Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 18.–20. október 2016 Fréttir 11
sveitarstjórna síðasta laugardag í maí-
mánuði.
Geta fengið biðlaun í sex mánuði
Samkvæmt samþykktinni skulu bið-
laun greidd að hámarki í þrjá mánuði
en þó með þeim fyrirvara að taki
borgarfulltrúi ekki við öðru launuðu
starfi þegar hann víkur úr borgar-
stjórn heldur hann biðlaunarétti þar
til hann tekur við slíku starfi. Það
ákvæði gildir þó ekki lengur en í sex
mánuði að hámarki.
Flestir úr Besta flokknum
Sem fyrr segir hefur borgin greitt 13
borgarfulltrúum rúmar 26 milljónir
króna í biðlaun frá síðustu sveitar-
stjórnarkosningum. Innifalin í þeirri
upphæð eru einnig launatengd gjöld
borgarfulltrúanna. Flestir borgarfull-
trúanna fyrrverandi sátu í borgarstjórn
fyrir Besta flokkinn, sex talsins, og
fengu greiddar 13.391.500 krónur. Þar
af fékk borgarstjórinn fyrrverandi, Jón
Gnarr, langhæstu upphæðina greidda
eða 8.498.951 krónur. Þau Eva Einars-
dóttir, Einar Örn Benediktsson og Karl
Sigurðsson fengu hvert um sig greidd-
ar rúmar 1,2 milljónir króna. Páll Hjalti
Hjaltason fékk greidda tæpa 1 millj-
ón króna og Margrét Kristín Blöndal,
varaborgarfulltrúi Besta flokksins fékk
greiddar tæpar 300 þúsund krónur. Öll
sátu þau eitt kjörtímabil í borgarstjórn.
Af þeim sex var Eva sú eina sem sótt-
ist eftir endurkjöri í borgarstjórn. Hún
sat í 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í
borgarstjórnarkosningunum árið 2014
en náði ekki kjöri.
Fjórir úr Sjálfstæðisflokki
Fjórir fyrrverandi borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa fengið greidd
biðlaun frá kosningunum 2014, alls
5.664.496 krónur. Þorbjörg Helga
Vigfús dóttir fékk greiddar rúmar 2,4
milljónir króna. Þorbjörg Helga sat sem
borgarfulltrúi á árunum 2006 til 2014
en sóttist ekki eftir endurkjöri í síð-
ustu kosningum. Marta Guðjónsdótt-
ir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, fékk greiddar rúmar 300 þúsund
krónur í biðlaun og varaborgarfulltrú-
inn Hildur Sverrisdóttir fékk greiddar
rúmar 60 þúsund krónur.
Sagði af sér vegna Panama-félags
Af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins fékk
Júlíus Vífill Ingvarsson hæstu upphæð-
ina, tæpar 2,9 milljónir. Hann sagði af
sér sem borgarfulltrúi í apríl á þessu
ári eftir að upp komst að hann stofn-
aði árið 2014 aflandsfélagið Silwood
Foundation sem vistað var í Panama.
Júlíus Vífill gat ekki um félagið í hags-
munaskráningu borgarfulltrúa. Hann
sat í fjórtán ár sem borgarfulltrúi.
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
Björk fékk 3,8 milljónir
Tveir borgarfulltrúar Samfylkingar-
innar hafa þegið biðlaun frá borginni
frá síðustu kosningum, samtals
6.212.062 krónur. Það eru þær Oddný
Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir.
Oddný fékk greiddar rúmar 2,4 millj-
ónir króna en hún sat sem borgarfull-
trúi á árunum 2006 til 2014. Hún gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi setu
fyrir kosningarnar 2014. Björk fékk
greiddar tæpar 3,8 milljónir króna í
biðlaun en hún sagði af sér embætti
í september á síðasta ári. Björk var
kjörin í borgarstjórn árið 2002 og sat
þar samfleytt þar til hún sagði af sér
í fyrra.
Greiðslur til Sóleyjar eftir
Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgar-
fulltrúi Vinstri grænna, fékk greidd-
ar tæpar 800 þúsund krónur í bið-
laun. Þorleifur sat sem aðalmaður í
borgar stjórn á árunum 2006 til 2010.
Þá sagði Sóley Tómasdóttir af sér
sem borgarfulltrúi 21. september
síðastliðinn og á hún rétt á biðlaun-
um hið minnsta næstu þrjá mánuði.
Sóley kom inn í borgarstjórn árið
2009, þegar Svandís Svavarsdóttir
var kjörin á þing og sagði af sér sem
borgarfulltrúi. Sóley á því rétt á bið-
launum sem nema ríflega tveimur
milljónum króna. n
295.495 kr.
1.206.101 kr.
3.799.860 kr.
1.206.101 kr.
8.498.951 kr.
1.206.101 kr.
316.602 kr.
Margrét Kristín Blöndal
Jón Gnarr
Karl Sigurðsson
Marta Guðjónsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Einar Örn BenediktssonEva Einarsdóttir