Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 36
Helgarblað 7.–10. október 201632 Lífsstíll
ljúffengur morgunmatur
alla daga
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin
Sum matvæli eru betri en önnur þegar kemur að því að aðstoða ónæmiskerfið okkar
N
ú þegar skólarnir eru byrj-
aðir og sumarleyfin á enda
fara hinar árstíðabundnu
pestir að láta á sér kræla.
Engin ein leið er örugg til
að koma í veg fyrir að smitast af slík-
um pestum þótt handþvottur og
almennt hreinlæti geti fleytt fólki
langt. En er eitthvað annað sem við
getum gert til að auka líkurnar á
því að veikjast ekki? Fjölmörg mat-
væli eru talin búa yfir þeim eigin-
leikum að geta hjálpað ónæmiskerfi
okkar að berjast gegn sýkingum af
ýmsu tagi. Tímaritið Men‘s Health
tók saman lista yfir nokkur þessara
matvæla, til dæmis sætar kartöflur,
sveppi og te. n
Jógúrt
Allt í kringum okkur
eru bakteríur sem
hafa sína góðu og
slæmu eiginleika. Kosturinn við þær góðu
er að þær hjálpa okkur að verjast hinum
slæmu. Góðar, eða velviljaðar, bakteríur
eru alla jafna kallaðar probiotics og þær
er meðal annars að finna í jógúrt. Þessir
gerlar hjálpa líkamanum meðal annars
að vinna gegn slæmum gerlum og halda
meltingunni okkar í góðu jafnvægi. Þetta
er ekki þeirra eini eiginleiki því gerlarnir
eru einnig sagðir góðir fyrir ónæmiskerfið.
Í Svíþjóð var gerð rannsókn hvað þetta
varðar. Fylgst var með 181 starfsmanni í
ónefndu fyrirtæki í 80 daga. Þeir starfs-
menn sem neyttu velviljaðra gerla tóku
33 prósent færri veikindadaga en þeir
sem fengu lyfleysu. Þessa góðu gerla má
bæði nálgast í jógúrt og í töfluformi.
Hafrar og bygg
Bygg og hafrar eru
korn sem innihalda
beta-glucan, sérs-
taka tegund trefja
sem sagðir eru hafa
örverueyðandi áhrif.
Þá er beta-glucan
talið hafa einstaka
andoxandi eigin-
leika. Samkvæmt
umfjöllun Men‘s Health efla hafrar og
bygg ónæmiskerfi manna auk þess sem
þessar fæðutegundir eru taldar ýta
undir jákvæða verkun sýklalyfja.
Hvítlaukur
Sumir forðast það eins og heitan eldinn
að borða hvítlauk. Sannleikurinn er samt
sá að hvítlaukurinn hefur ýmis jákvæð
áhrif á mannslíkamann. Hvítlaukur inni-
heldur efnið allicin sem talið er gagnlegt í
baráttunni gegn sýkingum og bakteríum.
Samkvæmt breskri rannsókn, sem Men‘s
Health vísar til, eru þeir sem taka
hvítlauksþykkni síður líklegri til að fá
kvef en aðrir. Gerð var rannsókn á 146
einstaklingum sem ýmist tóku lyfleysu
eða hvítlauksþykkni í tólf vikur. Þeim
sem tóku lyfleysuna var mun hættara
við að fá kvef en hinum.
Te
Þeir sem drekka te reglulega
eru síður líklegri til að verða
veikir en þeir sem drekka það
sjaldan eða aldrei. Men‘s
Health vísar í rannsókn sem
gerð var við Harvard-háskóla.
Samkvæmt niðurstöðum hennar voru
þeir sem drukku fimm tebolla af svörtu
tei í tvær vikur með 10 sinnum meira
magn af amínósýrunni L-theanine í
líkamanum. L-theanine er talin gagnast í
baráttunni gegn veirusýkingum og þá er
þessi tiltekna amínósýra talin auka virkni
taugaboðans sem vinnur gegn kvíða. Það
er ekki bara í svörtu tei sem hún finnst því
hún er einnig í grænu tei – skiptir þá engu
hvort teið inniheldur koffín eður ei.
Sætar kartöflur
Sæta kartaflan hefur verið hálfgerð
tískuvara á undanförnum árum og hefur
hróður hennar aukist ár frá ári. Sætar kar-
töflur eru ekki bara bragðgóðar heldur eru
þær einnig holl fæðutegund sem getur
gagnast á ýmsa vegu. Sætar kartöflur
innihalda talsvert magn A-vítamína og
þar af leiðandi eru þær sagðar góðar fyrir
húðina þar sem A-vítamín vinnur meðal
annars gegn húðþurrki. Húðin er vissulega
mikilvægur hluti ónæmiskerfisins og það
getur skipt sköpum að hafa heilbrigða og
góða húð. A-vítamín er einnig talið hamla
vexti óæskilegra baktería. A-vítamín, eða
beta-karótín, sem líkaminn umbreytir í
A-vítamín, er einna helst að finna í gulu og
dökkgrænu grænmeti.
Sveppir
Matsveppir hafa í aldanna rás verið
notaðir til að styrkja ónæmiskerfi manna.
Forfeður okkar höfðu rétt fyrir sér hvað
varðar heilsubætandi áhrif matsveppa
því samkvæmt rannsóknum eru þeir taldir
hafa góð áhrif á hvítu blóðkornin í líkama
okkar. Hvítu blóðkornin hafa því hlutverki
að gegna að berjast gegn óæskilegum
bakteríum í líkama okkar. Shiitake-sveppir,
maitake-sveppir og reishi-sveppir eru sagð-
ir innihalda mest af þessum góðu efnum.
Kvef Það er
ýmislegt hægt að
gera til að minnka
líkur þess að fá
kvef eða flensu.
Þótt engin ein leið
sé örugg eru mörg
matvæli talin
gagnast ónæm-
iskerfi okkar.
Mynd heidah
@birtingur.is
6 matvæli
sem hjálpa
þér að berjast
gegn pestunum