Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Qupperneq 19
Helgarblað 7.–10. október 2016 Umræða 19
Glæsilegt bókasafn í Denver „Þarna var helgidómur fyrir bækur og bókmenntir og öllum, líka heimilislausum og utangarðsfólki, hjartanlega heimiluð innganga.“
er að geta þess að þangað eru allir
velkomnir og það kostar ekkert að
nota safnið eða fá lánaðar bækur. Í
stórborginni Denver var sömuleiðis
alveg frábært almenningsbókasafn,
í stórbyggingu frá tíunda áratug
liðinnar aldar, og ekkert til sparað
fyrir almenning þeirrar borgar.
Er ég kom þar var molluheitur
síðsumardagur, mælarnir úti á götu
sýndu 95°F, eða svona 35 á Celsi-
us, en inni á safninu var þægileg
loftkæling, og þetta var eins og að
koma inn í vin. Þar eru salir full-
ir af bókum á mörgum hæðum,
deild eftir deild, maður fann strax
að það hefði verið gaman að koma
með lítinn krakka á barnadeildina,
hún iðaði af glaðværð, enda eini
partur stofnunarinnar þar sem
ekki var mælst til þess að fólk færi
hljóðlega – þar var líka stór ung-
lingadeild, en hana var ekki hægt
að skoða því að þar stóð að fólki
væri bannaður aðgangur nema í
fylgd með unglingum. Og svo voru
líka salir undir skáldsögur, ljóð og
fræði, og úti um allt stórir amerísk-
ir hægindastólar, auk skrifborð-
anna að sjálfsögðu. Og þarna var
ekki reynt að fela bækur, eins og
manni skilst að nú sé að komast í
tísku á norrænum söfnum; þarna
var helgidómur fyrir bækur og bók-
menntir og öllum, líka heimilis-
lausum og utangarðsfólki, hjartan-
lega heimiluð innganga.
Drengurinn Dashiell í
San Francisco
Ein alfínasta sagan sem ég kann
um örlög manns og svona amerísks
bókasafns er um rithöfundinn
Dashiell Hammett sem ólst upp í
San Francisco. Hann fæddist árið
1894 og var því 23 ára 1917 þegar
Bandaríkjamenn blönduðust í Fyrri
heimsstyrjöldina, og skráði sig þá
til herþjónustu eins og aðrir ungir
menn. Hann var tekinn inn, en eft-
ir læknisskoðun var hann úrskurð-
aður óhæfur til herþjónustu vegna
heilsubrests; læknarnir álitu reynd-
ar að hann ætti aðeins fá ár ólifuð
vegna berklaveiki. En þar sem hann
hafði verið skráður í herinn var hann
þar með jafnframt orðinn uppgjafa-
hermaður og kominn á eftirlaun eða
lífeyri sem slíkur, rúmlega tvítugur
að aldri. Og næstu árum, sem hann
hefur trúlega haldið að yrðu jafn-
framt sín síðustu, varði hann á al-
menningsbókasafninu í San Fran;
kom þar á morgnana, og lá svo í
bókum fram á kvöld, í björtum og
fögrum salarkynnum safnsins.
En svo fór heilsan batnandi,
hann fór að vinna fyrir sér sem
einkaspæjari og á endanum, þá
kominn yfir þrítugt, að skrifa skáld-
sögur.
Bogart og Möltufálkinn
Langfrægasta bók Hammetts heitir
Möltufálkinn, The Maltese Falcon,
og er frá 1929. Allnokkrum árum
síðar var gerð úr henni frábær kvik-
mynd með Humphrey Bogart í að-
alhlutverki. Þessi bók er almennt
talin hafa brotið blað í glæpa- og
spæjarabókmenntum, og stór-
skáld eins og Raymond Chandler
vísuðu jafnan til hennar sem sinn-
ar stóru fyrirmyndar; þetta er fyrsta
„harðsoðna“ ameríska glæpasagan.
Ég var mjög upptekin af þessari bók
þegar ég var að skrifa mínar fyrstu
skáldsögur og meðal annars far-
inn að pæla í því ameríkaníseraða
söguefni sem síðar varð að Djöfla-
eyjunni og þeim bókum; það sem
hreif mig var stíllinn, samtölin og
þó umfram allt persónusköpunin.
Af einhverjum ástæðum þá
minnti aðalpersóna Möltufálkans,
spæjarinn kýníski og orðheppni,
Samuel Spade, mig á sjálfan Skarp-
héðin Njálsson, og það gekk svo
langt að ég var farinn að sjá fyrir
mér og heyra röddina í Humphrey
Bogart þegar ég las eða hugsaði
um Skarphéðin í Njálu. Og þegar
ég birtist í fyrsta sinn í viðtali við
íslenskt dagblað sem höfundur
skáldsögu (árið 1981), þá var yfir-
skrift viðtalsins: „Bogart hefði átt
að leika Skarphéðin“. Þetta var í
Þjóðviljanum, sem mjög var hallur
undir varðveislu íslensks þjóðernis
á móti framgangi amerískrar lág-
kúru, og þótti mörgum staðhæfing
mín jaðra við guðlast.
„Old norse tales“
Á þessum tíma vissi ég ekkert hvort
Hammett hefði haft nokkur kynni
af norrænum fornsögum, og hefði
líklega þótt það heldur ósennilegt.
Mörgum árum seinna barst í hend-
ur mér nýleg bók, ævisaga Dashiells
Hammett sem breskur sagnfræðing-
ur hafði skrifað eftir ítarlegar rann-
sóknir. Hún var kannski ekkert sér-
lega fjörlega skrifuð, en efnið er hins
vegar stórmerkilegt, og sömuleiðis
rannsóknir höfundar ævisögunnar.
Eitt af því sem hann hafði komist yfir
í sínu grúski var sjálft bókasafnskort
Hammetts frá árunum þegar hann
hékk sem ungur maður á almenn-
ingssafninu í San Fran, en af því
mátti sjá hvað hann hefði verið að
lesa og þá hverjir væru hugsan legir
áhrifavaldar á hinn unga væntan-
lega rithöfund.
Breski höfundurinn segir að
vísu að það sé kannski ekki óvænt
hvað ungur námfús og bókmennta-
sinnaður Bandaríkjamaðurinn
hafi verið að lesa á þessum tíma;
það voru enskar skáldsögur eft-
ir Dickens og þá, og svo amerísk
klassík frá 19. öld eins og eftir
Melville og Mark Twain. En hann
bætir því síðan við að sömuleiðis
hafi hinn ungi Hammett greinilega
verið að detta í undarlega hluti;
hann hafi margoft fengið lánaðar
einhverjar „old norse tales“ þar á
safninu. Svo eru ekki frekari álykt-
anir dregnar af því, enda kannski
breski sagnfræðingurinn lítt hand-
genginn Íslendingasögum, en ég
þóttist nú skilja hvaðan skyldleik-
inn við Skarphéðin Njálsson væri
kominn. n
Klassísk kvikmynd Humphrey Bogart, Peter Lorre, Mary Astor og Sydney Greenstreet voru öll frábær í Möltufálkanum frá árinu 1942.
„Ég var mjög
upptekinn
af þessari bók
þegar ég var
að skrifa mínar
fyrstu skáldsögur
og meðal annars
farinn að pæla í
því ameríkanís-
eraða söguefni
sem síðar varð að
Djöflaeyjunni.
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
AUGNVÍTAMÍN
Augnheilbrigði
Við aldursbundinni
augnbotnahrörnun