Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 18.–20. október 2016 Menning 23
Aðspurð um nafnið segir Guðrún
að hún hafi viljað velja útgáfunni fal
legt og hlýlegt mannsnafn. „Bene
dikt þýðir hinn blessaði. Þetta er al
þjóðlegt og fallegt nafn sem mér
þykir vænt um,“ útskýrir hún.
Helsta markmið útgáfunnar er
einfalt: að gefa út fyrsta flokks bæk
ur, en hugmyndin er að gera það
með áherslu á persónulega þjón
ustu frekar en færibandaframleiðslu.
„Skrifstofan er lítil og heimilisleg en
svo útvistum við allrahanda verkefn
um. Við viljum hafa þetta smátt og
viðráðanlegt, svo við getum haldið
utan um hvert og eitt verkefni. Færi
bandavinna hefur margt til síns
ágætis – sérstaklega við framleiðslu
á bílum, skilst mér – en ég vil forðast
hana í lengstu lög í útgáfunni.“
Fyrstu fjórar bækurnar frá Bene
dikt eru nú þegar farnar í prentun
og verða komnar í íslenskar bóka
búðir í lok október og byrjun nóvem
ber. Þetta eru Ör, ný skáldsaga eftir
Auði Övu Ólafsdóttur, Eyland, sem
er fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín
Björnsdóttur, Takk fyrir að láta mig
vita, smásagnasafn eftir sviðslista
manninn Friðgeir Einarsson, og
Óvissustig, ný ljóðabók eftir Þórdísi
Gísladóttur. n kristjan@dv.is
skoðun sína á tónskáldinu. „Hann
nær að gæða sögur ótrúlegu lífi, eins
og í þessari frægustu óperu sinni og
svo er öll hin tónlistin, ballettarnir
og hljómsveitarverkin. Það er eitt orð
yfir Tchaikovsky: Snillingur. Svona
snillingar eru yfirleitt erfiðir og sjálfur
var hann mjög flókinn persónuleiki.“
Elmar, sem er búsettur í Hollandi,
hefur sungið í óperusölum víða um
heim. Hann er spurður hvernig sé að
syngja í Hörpu. „Það er dásamlegt að
syngja í þessum sal sem er fyllilega
samanburðarhæfur við bestu tón
leikasali úti í heimi.“
Fjölmörg verkefni bíða Elmars
eftir sýningar á Évgení Onegin og
þar má nefna hlutverk í Brottnám
inu úr kvennabúrinu eftir Mozart í
Toulon, Rínargullinu eftir Wagner í
Hamborg og Krýningu Poppeu eftir
Monteverdi í Nantes. n
Gæði í
merkingum
www.graf.is
• Sandblástursfilmur
• Skilti úr málmi, plasti og tré
• Merkingar á bíla
Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790
FÁKASEL - FYRIR ALLA
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050
matur, drykkur
og skemmtun
Er stjórnarskráin ljóð eða prósi?
Rætt um stjórnarskrár frá ýmsum hliðum á alþjóðlegri ráðstefnu í HR á fimmtudag
Á
rið 2008 var frumflutt tón
verkið Stjórnarskrá lýðveld
isins Íslands, en myndlistar
tvíeykið Libia Castro og
Ólafur Ólafsson höfðu farið þess á
leit við Karólínu Eiríksdóttur tón
skáld að hún semdi tónverk þar sem
sungnar væru allar 81 grein stjórn
arskrárinnar. Með því sneru þau
lagalegum grunni samfélagsins,
stjórnarskránni, yfir á huglægt form
lista og gáfu fólki þar með kost á að
meta þennan lagagrunn út frá al
gjörlega nýju sjónarhorni.
Það mætti segja að svipaðar hug
myndir séu til grundvallar alþjóð
legri lýðræðisráðstefnu sem fer fram
í Háskólanum í Reykjavík á fimmtu
dag, en þar er yfirskriftin: „Stjórnar
skrá: ljóð eða prósaverk?“
Sjö erlendir fræðimenn ræða um
stjórnarskrárhugmyndina í ýmsu
óvenjulegu og óvæntu samhengi og
velta því þar með fyrir sér hvaðan
stjórnarskrár fái lögmæti sitt. Meðal
umfjöllunarefna er reynsla íbúa
í Kaliforníuríki Bandaríkjanna af
stjórnarskrárgerð, stjórnarskrárgerð
í stafrænum heimi og stjórnarskrár
út frá sjónarhóli í anarkisma.
Eftir að fyrirlestrum lýkur verða
opnar umræður með öllum fyrir
lesurunum og áhorfendum. Ráð
stefnan hefst klukkan 14.00 og
stendur í þrjá tíma, hún er öllum
opin. n
kristjan@dv.is
Í draumahlutverkinu
Évgení Onegin
Hljómsveitarstjóri: Benjamin Levy
Leikstjóri: Anthony Pilavachy
Leikmynd: Eva Signý Berger
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Hlutverk:
Évgeni Onegin: Andrey Zhilikhovsky
Tatjana: Þóra Einarsdóttir
Gremin prins: Runi Brattaberg
Vladimir Lenskí: Elmar Gilbertsson
Olga: Nathalía Druzin Halldórsdóttir
Larina, móðir Tatjönu og Olgu: Hanna
Dóra Sturludóttir
Filipévna, barnfóstran: Alina Dubik
Monsieur Triquet: Hlöðver Sigurðsson
n Óperan er sungin á rússnesku
Lenskí og Olga Elmar og
Nathalía Druzin Halldórs-
dóttir. Mynd JóHanna óLaFsdóTTir
Guðrún Vilmundardóttir