Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 18.–20. október 201618 Sport
Gleymdi gullmolinn á Goodison
n Oumar Niasse er einn dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton n Aðeins spilað 152 mínútur fyrir félagið
É
g deili búningsklefa með U-23
ára liðinu en ég hef ekki minn
eigin skáp. Aðrir leikmenn hafa
sinn skáp en ekki ég,“ segir
Senegalinn Oumar Niasse sem
fyrr á þessu ári varð einn dýrasti leik-
maðurinn í sögu Everton. En síðan
þá hefur lítið spurst til þessa 26 ára
framherja. Hann hefur ekkert kom-
ið við sögu hjá Everton á tímabilinu,
hann fær ekki að æfa með aðalliðinu
og félagið vill helst losna við hann.
13,5 milljónir punda
Það var í janúarglugganum að Roberto
Martinez, þáverandi stjóri Everton,
ákvað að festa kaup á Niasse fyrir 13,5
milljónir punda. Kaupin lofuðu góðu
enda hafði þessi senegalski lands-
liðsmaður raðað inn mörkum í rúss-
nesku deildinni með liði sínu, stór-
liðinu Lokomotiv Moskva, þar sem
hann var síógnandi með hraða sín-
um og krafti. Martinez var rekinn í
maí síðastliðnum og við starfinu tók
Ronald Koeman. Strax í sumar sagði
Koeman við Niasse að hann ætti enga
framtíð á Goodison Park, þó svo að
hann hefði ekki fengið tækifæri til
að láta ljós sitt skína. Hans fyrsta og
eina tækifæri kom í æfingarleik gegn
Jablonec þar sem Niasse fékk að spila
seinni hálfleikinn.
Innan við tveir leikir
Síðan Niasse gekk í raðir félagsins
hefur hann aðeins komið við sögu
í sjö leikjum og spilað samtals 152
mínútur. Það eru innan við tveir heil-
ir fótboltaleikir. Í viðtali við Guardian
viðurkennir Niasse að hann hafi ekki
verið í sínu besta
formi þegar hann
samdi við Everton.
Vegna vetrar-
leyfis í rússnesku
deildinni hafði
Niasse ekkert spilað
síðan 10. desem-
ber 2015. Hann fékk
fyrst tækifæri í byrj-
unarliði Everton
þann 30. apríl síð-
astliðinn en að-
eins örfáum dögum
síðar fékk Martinez
sparkið. Í stað þess
að finna sér nýtt fé-
lag í sumar ákvað
Niasse að reyna að
berjast fyrir sæti
sínu og virðist fé-
lagið, eða Ronald
Koeman að minnsta kosti, vera að
refsa honum fyrir það.
Reynir að halda haus
„Þetta er sorglegt en í hreinskilni
sagt finnst mér ég ekki eiga þetta
skilið. Það eina sem ég get gert að
halda haus og halda áfram að berj-
ast til að reyna að breyta hlutunum.
Ég ætla ekki að gera mikið mál úr
þessu,“ segir Niasse í viðtalinu en
hann vill sýna hvað í honum býr í
ensku úrvalsdeildinni. Ef það verð-
ur ekki með Everton þá verði það
með einhverju öðru félagi.
Með samning til 2020
Tveimur dögum eftir vináttuleik-
inn gegn Jablonec segir Niasse að
Koeman hafi kallað hann á fund:
„Hann sagði að ég þyrfti að finna
mér nýtt félag. Ég skildi ekki þessa
ákvörðun enda hafði ég aðeins spil-
að í 45 mínútur. Ég þakkaði honum
hreinskilnina en spurði hann ekki
nánar út í þessa ákvörðun. Hann
er stjórinn og hann ræður,“ segir
Niasse og bætir við að eftir þetta
hafi hann aðeins einu sinni talað
við Koeman. Það var eftir að stjór-
inn sagði honum að hann þyrfti að
æfa með U-23 ára liðinu. „Hann tók
treyjunúmerið af mér og sagði að ég
mætti ekki koma inn í klefann hjá
aðalliðinu eða æfa með því,“ segir
Niasse sem varð þriðji dýrasti leik-
maðurinn í sögu Everton á eftir
Romelu Lukaku og Marouane Fella-
ini. Niasse féll niður í fjórða sætið á
þeim lista í sumar þegar Everton
keypti Yannick Bolasie. Niasse
er samningsbundinn Everton til
ársins 2020 og því er alls óvíst hvað
tekur við.
Stuðningsmaður Everton
Niasse kveðst þó vera bjartsýnn
á framtíð sína í fótboltanum og
útilokar ekki að spila aftur fyrir
Everton. „Allt getur breyst. Koeman
vill bara það sem hentar honum
og kannski mun það henta honum
að ég spili eftir tvo mánuði. Ég hef
ekkert á móti honum og hann hefur
ekkert á móti mér. Svona er fótbolt-
inn. Stærri og þekktari leikmenn
en ég hafa glímt við sama vanda.
Hversu oft fékk Lassana Diarra
ekki að heyra að hann myndi ekki
spila aftur fyrir Real Madrid. Svo,
nokkrum mánuðum síðar, spilaði
hann hvern einasta leik,“ segir
Niasse. „Ég vil sýna hvað í mér býr
í ensku úrvalsdeildinni og vonandi
verður það með Everton. Það er
liðið sem ég styð. Ég fer á alla leiki
um helgar og styð liðið. En ef ég fæ
ekki tækifæri hjá Everton heldur
einhverju öðru liði í deildinni mun
ég grípa það.“ n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Fljótur og sterkur Niasse hafði gert góða hluti með Lokomotiv í Moskvu áður en hann
samdi við Everton. Hér sést hann í Evrópuleik Lokomotiv gegn Besiktas. Mynd EPA
Oumar niasse Hefur
aðeins komið við sögu í
sjö leikjum hjá Everton
síðan hann kom til félags-
ins í lok félagaskipta-
gluggans í janúar.
„Það eina sem ég
get gert að halda
haus og halda áfram að
berjast til að reyna að
breyta hlutunum.
Tilboð þér að kostnaðarlausu
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna
20% þakklætisafsláttur
af slökun út október
Þökkum þær
frábæru viðtökur
sem SLÖKUN hefur
fengið á Íslandi.
Mamma veit best, Heilsuhúsin, Lyfja, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Mos, Apótek Ólafsvíkur, Árbæjarapótek, Borgar Apótek, Heilsutorg
Blómaval, Farmasía, Fjarðakaup, Garðsapótek, Heilsuver, Lyfjaval, Lyfsala Vopnarfirði, Lyfsala Hólmavík, Lyfsalinn Glæsibæ, Siglufjarðar Apótek,
Hraunbergsapótek, Rima Apótek, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands, Apótek Garðabæjar, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Apótekið.