
missti
andann“
n Barnaspítalinn lét ekki vita af
þvagfærasýkingu dótturinnar
n Undrandi á verklagsreglum
G
reyið litla prinsessan var
búin að vera rosalega pirruð
og svaf mjög illa en ég hélt
að það væru bara tennurn-
ar eða maginn á henni því
hún er á þessu magalyfi. Á meðan er
hún búin að vera með þvagfærasýk-
ingu í tvær vikur, og enginn hringir
og lætur mig vita,“ segir Elísabet Ósk
Magnúsdóttir en hún kveðst ósátt
við verklagsreglur Barnaspítalans
varðandi það að foreldrum sé ekki
tilkynnt símleiðis þegar óeðlilegar
niðurstöður berast úr rannsóknum,
heldur þurfi þeir sjálfir að bera sig
eftir þeim. Sjálf hafi hún lent í því að
vera ekki tilkynnt um það að fyrra-
bragði að sex mánaða dóttir hennar
væri haldin svæsinni þvagfærasýk-
ingu af völdum E. Coli-bakteríu.
Óbærileg lykt
Í samtali við blaðamann DV segir
Elísabet að dóttir hennar hafi fyrst
verið lögð inn á Barnaspítalann
þann 17. ágúst síðastliðinn vegna
alvarlegrar, einkennalausrar E. Coli-
þvagfærasýkingar. „Hún var þar í
fimm daga og þá var annað nýrað
örlítið stækkað. Hún fór á tvo pensi-
línkúra eftir það.“
Hún kveðst hafa leitað á ný með
dóttur sína á Barnaspítalann þann
13. september síðastliðinn en afar
vond lykt hafi þá verið af þvagi henn-
ar. Segir Elísabet að hana hafi þá
grunað að dóttirin væri komin með
þvagfærasýkingu en læknir hafi tjáð
henni að lyktin væri tilkomin vegna
magalyfsins sem dóttir hennar hafði
tekið inn undanfarnar tvær vikur.
Segir Elísabet hann hafa sannfært
hana um að dóttir hennar væri ekki
haldin sýkingu af þessu tagi.
„Við erum að tala um lykt sem
festist í öllum fötum, dýnunni og
sænginni hennar þegar hún sefur,“
segir hún og bætir við að í kjölfarið
hafi umræddur læknir sent þvag-
sýni úr dóttur hennar í ræktun. Hún
hafi þá verið farin að upplifa sig sem
„móðursjúka“ mömmu.
„Ég fer síðan heim með Júlíu af
spítalanum og daginn eftir enda ég
sjálf á spítala í viku. Ég er rétt núna að
byrja að jafna mig eftir þessi hræði-
legu veikindi sem þessu fylgdu.“
„Ég hálf missti andann“
Elísabet segir ritara taugalæknis
dóttur hennar hafa hringt í hana síð-
astliðinn fimmtudag til að tjá henni
að tími sem dóttir hennar átti hefði
fallið niður. Elísabet segist um leið
hafa spurt ritarann hvort ekki væri
allt í góðu með sýnið sem sent hafði
verið í ræktun fyrr í mánuðinum.
Henni hafi þá verið sagt að svo væri
ekki; dóttirin væri með E. Coli-sýk-
ingu í þvagfærum. Hún segir að sér
hafi brugðið illilega og hún reiðst,
enda hafi dóttir hennar verið afar
kvalin undanfarnar tvær vikur.
Elísabet kveðst furða sig á verk-
lagsreglum Barnaspítalans og þeirri
staðreynd að ekki sé hringt í for-
eldra og þeir upplýstir ef prufur
koma illa út. Þess í stað þurfi þeir
sjálfir að hringja og spyrjast fyrir um
niðurstöðurnar. „Ég er búin að segja
tveimur læknum frá þessu og annar
var afskaplega hissa á að ég væri ekki
látin vita, á meðan hinn sagði: „Já,
var þér ekki sagt að hringja í síma-
tíma?“ segir hún jafnframt.
„Maður hefði haldið að þegar
maður fer í alls konar blóðprufur
og rannsóknir sé yfirleitt látið vita ef
eitthvað er að. En annars er ekkert
hringt í mann.
Ég vil samt taka það fram
að starfsfólkið á Barnaspít-
alanum er alveg yndislegt
í alla staði, alveg frá starfs-
fólkinu í mötuneytinu upp í
sérfræðingana. Það er bara
heilmikið álag á þeim og það
getur endað illa.“
Segir oft erfitt að ná í
foreldra
Í skriflegu svari til DV segir
Ragnar Bjarnason, yfir-
læknir Barnalækninga, Barna- og
Kvennasviði, LSH verklagsreglur
spítalans vera þær að foreldrar fái
ráðleggingar um að hringja í síma
á bráðamóttöku eftir tvo daga til að
fá svör. Að jafnaði sé ekki hringt til
að láta vita af ræktun sem voru eðli-
legar, það er metnar sem ekki sýking.
Segir Ragnar að sá háttur sé hafð-
ur á annars vegar vegna þess að
mjög erfitt geti verið að ná í foreldra í
uppgefnum númerum og hins vegar
þar sem mikilvæg ræktun geti verið
merktar læknum sem séu komnir í
frí eða af öðrum ástæðum geta ekki
brugðist við svari. n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Mæðgur Elísabet Ósk
ásamt dóttur sinni Júlíu.
Barnaspítali Hringsins
Hleðslustöðvar
um allt land
Orkusalan, dótturfélag RARIK,
hefur ákveðið að setja upp
hleðslustöðvar fyrir rafbíla í öll
sveitarfélög landsins. Af þessu
segir í tilkynningu frá fyrirtæk-
inu. Með þessu vill Orkusalan
gera rafbílaeigendum auð-
veldara að ferðast um landið
allt.
Enn sem komið eru fáar
hleðslustöðvar á landsbyggð-
inni. Eftir átak Orkusölunnar
geta eigendur rafbíla ekið á bíl-
um sínum um allt land.
Haft er eftir sölustjóra Orku-
sölunnar að fyrirtækið sé með
þessu að ýta mikilvægum bolta
af stað og sýna samfélagslega
ábyrgð. Stöðvarnar verða um
80 talsins. Sú fyrsta rís í Vest-
mannaeyjum á næstunni.
Líkamsárás
í heimahúsi
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu handtók karlmann á mið-
vikudagskvöld eftir að lögreglu
barst tilkynning um húsbrot og
líkamsárás í heimahúsi í Grafar-
holti. Frá þessu er greint í dag-
bók lögreglunnar. Maðurinn var
færður í fangageymslu en ekki
kemur fram hvort meint brot
mannsins hafi verið alvarlegt.
Síðar þetta sama kvöld var
erlendur ferðamaður handtek-
inn í miðborginni. Þá var hann
búinn að vera ógnandi við gesti
á skemmtistað og einnig hafði
kann kastað glösum á sama
stað. Maðurinn var mjög upp-
stökkur og æstur við lögreglu-
menn, en róaðist þó inni á milli.
Maðurinn fékk að sofa úr sér í
fangageymslu.