Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 38
Helgarblað 7.–10. október 201634 Menning Eyrún hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Lygar úr uppeldinu voru innblásturinn að verðlaunabókinni E yrún Ósk Jónsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, en verðlaunin voru veitt í Höfða á fimmtudag. 52 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni bárust dómnefndinni sem áleit handrit Eyrúnar það besta í ár. Dómnefndin, sem var skipuð þeim Úlfhildi Dags- dóttur, Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur og Bjarna Bjarnasyni, sagði ljóð Eyrún- ar tala með ferskum hætti inn í hversdagsleika okkar Íslendinga og opna augu okkar með ljóðrænum, hugvit- samlegum og frum- legum hætti fyrir mörkunum milli einkalífs og opinbers lífs. „Ég fékk hugmyndina að bókinni í byrjun febrúar. Það kom þannig til að sonur minn er fjögurra ára og undanfarið hef ég stundum staðið mig að því að ætla að fara að tyggja upp einhverja lygi, sem ég heyrði þegar ég var að alast upp, og nota í uppeldi hans. Og svo hristir mað- ur höfuðið og nær að stoppa sig,“ segir Eyrún í samtali við DV. „Þetta fékk mig til að rifja upp alls konar lygi sem ég heyrði sem barn og trúði; Ef þú veltir þér niður brekku færðu garna- flækju, ef þú lýgur verður tungan í þér svört, ef þú horfir of lengi á sjónvarp færðu ferhyrnd augu, ef þú gleypir tyggjó verður það í sjö ár fast í maganum og svo framvegis. Og svo hugsar mað- ur ekkert meira um þetta fyrr en allt í einu að það eru liðin 30 ár og maður fer að rifja upp alls konar hluti sem maður trúði sem krakki, bæði það sem einhver sagði við mann og líka eitthvað sem maður skáldaði sjálf- ur. Og svo skilur maður allt í einu 30 árum seinna að viðhorf manns voru byggð á lygi, misskilningi eða voru jafnvel örgustu fordómar og rasismi,“ bætir hún við. „Ljóðin eru því mjög persónuleg. Þau byggja á minningum frá því að ég var krakki og unglingur, og á leikj- um sem við lékum og atburðum sem áttu sér stað en ljóðin eru auðvitað stórlega ýkt.“ Eyrún, sem á að baki feril sem rit- höfundur, leikari og leikstjóri, hlýtur 700 þúsund króna peningaverðlaun, en auk þess verður bókin gefin út af Bjarti nú í haust og eru fyrstu eintök- in þegar komin úr prentun. n ritstjorn@dv.is Dimmalimm Ef þú veltir þér niður Stórahól á laugardegi eða steypir þér kollhnís færðu garnaflækju og grasgrænu í buxurnar. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Dimmalimm og maturinn er til. Ef hún þarf að kalla aftur á þig færðu að finna fyrir því. Mynd Sigtryggur Ari Metsölulisti Eymundsson 4.– 10. september 2016 Allar bækur 1 Bókin um Baltimore fjölskylduna Joël Dicker 2 Sykurpúðar í morgunverð Dorothy Koomson 3 Hjónin við hliðina Shari Lapena 4 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir/Linda Ólafsdóttir 5 VögguvísaCarin Gerhardsen 6 Lifðu til fullsJúlía Magnúsdóttir 7 Dalalíf III Tæpar leiðir Guðrún frá Lundi 8 Fórnarlamb án andlits Stefan Ahnhem 9 NormaSofi Oksanen 10 Skúli Skelfir - Draugar Francesca Simon Barnabækur 1 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir/Linda Ólafsdóttir 2 Skúli Skelfir - Draugar Francesca Simon 3 Afi sterki og skessuskammirnar Jenný Kolsöe 4 Sagan af bláa hnettinum Andri Snær Magnason 5 Sigurfljóð hjálpar öllum Sigrún Eldjárn 6 Sólbjört Valentína um freyðibað og dansandi hjólaskauta Irmgard Kramer 7 Ástríkur í Piktalandi Ferry og Conrad 8 Viggó 3 - Braukað og bramlað André Franquin 9 Hekla skilur hundamál Hulda Jóns Tölgyes/Allie Doersch 10 Skúli Skelfir og bölvun mannætunnar Francesca Simon Helsta ráðgáta samtímabókmenntanna ráðin n Rómverski þýðandinn Anita Raja sögð vera á bak við nafnið Elena Ferrante n Umdeild rannsóknarblaðamennska kom upp um hulduhöfundinn vinsæla B ókmenntaheimurinn hefur logað í deilum undanfarna viku eftir að ítalski blaða- maðurinn Claudio Gatti birti grein á vefsíðu New York Review of Books og nokkurra annarra miðla á sunnudag þar sem hann hélt því fram að hann hefði flett ofan af metsöluhöfundinum og huldukonunni Elenu Ferrante. Í greininni skoðar hann í hvaða vasa ofurhagnaður útgefanda Ferrante hefur lent og kemst að því að það hljóti að vera hinn 63 ára gamli þýðandi Anita Raja sem sé á bak við nafnið. Útgefandinn, auk fjölmargra aðdáenda og menn- ingarvita, hefur hins vegar fordæmt uppljóstrunina og álítur að höfund- urinn hafi átt rétt á því að lifa óþekkt- ur í skjóli frá sviðsljósi fjölmiðla. Metsöluhöfundur undir dulnefni Rithöfundurinn Elena Ferrante kom fyrst fyrir sjónir ítalsks almennings árið 1992 þegar skáldsagan, Trufl- andi ást (ít. L‘amore molesto), kom út hjá rómversku bókaútgáfunni Ed- izione e/o. Bókin var svo gerð að vin- sælli kvikmynd árið 2000. Frá 2002 hafa svo komið út átta bækur eftir Ferrante og hafa þær notið síaukinna vinsælda á Ítalíu og víðar. Það hefur þó fyrst og fremst verið eftir að Napólísögurnar svokölluðu byrjuðu að koma út sem Ferrante hefur orðið stórstjarna í alþjóðlega bókmenntaheiminum. Í þessum fjórum bókum segir frá stormasömu og tilfinningaríku samband vin- kvennanna Elenu Greco og Lilu Cerullo, frá æskuárum þeirra í verka- mannahverfi í Napólí á sjötta ára- tugnum og allt fram yfir miðjan aldur. Napólísögurnar komu út á Ítal- íu á árunum 2011 til 2014 og hafa í kjölfarið verið þýddar á um fjörtíu tungumál og selst í milljónum ein- taka. Fyrstu þrjár bækurnar hafa komið út í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur, en sú þriðja, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi, kom út á haustdögum hjá Bjarti. Peningaslóðinni fylgt Ferrante hefur sagt að nafnleysið og leyndin skipti miklu máli fyrir skriftirnar. Í upphafi hafi hún gefið út undir dulnefni til að forðast fárið sem fylgir útgáfu, en síðar hafi hún farið að fyrirlíta hvernig fjölmiðlar nálguðust og fjölluðu um höfunda frekar en bækurnar sjálfar. Hún seg- ir að með dulnefninu hafi verkin sjálf orðið miðlæg frekar en hennar eigið orðspor. Þá hefur hún lagt áherslu á að með því að halda persónu hennar fjarverandi hafi opnast skap- andi rými fyrir hana og hún þurfi á slíku „algjöru frelsi“ frá félagslegri pressu og skyldu að halda til að geta skrifað einlæglega og óheflað. Hún hefur jafnvel sagt að ef raunveruleg persóna hennar yrði dregin fram í dagsljósið myndi hún hætta alfarið að senda frá sér bækur. Þrátt fyrir að hafa oft svarað spurningum blaðamanna í gegnum tíðina hefur hulduhöfundurinn lítið gefið upp um eigið líf og persónu. Það hefur því orðið vinsæll sam- kvæmisleikur á Ítalíu og víðar að reyna að giska á hver standi raun- verulega á bak við dulnefnið. Margir þekktir ítalskir höfundar, karlar jafnt sem konur, hafa því verið nefndir til sögunnar meðal annars Anita Raja – en þó enn oftar eiginmaður hennar, rithöfundurinn Domenico Starnone. Hingað til hafa kenningar um höfundinn fyrst og fremst byggt á „Ferrante hefur sagt að möguleikinn á að halda persónu sinni fjarverandi hafi opnað skapandi rými fyrir hana og hún þurfi á slíku „algjöru frelsi“ frá félagslegri pressu og skyldu að halda til að geta skrifað einlæglega og óheflað. Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.