Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 18.–20. október 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þrengir að Sjálfstæðis- flokknum Píratar tilkynntu um síðustu helgi að flokkurinn útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að aflokn­ um kosningum. Oddný Harðar- dóttir, formaður Samfylkingar­ innar, hafnaði einnig samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í sumar og þá hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ítrekað lýst því yfir að Sjálfstæðisflokk­ urinn liggi lengst frá Vinstri græn­ um í málefnum. Á blaðamannafundi Framsóknarflokksins síðasta sunnudag voru kynntar kosn­ ingaáherslur flokksins. Þar segir meðal annars að flokkurinn muni starfa með öllum þeim flokkum sem láti sig félags­ hyggju og jöfn­ uð varða. Flest­ ir myndu túlka þessa yfirlýsingu sem klárt ákall um samstarf til vinstri, enda orð eins og félagshyggja og jöfnuður frasar flokkanna þeim megin. Það virðist því óðum farið að sneyðast um kosti Sjálfstæðisflokksins. R étt fyrir kosningar hafa Pírat­ ar boðað fulltrúa fjögurra stjórnmálaflokka til stjórnar­ myndunarviðræðna um þau málefni sem flokknum eru hugleik­ in. Hér á landi hefur fram að þessu tíðkast að bíða eftir því að talið hafi verið upp úr kjörkössunum áður en þotið er í stjórnarmyndunarviðræð­ ur. Enda eðlilegt að ljóst sé hvaða flokkum þjóðin hefur veitt brautar­ gengi og hverjum hún hefur hafnað. Pírötum finnst greinilega að sú að­ ferð að bíða eftir niðurstöð­ um kosninga sé bæði gamal­ dags og tafsöm. Einhverjir Píratar virðast hafa áttað sig á því að þarna hafi flokkurinn farið fram af fullmiklu offorsi, þeir eru á flótta frá málinu og vilja kalla viðræðurnar eitthvað annað, eins og Smári McCarthy sem segir þær bara vera „fund um áherslur“ – og þar er vitan­ lega átt við áherslur Pírata sem ætlast er til að flokkarnir fjórir samþykki að fylgja. Þótt enn sé ekki búið að kjósa og því engan veginn ljóst hvert raunverulegt fylgi Pírata sé þá vefst ekki fyrir Pírötum að afgreiða sig sem hið sterka og leiðandi afl í íslensk­ um stjórnmálum. Í samræmi við það veita þeir útvöldum flokkum áheyrn. Ekki er annað hægt að segja en að þetta lýsi allmiklum gorgeir. Ekki eru allir fulltrúar þeirra fjögurra flokka, sem Píratar hafa veitt blessun sína, tilbúnir að hlýða kalli þeirra. Þeir vilja starfa á eigin forsendum en ekki samkvæmt vilja Pírata. Samfylkingin tók þó gleði­ stökk, enda hefur hún síðustu miss­ eri verið alls óvön því að nokkur veiti henni athygli. Flokkur í dauðateygj­ um á sennilega ekki um annað að ræða en að kasta sér þakklátur í fang þeirra sem sýna honum blíðuhót og vilja jafnvel leiða hann aftur að kjöt­ kötlunum – og það án skilyrða um árangur í kosningum. Verði útkoma Samfylkingar í kosningunum í sam­ ræmi við skoðanakannanir þá er það umhugsunarefni hvort flokkur sem er í frjálsu falli eigi erindi í ríkisstjórn. Áætlun Pírata virðist ekki þaul­ hugsuð heldur sett fram í ákafa og tilfinningahita og byggist alfarið á forsendum Pírata. Það eru einkenni­ leg vinnubrögð og nánast fáránleg að boða til blaðamannafundar og til­ kynna um samstarf við aðra flokka að þeim forspurðum. Björt Ólafs­ dóttir, þingmaður Bjartrar framtíð­ ar, hefur sagt að þarna hafi verið um klækjastjórnmál að ræða. Hún er örugg lega ekki ein um þá skoðun. Segja má að útspil Pírata sé móðgun við þá fjóra flokka sem Píratar hafa handvalið. Píratar hafa lagt línuna og flokkunum fjórum er ætlað að segja amen eftir efninu. Burtséð frá því þá er algjörlega óraunhæft að þessir fjórir flokkar, undir forystu Pírata, komi sér saman um stjórnar­ eða samstarfssáttmála á þeim fáu dögum sem eru til kosn­ inga. Það er ótækt og lýsir virðingar­ leysi við kjósendur að afgreiða slíkt alvörumál í fljótræði. Innan skamms mun þjóðin ganga til kosninga. Fylgi flokka er á mik­ illi hreyfingu og niðurstaðan liggur engan veginn ljós fyrir. Það er hroka­ fullt af Pírötum að taka sér vald til að mynda ríkisstjórn áður en úrslit kosninga liggja fyrir. Píratar virðast gefa sér að þjóðin fylki sér um þá. Ekki er víst að svo verði. n Ofríki Pírata Elskaði hana eins og mitt eigið barn Jakob T. Arnarsson er ekki líffræðilegur faðir dóttur sinnar. – DV Eyjólfur á föður sem elskar hann Sigurjón undirbýr mál gegn norsku barnaverndinni. – DV Vil ekki vera fastur í fortíðinni Herbert Guðmundsson um eineltið, fangelsið og kókaínið. – DV Myndin Stund milli stríða Það er ekki amalegt að hvíla lúin bein við höfnina þegar veðrið er huggulegt. mynd SiGTryGGur Ari „Pírötum finnst greinilega að sú aðferð að bíða eftir niður- stöðum kosninga sé bæði gamaldags og tafsöm. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.