Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 18.–20. október 20168 Fréttir E ldar Ástþórsson, upplýsinga- fulltrúi CCP og varaþing- maður Bjartrar framtíðar, var í gærmorgun kærður til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Efni kærunnar, sem lögð er fram af einkahlutafélaginu Sónar Reykja- vík, er að Eldar hafi reynt að hag- nýta sér upplýsingar sem hann fékk þegar hann var stjórnarmaður í Són- ar Reykjavík til að sölsa undir sig tón- listarhátíðina Sónar hér á landi og við- skiptasambönd henni tengd. Miðasölumálið upphafið Forsaga málsins er sú að Björn Stein- bekk Kristjánsson, forsvarsmað- ur Sónar Reykjavíkur, seldi fjölda Íslendinga miða á leik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Miðarnir skiluðu sér hins vegar ekki í hendur fjölmarga sem komust því ekki á leikinn. Olli málið mikilli reiði í garðs Björns en sjálfur sagðist hann hafa verið svikinn í viðskiptum með mið- ana. Hafa í það minnsta tvær kærur verið lagðar fram á hendur Birni vegna málsins. Miðaviðskiptin fóru fram í gegn- um félagið Sónar Reykjavík og lögðu kaupendur fé inn á reikning tón- listarhátíðarinnar. Því dróst hátíðin óhjákvæmilega inn í umræðuna um miðasöluna. Eldar sat á þeim tíma í stjórn félagsins en sagði sig úr stjórn- inni þegar málið kom upp, 7. júlí síð- astliðinn. Tilkynnt var um miðjan júlí síðastliðinn að tónlistarhátíðin Sónar og móðurfélag hátíðarinnar, Advanced Music SL, hefðu slitið samstarfssamn- ingi sínum við Sónar Reykjavík ehf. og þar með Björn. Vilja tafarlausa lögreglurannsókn Sem fyrr segir hefur Sónar Reykja- vík nú lagt fram kæru á hendur Eldari. Í kærunni segir að Eldar hafi frá því að hann sagði sig úr stjórninni unnið gegn hagsmunum Sónar Reykjavíkur ehf. og reynt að ná til sín tónlistarhá- tíðinni og viðskiptasamböndum fé- lagsins. Í því skyni hafi hann hagnýtt sér upplýsingar sem hann hafi feng- ið sem stjórnarmaður í Sónar Reykja- vík ehf. um uppbyggingu, verkefni og viðskiptamenn félagsins. „Eru horfur á að kærði valdi kæranda stórfelldu tjóni með ólögmætum aðgerðum sín- um. Því er þýðingarmikið að lögreglu- rannsókn hefjist tafarlaust og jafn- framt að hin ólögmæta starfsemi verði stöðvuð,“ segir í kærunni. Í samtali við DV sagði Eldar að hann hefði ekki enn séð kæruna og hann teldi því að svo stöddu máli ekki eðlilegt að tjá sig um málið. n Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2 Kærður Sónar Reykjavík ehf. hefur kært Eldar Ást­ þórsson til lögreglu. Hann er sagður hafa reynt að sölsa undir sig tónlistar­ hátíðina. Mynd BF Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Björn Steinbekk Kærður fyrir að reyna að stela Sónar tónlistarhátíðinni n Björn Steinbekk kærir Eldar Ástþórsson n Sagður hafa nýtt sér innherjaupplýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.