Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Síða 46
Helgarblað 7.–10. október 201642 Fólk
Tilboð þér að kostnaðarlausu
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna
„Ekkert gaman ef
værum alltaf tvö ein!“
n Sólveig og Sveinn hafa leikið saman í tíu uppfærslum
L
eikararnir Sólveig Guð
mundsdóttir og Sveinn
Ólafur Gunnarsson leika um
þessar mundir hjón í sýn
ingunni Sóley Rós ræstitækn
ir sem sýnd er í Tjarnabíói og hefur
fengið frábæra dóma og góða að
sókn. Sagan er áhrifarík og fjallar
um foreldra sem missa barnið sitt
í fæðingu. Samstarf Sólveigar og
Sveins er þó ekki nýtt af nálinni því
þau hafa á undanförnum árum leik
ið saman í tíu uppfærslum bæði á
sviði, í sjónvarpi og útvarpi.
„Ég held að ástæðan fyrir þessu
sé að við vinnum bæði sem sjálfstætt
starfandi leikarar sem þýðir að við
höfum hvorugt verið á samningi hjá
stóru leikhúsunum. Sjálfstætt starf
andi listamenn framleiða oft sjálfir
verkefnin og jafnvel skrifa leikritin
að hluta til eða með höfundi. Í svona
vinnu er þakklátt og gjöfult að vinna
áfram með góðu fólki og búa til hóp
sem vinnur vel saman. En við fáum
auðvitað nýtt blóð inn líka, það væri
ekkert gaman ef við værum alltaf
tvö saman! Eða jú, kannski væri það
mjög gaman,“ segir Sólveig hugsi og
hlæjandi aðspurð hvers vegna þau
hafa svona oft leikið á móti hvort
öðru. Hún tekur einnig fram að
Sveinn sé afbragðsgóður leikari og
að á milli þeirra hafi myndast traust
sem sé svo mikilvægt á sviði.
Undir þetta tekur Sveinn. „Það
væri nú bara skringilegt illmenni
sem myndi ekki ná saman við Sól
veigu Guðmundsdóttur en hún er
þægilegasta og yndislegasta mann
eskja sem fyrirfinnst. Þegar svona
samstarf gengur vel þá vísar maður
líka ósjálfrátt á hvort annað þegar
maður kemst inn í verkefni til dæm
is með því að segja; „mér sýnist þetta
hlutverk henta Sólveigu Guðmunds
dóttur alveg ágætlega“.“
Sveinn og Sólveig hafa aðallega
verið að leika í nýjum íslenskum
verkum þar sem handritið er oft að
mótast samhliða æfingartímabilinu.
„Við vinnum oft handritið á
leiðinni og þá þarf stóra hugsun og
þor. Uppsetningin getur tekið lengri
tíma en verk sem hefur verið sett upp
áður. Við höfum bæði gaman af slík
um verkefnum þó að við séum afar
ólík. Svenni er mjög góður í því sem
ég er ekki góð í. Hann horfir á stóru
myndina á meðan ég er meira að fók
usera á minni hluti. Það eru töfrarnir.
Fólk sér mismunandi hluti en samt
er verið að vinna markvisst að því að
útkoman verði flott fyrir alla.“
Samstarf án orða
Bæði Sveinn og Sólveig nefna barna
sýninguna Lífið sem samstarfsverk
efni sem heppnaðist sérstaklega vel
en var um leið fremur erfitt. Sýn
ingin fékk tvenn Grímuverðlaun og
var kosin barnasýning ársins 2015 en
það er athyglisvert við sýninguna að
hún er án orða.
„Já, þar var fjallað um tvær verur
sem drullumalla á sviðinu. Verkið
segir frá hvernig heimurinn varð
til, hvernig líf kviknar. Afar falleg og
óvenjuleg barnasýning. Það var mik
il áskorun að búa til sýningu með
mold en engum orðum. Sýningin
heppnaðist alveg gríðarlega vel og
þar hafði gott samspil okkar haft
mikið að segja.“
Samstarfi þeirra Sveins og Sól
veigar er hvergi nærri lokið. Í mars
verður Illska sett aftur á fjalirnar í
Borgarleikhúsinu og svo er búið að
bjóða þeim til Kína með Lífið næsta
sumar. Þau eru að sækja um frekari
styrki og undirbúa komandi verkefni
með GRAL og Óskabörnum ógæf
unnar. n
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
Sveinn og Sólveig Samstarfi þeirra er hvergi nærri lokið. Mynd SigTryggur Ari
n Örlagaeggin – Leikskólinn setti það
verkefni upp í Borgarleikhúsinu í leikstjórn
Bergs Þórs Ingólfssonar.
n Gunnlaðarsaga sem Kvenfélagið Garpur
setti upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
n Horn á höfði, Grímuverðlaunasýning
árið 2010 – sýnt í Grindavík, Borgarleik-
húsinu, Akureyri og Tjarnarbíói.
n Endalok Alheimsins GRAL
– Grindvíska Atvinnuleikhúsið.
n Eiðurinn og Eitthvað – GRAL/Bergur Þór
Ingólfsson.
n Lífið – drullumall – í uppsetningu Leik-
hússins 10 fingra – 2 Grímuverðlaun, besta
barnasýning og Sproti ársins.
n Illska 2015 – tilnefnd til 6 Grímuverðlauna.
n Sóley Rós ræstitæknir sem nú er sýnt í
Tjarnarbíói.
n Léku hjón í Pressuseríunni.
n Strindberg stundin eftir Bjarnar Jónsson
(Útvarpsleikhúsið).
n Leifur Óheppni eftir Maríu Reyndal
og Ragnheiði Guðmundsdóttur
(Útvarpsleikhúsið).
n Egilssaga í leikstjórn Erlings
Jóhannessonar (Útvarpsleikhúsið).
„Við vinnum
oft handritið á
leiðinni og þá þarf stóra
hugsun og þor.
sólveig og sveinn hafa leikið
saman í eftirtöldum sýningum