Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 38
Vikublað 18.–20. október 201630 Fólk Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Spennuþrungið andrúmsloft Heimildamynd um Herbert Guðmundsson var frumsýnd í Egilshöll á föstudagskvöld F jöldi fólks kom saman í Egils­ höll á föstudagskvöld til að fagna nýrri heimildamynd um ævintýri tónlistarmanns­ ins Herberts Guðmunds­ sonar. Myndin ber að sjálfsögðu heitið Can‘t Walk Away sem er vísun í hans þekktasta lag. Í helgarblaði DV ræddi Herbert meðal annars um myndina sem var fimm ár í smíðum. Árið 2011 nálg­ uðust hann tveir kvikmyndagerðar­ menn, Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson. Þeir vildu gera heimilda­ mynd um manninn sem þekkir poppbransann inn og út og segja frá lífi hans og ferli, sigrum og ósigrum. Herbert ákvað að slá til og var út­ koman sýnd í Egilshöll á föstudags­ kvöld. Athygli vakti að Herbert hafði ekki séð myndina er hún var forsýnd á dögunum. „Ég veit bara að hún er sannsögu­ leg og heiðarleg. Þetta saman mun virka til góðs,“ sagði Herbert. n Popparar Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson var brosmildur á föstudagskvöld. Jafet og frú Fjárfestirinn Jafet Ólafsson og eiginkona hans, Hildur Hermóðsdóttir, skemmtu sér konunglega á frumsýningunni. Brosmildur í fatla Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson var brosmildur að vanda. Athygli vakti að kappinn var með vinstri handlegginn í fatla. Gaman saman Herbert tók vel á móti hjónunum Jóni Baldvin Hannbalssyni og Bryndísi Schram. Tveir góðir Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmunds- son mætti á frumsýninguna og stillti sér upp fyrir myndatöku með manninum sem kvöldið sner- ist um, Herberti Guðmundssyni. Fyrrverandi borgarstjóri Ólafur F. Magnús- son, fyrrverandi borgarstjóri, mætti á frumsýninguna. Ólafi er margt til lista lagt en á dögunum sendi hann frá sér sína fyrstu hljómplötu með frumsöndu efni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.