Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 18.–20. október 2016 Fréttir 13
www.avaxtabillinn.is
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
Gómsætir veislubakkar
sem lífga upp á allar uppákomur
Aðeins
á viku
á starfsmann
Ávextir í áskrift
kosta um 550 kr.
á mann á viku og
fyrirhöfn fyrirtækisins
er engin.
W
OW air gaf Kristínu Þórs-
dóttur og Kristjáni Birni
Tryggvasyni sex flugmiða
sem gilda til allra áfanga-
staða flugfélagsins. Þá tók starfsfólk
sig saman og stóð fyrir söfnun inn-
an fyrirtækisins. Kristján er aðeins 35
ára og hefur ákveðið að hætta með-
ferð við krabbameini. Kristján og
Kristín eiga saman þrjú börn, þriggja
ára, átta ára og þrettán ára. Kristján
hefur barist við krabbamein frá ár-
inu 2006. Hann hefur nú ákveðið að
njóta þess tíma sem eftir er með fjöl-
skyldunni í stað þess að ganga í gegn-
um erfiðar geisla- og lyfjameðferðir.
Hjónin dreymdi um að ferðast
en tekjur eru af skornum skammti.
Kristján er öryrki og Kristín hefur
séð um börnin þeirra þrjú að mestu.
Eftir frétt DV um málið ákvað WOW
air að bjóða fjölskyldunni út ásamt
fylgdarmanni. Starfsfólk ákvað
einnig að safna gjaldeyri og fengu
Kristján og Kristín yfir 200 þúsund
krónur lagðar inn á reikning sinn.
„Við þökkum kærlega fyrir
stuðninginn undanfarið. Við erum
afar þakklát fyrir alla hjálp,“ sagði
Kristín þegar hún tók við gjafa-
bréfunum á skrifstofu DV. Vildi
hún koma á framfæri þakklæti til
allra sem hefðu verið þeim innan-
handar á þessum erfiðu tímum.
Fjölskyldan hyggst nýta gjafabréfin
í næsta mánuði. n
Fengu flugmiða og
gjaldeyri frá WOW air
„Við erum afar þakklát fyrir alla hjálp“
F
járfestingafélag í eigu Einars
Arnar Ólafssonar, fyrrverandi
forstjóra Skeljungs, stækkaði
eignarhlut sinn í Trygginga-
miðstöðinni (TM) í síðustu viku og á
núna 2,76% hlut í tryggingafélaginu.
Miðað við gengi bréfa TM í lok við-
skipta í gær, mánudag, er mark-
aðsvirði eignarhlutarins um 490
milljónir króna.
Eins og greint var frá í DV síðast-
liðinn föstudag byrjaði Einar Örn
að kaupa bréf í TM fyrir nokkrum
vikum í gegnum félagið Einir ehf.,
áður Einarsmelur, og átti það sam-
tals 2,05% hlut samkvæmt hluthaf-
alista tryggingafélagsins sem var
birtur 6. október. Hann jók sem fyrr
segir enn við eignarhlut sinn í
TM í liðinni viku – um ríflega
0,7 prósentustig – sem þýðir
að fjárfestingafélag hans er
núna 9. stærsti hluthafi TM.
Í samtali við DV sagði Einar
Örn of snemmt að segja fyrir
um hvort hann myndi byggja
upp stærri stöðu í TM á næst-
unni, meðal annars í því skyni
að sækjast eftir sæti í stjórn
félagsins á aðalfundi á næsta
ári, en á þessari stundu væru
engin slík áform
uppi.
Stærstu
hluthafar
TM eru Líf-
eyrissjóður
verslunar-
manna, Gildi
lífeyrissjóður og hlutabréfasjóður
í rekstri sjóðastýringarfyrirtækis-
ins Stefnis. Þá á Helgafell ehf. og F
eignarhaldsfélag, sem eru í jafnri
eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og
Kristínar Fenger Vermundsdóttur,
ríflega 6% hlut sem þýðir að félögin
eru stærsti einkafjárfestirinn í hlut-
hafahópi TM. Sá sem stýrir fjár-
festingum félaganna er Jón Sigurðs-
son, fyrrverandi forstjóri FL Group
og eiginmaður Bjargar. Aðrir um-
svifamiklir einkafjárfestar á meðal
eigenda tryggingafyrirtækisins eru,
fyrir utan fjárfestingafélag Einars
Arnar, félögin Riverside Capital ehf.,
sem er í eigu Örvars Kærnested fjár-
festis, með 2,63% hlut og Þrír
GAP ehf., sem er í eigu
Kjartans Gunnars-
sonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokks-
ins, með 2,15%
hlut. Örvar er jafn-
framt stjórnarfor-
maður TM. n
hordur@dv.is
Einar Örn orðinn 9.
stærsti hluthafi TM
Félagið Einir á 2,76 prósenta hlut í tryggingafélaginu
Fjárfestir Einar Örn
Ólafsson byrjaði að
kaupa bréf í TM fyrir
nokkrum vikum.
Þakklát fyrir alla
hjálp Fjölskyldan ætlar
að nýta gjafabréfin í
næsta mánuði.