Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 38
Vikublað 18.–20. október 201630 Fólk
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
Spennuþrungið andrúmsloft
Heimildamynd um Herbert Guðmundsson var frumsýnd í Egilshöll á föstudagskvöld
F
jöldi fólks kom saman í Egils
höll á föstudagskvöld til að
fagna nýrri heimildamynd
um ævintýri tónlistarmanns
ins Herberts Guðmunds
sonar. Myndin ber að sjálfsögðu
heitið Can‘t Walk Away sem er vísun
í hans þekktasta lag.
Í helgarblaði DV ræddi Herbert
meðal annars um myndina sem var
fimm ár í smíðum. Árið 2011 nálg
uðust hann tveir kvikmyndagerðar
menn, Friðrik Grétarsson og Ómar
Sverrisson. Þeir vildu gera heimilda
mynd um manninn sem þekkir
poppbransann inn og út og segja frá
lífi hans og ferli, sigrum og ósigrum.
Herbert ákvað að slá til og var út
koman sýnd í Egilshöll á föstudags
kvöld.
Athygli vakti að Herbert hafði ekki
séð myndina er hún var forsýnd á
dögunum.
„Ég veit bara að hún er sannsögu
leg og heiðarleg. Þetta saman mun
virka til góðs,“ sagði Herbert. n
Popparar Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson
var brosmildur á föstudagskvöld.
Jafet og frú Fjárfestirinn Jafet Ólafsson og eiginkona hans, Hildur
Hermóðsdóttir, skemmtu sér konunglega á frumsýningunni.
Brosmildur í fatla Fjölmiðlamaðurinn
Hallur Hallsson var brosmildur að vanda.
Athygli vakti að kappinn var með vinstri
handlegginn í fatla.
Gaman saman Herbert tók vel á móti hjónunum Jóni Baldvin Hannbalssyni og Bryndísi
Schram.
Tveir góðir
Útvarpsmaðurinn
Ívar Guðmunds-
son mætti á
frumsýninguna
og stillti sér upp
fyrir myndatöku
með manninum
sem kvöldið sner-
ist um, Herberti
Guðmundssyni.
Fyrrverandi
borgarstjóri
Ólafur F. Magnús-
son, fyrrverandi
borgarstjóri, mætti
á frumsýninguna.
Ólafi er margt til lista
lagt en á dögunum
sendi hann frá sér sína
fyrstu hljómplötu með
frumsöndu efni.