Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 18.–20. október 20162 Fréttir PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler PLUSMIN OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler 20% kynningar- afsláttur Sérhönnuð skjávinnugler s vernda augun Harma áhuga- leysi á stöðu lögreglunnar Stjórn Félags yfirlögregluþjóna segir að lögreglan í landinu sé í grafalvarlegri stöðu í ljósi niður- skurðar og kröfu um hagræðingu á síðustu árum. Þetta hafi leitt til fækkunar lögreglumanna og þá hafi lögregluembætti lands- ins ekki nægjanlegt fjármagn til að halda úti eðlilegri löggæslu. Þannig séu færri menn á vakt og erfitt sé að mæta forföllum. „Ekki verða útskrifaðir lögreglumenn næstu misserin sem mun auka álagið enn frekar á lögreglumenn. Embættin eru að missa faglært fólk úr stéttinni og hafa embættin þurft að brúa bilið með ómenntuðu afleysingafólki síðustu misseri og svo verður áfram þar til lögreglumenn útskrifast eftir tvö ár,“ segir í ályktun félagsins sem send var ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins á mánudag. Mátti litlu muna Ferðamaður sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Hvolsvöll á miðvikudag, er á batavegi. Slysið varð með þeim hætti að ferðamaðurinn, sem ók jeppa, var að taka fram úr við slæm veðurskilyrði. Dráttarvél var á veginum og var bifreiðinni ekið á dráttarvélina sem fór á hliðina. Farþegi í jepplingnum ökklabrotnaði en síðar kom í ljós að ökumaðurinn var með innvortis blæðingu. Í dagbók lögreglu kemur fram að honum hafi verið ekið með forgangi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn lögreglu mátti ekki tæpara standa með að veita manninum lífsbjörg. Svikinn um milljón króna hlaupabretti Sem hann keypti á 0 krónur í netverSlun n Guðmundur fer fram á að staðið verði við viðskiptin n Ætlar með málið alla leið n GÁP ber við galla á vefsíðunni Þ ann 25. ágúst síðastliðinn ákvað Guðmundur Bjarna- son, 69 ára, að nýta sér einstakt tilboð á veglegu og glæsilegu hlaupabretti í netverslun GÁP. Guðmundur var í leit að þrektæki til að geta stundað líkams rækt heima fyrir og rakst þar á tilboð á vefsíðu GÁP, sem erfitt var að hafna. Uppgefið verð í netverslun- inni var 0 krónur. Guðmundur stökk á tilboðið, pantaði brettið, fór í gegn- um söluferlið á síðunni og greiddi 2.900 krónur í sendingarkostnað. Aldrei kom brettið og telur Guð- mundur sig svikinn. Hann hyggst því leita réttar síns og er málið komið inn á borð kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Einu svörin sem hann hefur feng- ið frá GÁP eru þau að galli hafi kom- ið upp á vefsíðunni og að hlaupa- brettið sé ekki til. Guðmundur segir verslunina ætla að þegja málið í hel. Þó að margur gæti ætlað að þetta væru mistök af hálfu verslunarinnar og auðvelt væri að afskrifa umleitan- ir Guðmundar sem sneypuför þá er ekki allt sem sýnist þar. Málið virð- ist á gráu svæði og gæti allt eins verið túlkað Guðmundi í hag. Kannski afmælistilboð „Ég var að leita mér að þrektæki og datt inn á þessa síðu og sá þetta auglýst á 0 kr. og hélt að þetta væri kannski eitthvert afmælistilboð. Ég hugsaði ekkert út í það. Prófaði bara að ýta á „kaupa“ og mér til undrunar þá virkaði það. Þetta fór í gegnum söluferli. Ég fékk reikning frá þeim og kvittanir frá Borgun og greiddi flutn- ingsgjald fyrir brettið til að láta senda mér það heim. En ég hef ekki fengið það endurgreitt,“ segir Guðmundur en DV hefur umrædda reikninga, kvittanir og samskipti hans við GÁP undir höndum. „Þeir hafa ekkert haft samband við mig, sem ég er svolítið hissa á. Ég hafði samband við þá með tölvupósti þegar mig var farið að lengja eftir þessu.“ Eina svarið sem hann hefur fengið, utan sjálfvirkra staðfestinga á pöntun, greiðslu og uppfærðri stöðu pöntunarinnar, var frá starfsmanni GÁP þar sem Guðmundi er tjáð að galli hafi orðið á heimasíðu versl- unarinnar og varan sem hann pant- aði væri ekki til. Það var Guðmundur ekki sáttur við og taldi sig svikinn. Ber að túlka vafaatriði neytanda í hag Hann leitaði til Neytendastofu þar sem hann fékk álit sérfræðings sem ráðlagði honum að leita til kærunefndar þar sem alveg eins líklegt væri að verslunin þyrfti að standa við sitt. Þannig er nefnilega þannig að samkvæmt reglum um verðmerk- ingar og einingarverð við sölu á vör- um skal fyrirtæki selja vöru á því verði sem verðmerkt er, einnig þótt um mistök sé að ræða. Ákvæðið á einnig við um tilkynnt verð á vef- síðum. Þetta á hins vegar ekki við ef „kaupanda má vera ljóst að um mis- tök sé að ræða.“ En Neytendastofa bendir á að þetta með mistökin sé matskennt ákvæði. Það nær til til- vika þar sem um „augljós mistök er að ræða“ á borð við innsláttarvillur. Til dæmis þegar sjónvarp er boðið á 90 kr. frekar en 90.000 kr. En, ákvæðið felur í sér skyldu og Neytendastofa telur að vafaatriði verði að túlka neytanda í hag. Sam- kvæmt svari sem Guðmundur fékk frá Neytendastofu segir að stofnunin líti svo á að verðmerking sé tilboð og kominn sé samningur ef neytandi samþykkri tilboðið. „Samninga ber að efna eftir efni þeirra.“ Um kaup- in og vanefndir samninga um neyt- endakaup gilda svo lög um neytenda- kaup nr. 48/2003. Var Guðmundi því bent á að leita til kærunefndar lausa- fjár- og þjónustukaupa, sem hann og gerði. Milljón króna bretti „Ég vil ekki viðurkenna að þetta sé innsláttarvilla,“ segir Guðmundur. „Þeir setja þetta á vefsíðuna og setja þetta í sölu án þess að setja verð á þetta. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta kostaði. Ég trúði því ekki þegar ég sá að þetta hlaupabretti var síðar auglýst á 1,2 milljónir króna. Þannig að ég get alveg trúað að þeim hafi brugðið, því þeir hafa ekkert talað við mig,“ segir Guðmundur. Þess ber að geta að umrætt æfingar- tæki virðist ekki að finna á vefsíðu GÁP í dag. Guðmundur er ekki sáttur við að þögnin ein hafi mætt honum frá GÁP vegna málsins og ætlar með það alla leið fremur en að láta það fyrn- ast. Í beiðni sinni til kærunefndar- innar leggur hann fram kröfur sína, sem eru einfaldar. Að fá vöruna sem hann keypti eða endurgreiðslu á heimsendingarkostnaðinum upp á 2.900 krónur og sárabætur. Endaði á notuðu þrekhjóli Þar sem Guðmundi hefur enn ekki borist hlaupabrettið sem hann taldi sig vera að tryggja sér og málefni heilsunnar þoldu enga bið, endaði hann á því að kaupa sér notað þrek- hjól á bland.is. Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaða kærunefndar- innar verður, varðandi milljónar króna hlaupabrettisins sem aldrei kom. DV leitaði viðbragða hjá GÁP vegna málsins en svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n Uppselt og galli Hér má sjá svarið sem Guð- mundur fékk frá versluninni þegar hann var farið að lengja eftir afhendingu. Galli á heima- síðu og varan sögð uppseld. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta kostaði. Ég trúði því ekki þegar ég sá að þetta hlaupabretti var síðar auglýst á 1,2 milljónir króna. Telur sig svikinn Guðmundur náði að ganga frá pöntun og greiðslu á ókeypis hlaupabretti og heimsendingu í netverslun GÁP í ágúst. Ekkert bólar á brettinu sem GÁP segir að sé ekki til og ber við galla á vefsíðunni. Guðmundur leitar réttar síns Mynd AðsEnd Einstakt tilboð Í leit sinni að þrektæki rambaði Guðmundur á þetta veglega hlaupabretti á 0 kr. Síðar átti eftir að koma í ljós að brettið kostar í raun um og yfir eina milljón króna. Kvittun frá GÁP og Borgun Guðmundur náði að ganga frá greiðslunni, sem nam 2.900 krónum vegna sendingar- kostnaðar. Þá upphæð hefur hann ekki fengið endurgreidda að hans sögn. sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.