Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 18.–20. október 201610 Fréttir
R
eykjavíkurborg hefur greitt
rúmar 26 milljónir króna
í biðlaun til fyrrverandi
borgar fulltrúa frá sveitar
stjórnarkosningunum 2014
og á sú tala enn eftir að hækka. Meðal
þeirra sem hafa fengið greidd biðlaun
er Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
en Júlíus Vífill sagði af sér sem borg
arfulltrúi í apríl síðastliðnum eftir að
fram kom að hann ætti aflandsfélag
í Panama. Júlíus Vífill hefur frá þeim
tíma fengið greiddar tæpar 2,9 millj
ónir króna í biðlaun.
Jón fær mest
Þá hefur Björk Vilhelmsdóttir, fyrr
verandi borgarfulltrúi Samfylkingar
innar, fengið greiddar 3,8 milljónir
króna í biðlaun. Björk sagði af sér sem
borgar fulltrúi í september 2015. Jón
Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, hefur
fengið greiddar 8,5 milljónir en Jón
ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri
í síðustu borgarstjórnar kosningum.
Upplýsingarnar um biðlauna
greiðslurnar eru komnar frá launa
deild Reykjavíkurborgar. Athygli vek
ur hversu háa upphæð er um að ræða
í tilfelli Jóns en upphæðin er ekki í
samræmi við reglur borgarinnar um
biðlaun borgarfulltrúa. DV leitaði því
upplýsinga frá Reykjavíkurborg hvað
þetta varðar. Í svari Bjarna Brynjólfs
sonar, upplýsingastjóra borgarinn
ar, kemur fram að borgarstjóri taki
ekki biðlaun samkvæmt samþykkt
um kjör og starfsaðstöðu kjörinn
fulltrúa. Réttindi hans ákvarðist af
ráðningarbréfi og í því segir að bið
launaréttur hans sé sá sami og for
sætisráðherra Íslands hafi.
Talan á eftir að hækka
Alls hafa þrettán fyrrverandi
borgar fulltrúar eða vara
borgarfulltrúar fengið greidd
biðlaun frá borginni á þessu
kjörtímabili og sá fjórtándi,
Sóley Tómasdóttir, á rétt á
biðlaunum en hún sagði
af sér embætti í síðasta
mánuði. Ekki fengust
upplýsingar frá borginni
um hvort Sóley þægi bið
laun en fastlega má gera
ráð fyrir því.
Sama hvort
menn
hætta eða
ná ekki
kjöri
Samkvæmt
samþykkt
um kjör og
starfsað
stöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykja
víkurborg eiga allir borgarfulltrúar rétt
á biðlaunum er þeir láta af starfi borg
arfulltrúa. Gildir þá einu hvort við
komandi borgarfulltrúi nær ekki kjöri
í kosningum, kýs að sækjast ekki eftir
endurkjöri eða segir af sér embætti á
kjörtímabilinu.
Biðlaun miðast við grunnlaun
borgarfulltrúa, sem í dag eru 77,82
prósent af þingfararkaupi eða
593.720 krónur á mánuði.
Borgarfulltrúi sem lætur af
starfi á rétt á að fá greidd
laun hálfs mánaðar fyrir
hvert ár sem hann hefur
setið í borgarstjórn. Auk
þess eiga borgarfulltrúar
sem víkja úr borgarstjórn
að afloknum sveitarstjórnar
kosningum, hvort sem við
komandi gefur ekki
kost á sér að
nýju eða nær
ekki kjöri,
rétt á full
um launum
fyrir júní
mánuð en
samkvæmt
lögum skal
kosið til
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
BoRgin
hefuR
gReitt 26
milljóniR
í Biðlaun
n jón gnarr fékk 8,5 milljónir n júlíus Vífill
fékk 2,9 milljónir króna n Sama hvort
borgarfulltrúar hætta eða falla í kosningum
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
797.836 kr.
63.320 kr.
2.412.202 kr.
2.872.372 kr.
978.751 kr.
2.412.202 kr.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson
Páll Hjalti Hjaltason
Þorbjörg H. Vigfúsdóttir
Oddný Sturludóttir
Nýhætt Sóley Tómasdóttir
sagði af sér embætti í síðasta
mánuði. Hún á rétt á biðlaunum.