Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Síða 13
Helgarblað 7.–10. október 2016 Fréttir 13
Þetta
færð þú fyrir
20 milljónir
750 Fáskrúðsfjörður159,9 fm. 6 herb. einbýlishús á Skólavegi Ásett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 125 þús.
730 Reyðarfjörður
130 fm. 4 herb. einbýlishús á Má
nagötu
Ásett verð: 19,8 millj.
Fermetraverð: 152 þús.
690 Vopnafjörður
180 fm. 5 herb. einbýlishús á MiðbrautÁsett verð: 20 millj.
Fermetraverð: 111 þús.
Í
stuttu máli eru vaxtabætur hugsaðar til að auðvelda fólki að eignast
íbúðarhúsnæði og ganga upp í þá upphæð sem fólk greiðir í vexti
af húsnæðislánum. Vaxtabætur eru ekki beinlínis greiddar út held-
ur koma þær í formi skattaafsláttar ríkisins. Vaxtabætur lækka þann
skatt sem greiddur er af launum.
Þeir sem greiða vexti af húsnæðislánum eiga rétt á vaxtabótum.
Ýmis atriði hafa áhrif á hversu háar vaxtabætur hvers og eins eru. Fjöl-
skylduaðstæður, tekjur, skuldir og kostnaður við húsnæðislánið.
Vaxtabætur kunna að skerðast ef eignir að frádregnum skuldum
fara yfir 4 milljónir hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri, eða 6,5 millj-
ónir hjá hjónum eða sambýlisfólki.
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign einhleypings
verður 6,4 milljónir en 10,4 milljónir hjá hjónum eða sambýlisfólki.
Vaxtabætur geta að hámarki orðið 400 þúsund krónur fyrir ein-
hleypa, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri en 600 þúsund fyrir hjón
eða sambúðarfólk. Við þessa hámarkstölur er miðað í kosningaloforði
Samfylkingarinnar.
Hvað
eru vaxta-
bætur?
komið um og yfir 25 milljónir sem
hægt er að finna íbúðir sem skyn-
samlegra væri fyrir sambýlisfólk og
barnafólk að kaupa.
Ótrúlegur munur á fermetraverði
Athugun DV sýndi einnig að það get-
ur munað allt að 152% á fermetra-
verði 20 milljóna króna eignar í mið-
bæ Reykjavíkur og
á landsbyggðinni. Í
Reykjavík færðu litla
30 fermetra stúdíóí-
búð á því verði þar sem
fermetrinn kostar 646
þúsund krónur, en fyrir
sama pening færðu reisu-
legt einbýlishús á Vestfjörðum
þar sem fermetraverðið er allt
niður í 87 þúsund krónur.
Ekki ætlað að dekka allt
Kristján Guy Burgess, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
segir ljóst að úrræðið eigi ekki að
duga fyrir allri útborguninni. Ljóst sé
að fólk sem er að kaupa sér fasteign
þurfi að safna með ýmsum hætti.
„En ef fólk er að safna sér fyrir út-
borgun þá munar talsvert að þurfa
að safna 5–6 milljónum eða 2–3. Fólk
mun þurfa að safna sér eitthvað upp
í útborgun til að eiga fyrir nægilega
stórri eign. Miðað við fasteignamark-
aðinn í Reykjavík í dag er raunhæfara
að fólk sé ekki að fá alla útborgunina
út úr þessu, heldur fleyti þetta þeim
yfir erfiðasta hjallann.“
Kristján bætir við að margir velti
fyrir sér hvað gerist ef fólk uppfylli
skilyrði fyrir úrræðinu fyrsta árið en
hækki síðan í tekjum. „Í þessari leið
er ekki gerð nein krafa um endur-
greiðslu, það væri eitthvað sem
myndi falla á ríkið. Uppfylli fólk skil-
yrðin við fyrsta útreikning getur það
fengið útborgun til 5 ára óháð því
hverjar framtíðartekjurnar verða. Þá
sé lykilatriði að úrræðið sé einnig
fyrir fólk sem ekki hefur átt fasteign
í þrjú ár. Það geti því opnað leið fyrir
fólk sem missti húsnæði sitt í hrun-
inu aftur inn á húsnæðismarkaðinn.
Getur hækkað verð
Eitt áhyggjuefni við úrræðið er að það
getur haft áhrif til hækkunar á mark-
aði. Samfylkingin viðurkennir það
en í kynningarefni leiðarinnar segir
að erfitt sé að segja til um hversu
mikil áhrifin verði þar sem fólk muni
fá fyrirframgreiðslu á réttindum sem
þeim ber á fimm árum. Mikilvægt sé
því að auka framboð á hagstæðum
leiguíbúðum fyrir þá sem ekki geta
keypt þrátt fyrir úrræðið.
„Þetta leysir ekki vanda allra, en á
sama tíma ætlum við að byggja upp
leigumarkaðinn og auka framboð
á leiguíbúðum. Þetta er aðeins eitt
af mörgum úrræðum, en það væri
hægt að fara í það strax.“ n
Upplýsingar um fasteignir og
verð þeirra eru allar fengnar af
Fasteignavef Vísis, miðvikudaginn
5. október. Þarna er því um raun-
verulegar eignir að ræða, en reynt
var að finna eignir á völdum stöð-
um hringinn í kringum landið sem
næst 20 milljónum króna. Reynt
var að forðast eignir sem tekið var
sérstaklega fram að væru í slæmu
ástandi eða þörfnuðust verulegs
viðhalds. Annars var ekki tekin
afstaða til gæða eða ástands
eignanna sem um ræðir. Um er að
ræða valdar eignir og listinn fjarri
því tæmandi.