Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Síða 16
Helgarblað 7.–10. október 201616 Fréttir Erlent
Tekur ruslið með
sér hvert sem er
n Rob Greenfield er ruslið sem hann hendir n Gerir athyglisverða tilraun
U
ndanfarnar tvær vikur hefur
einn maður vakið meiri
athygli en aðrir í banda
rísku stórborginni New
York. Sá heitir Rob Green
field og er annálaður umhverfis
verndarsinni. Hann ákvað á dögun
um að gera athyglisverða tilraun en í
henni felst að hann tekur ruslið, sem
hann annars henti, með sér hvert
sem er.
Hugsa ekki um ruslið
Nú, þegar um hálfur mánuður er
liðinn frá því að tilraunin hófst, er
ruslið orðið nokkuð mikið, eins og
meðfylgjandi myndir bera með sér.
Hann var spurður hvers vegna hann
hafi ákveðið að gera þessa athyglis
verðu tilraun. „Rusl er eitthvað sem
við sjáum ekki – flest okkar henda
því í ruslatunnuna og hugsa ekki
um hvað verður um það,“ segir hann
við vefútgáfu breska blaðsins Daily
Mail, Mail Online.
Gengur um götur í sjö
klukkustundir
Tilraunin á að standa yfir í mánuð og
mun henni ljúka þann 19. október.
Greenfield hagar neyslu sinni eins
og meðalmaður í Bandaríkjunum
sem skilur eftir sig tvö kíló af rusli
á hverjum einasta degi að jafnaði.
Hann borðar skyndibita; pítsur,
hamborgara og kaupir sér kaffibolla.
Í stað þess að henda umbúðun
um í ruslið setur hann þær í gegn
sæja poka sem hengdir eru á hann.
Til að verða ekki úrvinda af þreytu
lætur hann nægja að ganga um
götur New York í sjö klukkustundir
á dag. Í samtali við bandaríska fjöl
miðla segir Rob að í fyrstu hafi hann
ætlað að bera með sér allan úrgang,
líka lífrænan, en þegar óþefurinn
varð óbærilegur hafi hann hætt við
þær áætlanir sínar. Rob áætlar að í
heildina muni hann þurfa að bera
með sér milli 50 og 60 kíló af rusli.
12 þúsund tonn af rusli á dag
Talið er að íbúar New York, sem er
fjölmennasta borg Bandaríkjanna,
skilji eftir sig tólf þúsund tonn af rusli
á hverjum degi. Þá benda rannsókn
ir til þess að 80 prósent allra fram
leiðsluvara í Bandaríkjunum séu not
uð einu sinni áður en þeim er hent.
Og samkvæmt GrowNYC, samtök
um um sjálfbærni í New York, bera
Bandaríkjamenn ábyrgð á 33 pró
sentum alls þess rusls sem til fellur
á jörðinni þótt íbúafjöldinn sé ekki
nema 4,6 prósent af jarðarbúum.
Þarf að synda gegn straumnum
Greenfield segir að neysluhyggja,
síaukin tilhneiging fólks til að kaupa
meira af vörum og þjónustu, sé að
leika jörðina grátt. „Ef maður vill lifa
umhverfismeðvituðu lífi í Banda
ríkjunum þá þarf maður að synda
á móti straumnum,“ segir Green
field sem hefur stýrt eigin sjónvarps
þætti á Discovery Channel, Free
Ride. Í honum fór Greenfield í rúm
lega tveggja mánaða heimsreisu þar
sem hann reyndi að komast af á að
eins 40 Bandaríkjadölum, rúmum
fjögur þúsund krónum, alla ferðina.
Í annarri heimildaþáttaröð var fylgst
með honum í eitt ár þar sem hann bjó
í litlu húsi í San Diego í Kaliforníu þar
sem hann hafði ekki aðgang að raf
magni eða rennandi vatni. Mynda
tökulið hefur fylgst með ævin týrum
Greenfields í New York og verður
gerð heimildamynd um það hvernig
honum gekk.
Greenfield er því ekki alls óþekkt
ur í Bandaríkjunum og segir hann að
margir hafi stöðvað hann úti á götu til
að taka mynd af honum með ruslið.
Greenfield segir að hægt og bít
andi séu Bandaríkjamenn að vakna
til vitundar um mikilvægi þess að
ganga vel um náttúruna. „Fólk hefur
ekkert á móti því að endurvinna rusl
og kaupa vörur sem eru betri fyrir
náttúruna. En þegar kemur að því
að minnka neysluna eru ekki jafn
margir hrifnir af því,“ segir hann. n
Tólf þúsund tonn New York er fjölmennasta borg Bandaríkjanna, en talið er að íbúar
hennar skilji eftir um tólf þúsund tonn af rusli á hverjum degi.
Þung byrði Rob áætlar að í lok tilraunarinnar þurfi hann að bera með sér milli 50 og 60 kíló af rusli.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Fullyrðir að
Hitler hafi
verið fíkill
Adolf Hitler var langt leiddur
eiturlyfjafíkill skömmu áður en
hann svipti sig lífi. Þetta fullyrð
ir þýski verðlaunarithöfundurinn
Norman Ohler í nýrri bók sinni,
Blitzed: Drugs In Nazi Germany,
sem kom út í vikunni. Í bókinni
er meðal annars stuðst við dag
bókarfærslur frá lækni Hitlers,
Theo Morell.
Eins og nafnið gefur til kynna
fjallar bókin um fíkniefnaneyslu í
Þýskalandi á þessum tíma. Fíkni
efni voru útbreidd á þessum tíma
og voru efni eins kókaín, morfín,
heróín og metamfetamín notuð
af fólki í öllum stéttum, allt frá
farandverkamönnum til æðstu
valdamanna.
Í bók sinni segir Ohler að
Hitler hafi ánetjast efni sem kall
ast Eukodol, en áhrif þess eru
sögð líkjast áhrifum heróíns.
Hitler er sagður hafa ánetjast efn
inu eftir að honum var sýnt bana
tilræði árið 1944 þegar sprengju
var komið fyrir í skjalatösku undir
skrifborði hans. Þetta hafði mik
il áhrif á Hitler sem varð mjög
taugaveiklaður og óöruggur í
kjölfarið og til að róa taugarnar
fór hann að nota fíkniefni.
Þessi fíkn Hitlers er sögð hafa
orðið þess valdanandi að hernað
arlegar ákvarðanir hans urðu sí
fellt furðulegri. Ohler segir svo
að vöntun á Eukodol í apríl 1945
hafi orðið til þess að Hitler svipti
sig lífi. „Misnotkunin á metam
fetamíni af þýska hernum sýnir
að helstu óvinir hans voru ekki
Bretar, Frakkar eða Rússar heldur
þreyta. Þýski herinn var að reyna
að vinna stríð gegn svefninum.
Þess vegna notuðu þeir þessi
efni,“ sagði Ohler í sjónvarps
þættinum Today í vikunni.