Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 41
Einstakur
veitingastaður
á Selfossi
F
yrsti „Dine in the Dark“-veitinga-
staðurinn á Íslandi, Blind Raven, var
opnaður í Vatnsholti, um fimmtán kíló-
metra austan við Selfoss, laugardaginn
25. september við frábærar viðtökur gesta.
Hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét
Ormsdóttir hafa rekið þar sveitagistiheimilið
Hótel Vatnsholt síðan 2010 og í dag eru 40
gistiherbergi í boði og veitingasalir sem taka
allt að þrjú hundruð manns.
„Íslendingar eru bæði nýjungagjarnir
og miklir frumkvöðlar. Ég held að það hafi
ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær
svona staður yrði opnaður á Íslandi,“ segir
Jóhann, en þau hjónin opnuðu Blind Raven
í síðustu viku. Staðurinn er hannaður að er-
lendum „Dine in the Dark“-fyrirmyndum, eða
eins og við myndum segja á íslensku, Matast í
myrkri. Gestir fá matinn og borða í algerlega
myrkvuðu herbergi. Þeir einu sem sjá nokkuð
þessa kvöldstund eru þjónarnir sem eru með
nætursjónauka á höfðinu, öryggisins vegna.
„Það er í raun alveg ótrúleg upplifun að loka
fyrir þetta skilningarvit, sjónina, og finna
hversu háður maður er henni,“ sagði einn
gestanna síðastliðinn laugardag.
Gestir velja óvissuferðir á milli fjögurra
mismunandi matseðla sem merktir eru með
fjórum litum. Rauður seðill: dýr með heitt
blóð. Blár: óvissuferð úr hafinu. Grænn: allt
úr garðinum. Og hvítur seðill: alger óvissa
undir dyggri stjórn kokksins. Þannig kemur
staðurinn til móts við til dæmis grænmetisæt-
ur, vegan og þá sem vilja eingöngu fisk eða
kjöt. Yfirkokkurinn Úlfar Finnbjörnsson sér
svo um að framreiða réttina handa „blindu“
gestunum og er maturinn að sjálfsögðu fyrsta
flokks. Aðspurður hvort fagurfræðileg fram-
setning skipti jafnmiklu máli, þegar gestirnir
sjá ekki handa sinna skil, svarar Úlfar: „Það er
ekki gefin tomma í afslátt með það og mikill
metnaður lagður í að láta diskana líta alveg
eins út og á spjaldinu sem gestirnir fá að sjá að
máltíð lokinni.“
Stemningin sem myndast í salnum er
ólík öllu öðru. Andrúmsloftið er rafmagnað
af spennu, gleði og eftirvæntingu. Það
verður hver og einn að takast á við sjálfan
sig og þær tilfinningar sem vakna við það
að missa sjónina, og reynir þá meira á hin
skilningarvitin eins og heyrn og lyktarskyn.
„Það er líka alveg magnað að borða fyrsta
flokks mat og meðlæti
með mismunandi
bragði án þess að sjá,
eða vita hvað það er,“
segir Jóhann. Feimnin
hverfur og það losnar
um hömlur hjá fólkinu
í salnum sem ræðir
betur saman en ella.
„Auk þess er skrítið
að sjá ekki andlitin á
fólki og svipbrigði þess sem maður talar við.
Menn missa grímuna og allir verða jafnir.
Það verður líka allt svo fyndið í myrkrinu,“
segir einn gestanna. Í raun má segja að Blind
Raven sé tilvalinn áfangastaður fyrir hvers
kyns hópefli og óvissuferðir. Að auki má
segja að þetta sé fullkomin staðsetning fyrir
blint stefnumót, en hugmyndina að veitinga-
staðnum hefur Jóhann borið í maganum frá
því hann horfði á rómantíska gamanmynd,
þar sem eitt atriðið var um blint stefnumót
á „Dine in the Dark“-veitingastað. Jóhann
segist ekki hafa persónulega reynslu í
blindum stefnumótum en að hans mati sé
útlit ofmetið og innræti vanmetið.
Margt þarf að hugsa út í þegar kemur að
vali á réttum fyrir stað eins og þennan. Það
er mikilvægt að auðvelt sé að borða matinn
með guðsgöfflum (fyrir þá sem treysta sér
ekki í hnífapörin) og þá er ekki gott að hafa
stóra bita með beinum, eða mikla sósu á
disknum. Einnig er mikilvægt að maturinn og
meðlætið sé bragðgott og kallist á við óvenju
næma bragðlaukana. „Margt bragðast
öðruvísi í myrkrinu og sumir þekkja
ekki lengur muninn á hvítvíni eða
rauðvíni,“ segir Jóhann. „Við
hjónin fórum eitt sinn á „Dine
in the Dark“-veitingastað í
London. Okkur var vísað
til sætis inni í algerlega
myrkvuðu herbergi.
Smám saman varð okkur
ljóst að við vorum ekki
ein við borðið. Þegar leið á
máltíðina og kvöldið höfðum við
myndað gott samband við sessunauta
okkar og spjölluðum við þá um daginn og
veginn. Við völdum að treysta algerlega á
kokkinn varðandi matinn og það var ekki fyrr
en við komum út úr myrkrasalnum, að við
fengum að sjá mynd
af réttunum. Ég taldi mig
vera borða lungamjúkar grísalundir en fékk
að vita að ég var að borða sebrahest. Það var
magnað. Upplifun gestanna á laugardaginn
var svo mögnuð að þetta er komið til að
vera,“ segir Jóhann að lokum og vonast til
að sjá sem flesta í myrkrinu.
Blind Raven er einstakur veitinga-
staður í ekki nema klukkustundar
aksturs fjarlægð frá Reykjavík og
staðsettur á Hótel Vatnsholti, um
15 kílómetra austan við Selfoss.
Til að byrja með er aðeins opið
fyrir hópapantanir í síma
899-7748 og info@
hotelvatnsholt.is
Blind Raven er með reikning á öllum
helstu samfélagsmiðlum svo sem Twitter,
Instagram, Facebook og Snapchat, og hvetja
gesti sína til þess að deila myndum af
upplifun sinni með notkun myllumerkisins
#BLINDRAVEN.
Blind RavEn
Hvað gerist í myrkrinu?
Kynning