Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Page 12
Helgarblað 7.–10. október 201612 Fréttir
S
amfylkingin kynnti í vik
unni eitt fyrsta stóra kosn
ingaloforðið sem fram er
komið vegna komandi þing
kosninga. Stefnumálið ber
yfirskriftina „Forskot á fasteigna
markaði“ sem felur í sér að fyrirfram
greiða vaxtabætur til fimm ára sem
styrk til kaupenda að fyrstu fasteign
og fólks sem ekki hefur átt fasteign í
að minnsta kosti þrjú ár. Þannig geti
fólk í sambúð að hámarki fengið 3
milljónir króna í styrk, einstæðir for
eldrar 2,5 milljónir og einstaklingar
2 milljónir til að nýta til útborgun
ar, sem er mismunur á kaupverði
og hámarksfjárhæð láns. Segir Sam
fylkingin réttilega að fyrir sambýlis
fólk geti milljónirnar þrjár dugað
fyrir útborgun á 20 milljóna króna
íbúð miðað við 85 prósent lán, eða
sem stór hluti útborgunar til kaupa
á dýrari eign.
Þeir sem fastir eru í hlekkjum
óstöðugs og fokdýrs leigumarkaðar
þekkja það að ná ekki að leggja mik
ið til hliðar í hverjum mánuði fyrir
útborgun, nema yfir töluvert langt
tímabil. Þó að ljóst sé aðeins þeir
sem hafa lægri tekjur og eiga litlar
sem engar eignir geti fullnýtt þetta
úrræði Samfylkingarinnar, vegna
innbyggðra skerðinga í vaxtabóta
kerfinu, þá telur framkvæmdastjóri
flokksins að það muni hjálpi mörg
um yfir erfiðasta útborgunarhjall
ann sem mörgum reynist erfiður.
Ekki sé þó raunhæft að líta svo á að
úrræðið eitt og sér muni duga fyrir
allri útborguninni. Skerðingarmörk
in vill Samfylkingin einnig hækka
í framhaldinu, en forskotsleiðina
verði hægt að fara í þegar í stað.
En hvað fæst
fyrir 20 milljónir
á íslenska fast
eignamark
aðnum? DV
ákvað til gam
ans skoða hvers
konar fasteignir
væru í boði fyrir 20 milljónir króna
eða eilítið minna hér á landi. Bæði í
Reykjavík og á landsbyggð
inni.
Betra fyrir lands-
byggðina?
Þar kemur ber
sýnilega í ljós
að í Reykja
vík, þar sem
fasteignaverð
er langtum
hærra en úti
á landi, mun
úrræði Sam
fylkingarinn
ar eitt og sér,
jafn gagnlegt
og það kann að
reynast, hrökkva
skammt. Í höfuð
borginni duga 20
milljónir króna oft
ekki fyrir meiru en
agnarsmáum ósam
þykktum íbúðum. Hins
vegar er fjárhæð styrksins óháð verð
mæti íbúða og ætti því að nýtast bet
ur til kaupa á fasteign í bæjarfélögum
landsbyggðarinnar þar sem íbúðar
verð er mun lægra. Athugun DV
leiddi í ljós að víða á landsbyggðinni
duga 20 milljónir króna til kaupa á
reisulegu einbýlishúsi. Lánastofnan
ir eru hins vegar oft tregar til að lána
hátt hlutfall kaupverðs á þeim svæð
um þar sem íbúðarverð er svo lágt,
þannig að hugsanlega jafnast stað
an eilítið.
25 milljónir og upp úr
Samfylkingin segir raunar í kynn
ingu með aðgerðunum að tveggja
herbergja íbúðir kosti frá 22 millj
ónum króna á höfuðborgarsvæðinu.
DV fann fá dæmi um húsnæði á því
verði í Reykjavík sem henta myndi
sambýlisfólki sem hugsanlega hef
ur hug á að stofna fjölskyldu. Hvað
þá fyrir fólk með börn. Þannig er
hægt að fá ósamþykkta 58 fermetra
kjallaraíbúð á Hverfisgötu fyrir 21,5
milljónir, en bankar lána ekki til
kaupa á ósamþykktum íbúðum. Í
Efstasundi, í 104 Reykjavík, má fá 41
fermetra, tveggja herbergja íbúð á 22
milljónir. Minni íbúðir á hærra verði
á Framnesvegi í 101 Reykjavík og
Kaplaskjólsvegi í Vesturbæ Reykja
víkur. Það er ekki fyrr en verðið er
Hvað þarftu að eiga mikið?
Eins og fram kemur þá þarf að eiga 3 milljónir króna í útborgun fyrir 20 milljóna
króna láni. En líkt og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir þá er ekki gert ráð
fyrir að úrræðið eitt og sér standi undir allri útborguninni. Fólk verður líka að safna,
úrræðið léttir aðeins undir. Þá er mismunandi hversu háar vaxtabætur sambýlisfólk
eða einstaklingar geta leyst út með tilliti til eigna og tekna.
Aðeins í verstu tilfellunum mun fólk geta fullnýtt úrræðið.
En hversu mikið þarftu að eiga fyrir útborgun á
fasteign? Lánastofnanir lána að hámarki allt að 85%
af kaupverði til fyrstu kaupenda, svo alltaf þarf að
brúa hin 15 prósentin með einhverju móti.
25 milljóna króna eign
Þú þarft að eiga: 3.750.000 kr.
30 milljóna króna eign
Þú þarft að eiga: 4.500.000 kr.
35 milljóna króna eign
Þú þarft að eiga: 5.250.000 kr.
40 milljóna króna eign
Þú þarft að eiga: 6.000.000 kr.
Þetta
færð þú fyrir
20 milljónir
n Kjallarahola í Reykjavík en einbýli úti
á landi n Forskoti Samfylkingarinnar
ætlað að hjálpa fólki að kaupa
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
531 Hvammstangi
201 fm. 5 herb. einbýlishús á Ár
bakka
Ásett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 99 þús.
600 Akureyri
75,3 fm. 3ja herb. hæð í Hafnar
stræti
Ásett verð: 19,9 millj.
Fermetraverð: 264 þús.
620 Dalvík
100 fm. 3ja herb. raðhús á BrimnesbrautÁsett verð: 19,9 millj.
Fermetraverð: 199 þús.
815 Þorlákshöfn
99 fm. 3ja herb. hæð á Oddab
raut
Ásett verð: 16,9 millj.
Fermetraverð: 170 þús.
900 Vestmannaeyjar
89,9 fm einbýlishús í Miðstræ
ti
Ásett verð: 19,8 millj.
Fermetraverð: 220 þús.
800 Selfoss
89,2 fm. 3ja herb. íbúð í Háengi Ásett verð: 17,1 millj.
Fermetraverð: 191 þús.
230 Reykjanesbær
110 fm. 4ja herb. Hæð í Hafna
rgötu
Ásett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 181 þús.
101 Reykjavík
30,8 fm/stúdíóíbúð á Njálsgötu Ásett verð: 19,9 millj.
Fermetraverð: 646 þús.
112 Reykjavík
44,2 fm. 2ja herb. íbúð í Hrísri
ma
Ásett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 452 þús.
300 Akranes
130 fm. 4ja herb. hæð á Skóla
braut
Ásett verð: 18,9 millj.
Fermetraverð: 145 þús.
400 Ísafjörður
141 fm. 4ja herb. einbýlishús í Tan
gargötu
Ásett verð: 18,5 millj.
Fermetraverð: 131 þús.
415 Bolungarvík
154 fm. 5 herb. einbýlishús í HafnargötuÁsett verð: 18,5 millj.
Fermetraverð: 120 þús.
450 Patreksfjörður
228 fm. 5 herb. einbýlishús í Aða
lstræti
Ásett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 87 þús.
355 Ólafsvík
206 fm. 6 herb. einbýlishús á Óla
fsbraut
Ásett verð: 19,9 millj.
Fermetraverð: 96 þús.
340 Stykkishólmur
112 fm. 4ja herb. hæð í SilfurgötuÁsett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 178 þús.
„Miðað við fasteigna-
markaðinn í Reykja-
vík í dag er raunhæfara
að fólk sé ekki að fá alla
útborgunina út úr þessu,
heldur fleyti þetta þeim
yfir erfiðasta hjallann.