Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Page 20
Helgarblað 7.–10. október 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Svört skýrsla
Það styttist í að Ríkisendur
skoðun birti niðurstöður viða
mikillar úttektar á eignasölu
Landsbankans á árunum 2010 til
2016 og ætti hún að líta dagsins
ljós í opinberri skýrslu til Alþingis
fljótlega eftir þingkosningar í lok
þessa mánaðar. Stofnunin ákvað
að ráðast í þá skoðun í kjölfar
umdeildrar sölu bankans á 31%
hlut í greiðslukortafyrirtækinu
Borgun í árslok 2014 en hluturinn
var ekki auglýstur til sölu.
Drög að skýrslu Ríkisendur
skoðunar liggja nú þegar fyrir
og sagt er að niðurstaða hennar
kunni að reynast Steinþóri Páls-
syni, bankastjóra Landsbank
ans, afar þungbær. Auk sölunn
ar á hlut bankans í Borgun tók
Ríkisendurskoðun meðal annars
einnig til skoðunar sölu bank
ans á eignaumsýslufélaginu
Vestia árið 2010 og 40% hlut í
Promens ári síðar en í báðum
tilfellum voru eignirnar ekki
auglýstar. Steinþór hefur verið
undir þrýstingi frá Bankasýsl
unni vegna Borgunarmálsins
en í yfirlýsingu frá fimm banka
ráðsmönnum bankans fyrr á
árinu kom meðal annars fram
að bankaráðið hefði fengið þau
skilaboð að það „eina sem dygði“
væri að segja Steinþóri upp.
Þ
að er varasamt að taka of mik
ið mark á skoðanakönnunum
um fylgi flokka því ljóst er að
fylgið er á stöðugri hreyfingu.
Það virðist þó blessunarlega lítil
fylgishreyfing til Íslensku þjóðfylk
ingarinnar sem er með 2–3 prósenta
fylgi samkvæmt skoðanakönnunum
og ekki á uppleið. Ekkert bendir til
þess að fylgisaukning verði á skömm
um tíma svo mikil að flokkurinn nái
mönnum á þing. Það eru góð tíðindi.
Það eru líka góð tíðindi að talsmenn
og forsvarsmenn flokkanna sem eiga
sæti á Alþingi, auk Viðreisnar, hafna
öllu samstarfi við Þjóðfylkinguna.
Um það voru þeir afdráttarlausir í ný
legri úttekt DV. Formaður Sjálfstæð
isflokksins, Bjarni Benediktsson, var
einna varfærnastur þeirra leiðtoga
sem talað var við en talaði skýrt þegar
hann sagði: „Mér finnst að á sum
um sviðum séu þeir með algjörlega
óásættanlega nálgun.“ Allir vita hvað
hann á við. Hin megna og stjórnlausa
andúð Íslensku þjóðfylkingarinnar á
múslimum hefur ekki farið leynt.
Fylgismönnum Íslensku þjóð
fylkingarinnar er meinilla við að
múslimar fái að iðka trú sína og vilja
banna byggingu moska. Af þessu
verður ekki annað ætlað en að trú
frelsi sé ekki í hávegum haft meðal
flokksmanna. Flokkurinn vill mjög
herta innflytjendalöggjöf og hefur
gríðarlegar áhyggjur af því að verið sé
að opna landið fyrir flóttamönnum
og þá sérstaklega múslimum. Á sama
tíma styður flokkurinn kristin gildi og
viðhorf – sem er stórmerkilegt. Spyrja
má: Hvernig er hægt að styðja kristin
gildi og viðhorf ef ekkert pláss er fyrir
náungakærleik? Er það ekki einmitt
í kristilegum kærleiksanda að veita
fólki í neyð aðstoð og skjól?
Hvað hefði Kristur sagt?
Fram að þessu hefur Ís
lenska þjóðfylkingin að
mestu talað fyrir daufum
eyrum. Það gæti breyst í ná
inni framtíð. Það er að minnsta
kosti skoðun Eiríks Berg
manns Einarssonar stjórn
málafræðiprófessors, sem seg
ir að það kæmi sér ekki á óvart ef
flokkurinn næði mönnum á þing.
Hann tekur þó fram að ein af megin
forsendum þess að flokkar eins og
Þjóðfylkingin nái flugi sé að þeir
hafi leiðtoga með persónutöfra og
útgeislun. Íslenska þjóðfylkingin á
engan slíkan leiðtoga og mun örugg
lega ekki finna hann á þeim fáu vik
um sem eru til kosninga. En hún mun
halda áfram að leita og kannski finna.
Íslenska þjóðfylkingin mun
sprikla og stunda sinn hatursáróður,
hver sem úrslit kosninga verða. Þá er
mikilvægt að talsmenn og forsvars
menn annarra flokka gefi hvergi eftir
heldur standi fastir á því prinsippi að
eiga ekki samstarf við
flokk sem
kennir sig við útlendingaandúð og
virðist fjarska stoltur af því. n
Hvað hefði Kristur sagt?
Þetta er
helber lygi
Valdimar Lúðvík Gíslason ákærður fyrir að rífa hús í Bolungarvík. – DV
Ég er búinn að vera með
krónískan magaverk í tvær vikur
Atli Fannar Bjarkason verður með innslög í þættinum Vikan með Gísla Marteini í vetur. – DV
Hvernig á ungt fólk að
bjarga sér?
Spyr Helgi Vilhjálmsson um stöðuna á húsnæðismarkaði. – Útvarp Saga.
„ Íslenska þjóðfylk
ingin mun sprikla
og stunda sinn haturs
áróður, hver sem úrslit
kosninga verða.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Stofnstyrkur vegna fyrstu íbúðar
E
rfiðasti hjallinn fyrir ungt fólk
sem ætlar að kaupa sína fyrstu
íbúð er að kljúfa útborgun
ina. Þetta er ástæðan fyrir því
að margt ungt fólk læsist inni
á fokdýrum og ótryggum leigumark
aði. Það neyðist til að greiða leigu,
sem oft er miklu hærri en mánaðar
leg afborgun af húsnæðis láni og nær
aldrei að safna fyrir útborgun vegna
fyrstu fasteignar. Þetta er einn erfið
asti vandinn sem ungir Íslendingar
glíma við. Minn flokkur, Samfylk
ingin, hefur nú lagt fram einfalda
og ódýra leið sem gef
ur ungu fólki forskot á
fasteignamarkaði.
Forskot á fyrstu
kaup
Í dag eiga allir kost á
vaxtabótum uppfylli
þeir ákveðin skilyrði.
Vaxtabæturnar geta að
hámarki orðið 600 þús
und fyrir hjón eða fólk
í sambúð, 500 þúsund
fyrir einstætt foreldri,
og 400 þúsund fyrir
einstakling. Tillaga
Samfylkingarinnar
felst í því að gefa fólki
kost á því að fá vaxta
bætur fyrstu fimm ár
anna greiddar út fyrir
fram. Þessi leið felur
í sér að ungt par, eða
hjón, fengju stofnstyrk sem nemur
þremur milljónum. Einstætt foreldri
fengi 2,5 milljónir og einstaklingur
tvær milljónir.
Snjöll og einföld leið
Leiðin er einföld: Menn leggja fram
þinglýstan kaupsamning, og vottorð
frá sýslumanni um að þeir eigi ekki
íbúð. Styrkurinn er í kjölfarið greidd
ur upp í útborgun vegna fasteignar
innar Þessi snjalla leið njörvar engan
niður. Par getur valið hvort það vill fá
vaxtabæturnar greiddar út fyrirfram í
formi þriggja milljóna kr. stofnstyrks
eða fara hefðbundna leið inn í vaxta
bótakerfið. Sama gildir um einstak
linga og einstæða foreldra. Þeir sem
velja sér stofnstyrkinn fá ekki vaxta
bætur á þeim tíma. Styrkurinn set
ur heldur engar skorður um stærð
fyrstu kaupa, svo fremi hún sé innan
greiðslumats viðkomandi lánastofn
unar.
Frelsi til að velja
Helsta gagnrýnin á leið okkar jafn
aðarmanna er að hún sé líkleg til
að heppnast of vel! – Hún kunni því
að hafa áhrif á fasteignaverð. Það er
hugsanlegt að einhver áhrif verði.
Stofnstyrkurinn er hins vegar fyrir
framgreiðsla á vaxtabótum, sem ella
yrðu greiddar út með jöfnum hætti.
Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ,
telur ekki ástæðu til að ætla að sam
band sé á milli hækkunar vaxtabóta
og hækkunar á húsnæðisverði. Jafn
vel þó að leiðin heppnist það vel
að hún hafi til skamms tíma áhrif
á markaðinn er ljóst að hún felur í
sér fljótvirka og einfalda aðferð til
að vinna bug á einum helsta bráða
vanda húsnæðismarkaðarins í dag.
Fólk þarf að hafa frelsi til að velja.
Það á að geta valið hvort það kaupir
eigin húsnæði eða leigir. Þess vegna
er það líka hluti af húsnæðistillög
um jafnaðarmanna að 4.000 leigu
íbúðir verði byggðar á næstu fjórum
árum auk 1.000 námsmannaíbúða.
Sú leið sem hér er kynnt mætir hins
vegar þörf ungs fólks og nýliða á fast
eignamarkaði sem sér meira öryggi í
því að eignast þak yfir höfuð. Hún er
hröð og einföld – og hún jafnar leik
inn. n
„Fólk þarf að hafa
frelsi til að velja.
Össur Skarphéðinsson
Alþingismaður
Aðsent