Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 18.–20. október 2016 Menning 23 Aðspurð um nafnið segir Guðrún að hún hafi viljað velja útgáfunni fal­ legt og hlýlegt mannsnafn. „Bene­ dikt þýðir hinn blessaði. Þetta er al­ þjóðlegt og fallegt nafn sem mér þykir vænt um,“ útskýrir hún. Helsta markmið útgáfunnar er einfalt: að gefa út fyrsta flokks bæk­ ur, en hugmyndin er að gera það með áherslu á persónulega þjón­ ustu frekar en færibandaframleiðslu. „Skrifstofan er lítil og heimilisleg en svo útvistum við allrahanda verkefn­ um. Við viljum hafa þetta smátt og viðráðanlegt, svo við getum haldið utan um hvert og eitt verkefni. Færi­ bandavinna hefur margt til síns ágætis – sérstaklega við framleiðslu á bílum, skilst mér – en ég vil forðast hana í lengstu lög í útgáfunni.“ Fyrstu fjórar bækurnar frá Bene­ dikt eru nú þegar farnar í prentun og verða komnar í íslenskar bóka­ búðir í lok október og byrjun nóvem­ ber. Þetta eru Ör, ný skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Eyland, sem er fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Takk fyrir að láta mig vita, smásagnasafn eftir sviðslista­ manninn Friðgeir Einarsson, og Óvissustig, ný ljóðabók eftir Þórdísi Gísladóttur. n kristjan@dv.is skoðun sína á tónskáldinu. „Hann nær að gæða sögur ótrúlegu lífi, eins og í þessari frægustu óperu sinni og svo er öll hin tónlistin, ballettarnir og hljómsveitarverkin. Það er eitt orð yfir Tchaikovsky: Snillingur. Svona snillingar eru yfirleitt erfiðir og sjálfur var hann mjög flókinn persónuleiki.“ Elmar, sem er búsettur í Hollandi, hefur sungið í óperusölum víða um heim. Hann er spurður hvernig sé að syngja í Hörpu. „Það er dásamlegt að syngja í þessum sal sem er fyllilega samanburðarhæfur við bestu tón­ leikasali úti í heimi.“ Fjölmörg verkefni bíða Elmars eftir sýningar á Évgení Onegin og þar má nefna hlutverk í Brottnám­ inu úr kvennabúrinu eftir Mozart í Toulon, Rínargullinu eftir Wagner í Hamborg og Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í Nantes. n Gæði í merkingum www.graf.is • Sandblástursfilmur • Skilti úr málmi, plasti og tré • Merkingar á bíla Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790 FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Er stjórnarskráin ljóð eða prósi? Rætt um stjórnarskrár frá ýmsum hliðum á alþjóðlegri ráðstefnu í HR á fimmtudag Á rið 2008 var frumflutt tón­ verkið Stjórnarskrá lýðveld­ isins Íslands, en myndlistar­ tvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson höfðu farið þess á leit við Karólínu Eiríksdóttur tón­ skáld að hún semdi tónverk þar sem sungnar væru allar 81 grein stjórn­ arskrárinnar. Með því sneru þau lagalegum grunni samfélagsins, stjórnarskránni, yfir á huglægt form lista og gáfu fólki þar með kost á að meta þennan lagagrunn út frá al­ gjörlega nýju sjónarhorni. Það mætti segja að svipaðar hug­ myndir séu til grundvallar alþjóð­ legri lýðræðisráðstefnu sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á fimmtu­ dag, en þar er yfirskriftin: „Stjórnar­ skrá: ljóð eða prósaverk?“ Sjö erlendir fræðimenn ræða um stjórnarskrárhugmyndina í ýmsu óvenjulegu og óvæntu samhengi og velta því þar með fyrir sér hvaðan stjórnarskrár fái lögmæti sitt. Meðal umfjöllunarefna er reynsla íbúa í Kaliforníuríki Bandaríkjanna af stjórnarskrárgerð, stjórnarskrárgerð í stafrænum heimi og stjórnarskrár út frá sjónarhóli í anarkisma. Eftir að fyrirlestrum lýkur verða opnar umræður með öllum fyrir­ lesurunum og áhorfendum. Ráð­ stefnan hefst klukkan 14.00 og stendur í þrjá tíma, hún er öllum opin. n kristjan@dv.is Í draumahlutverkinu Évgení Onegin Hljómsveitarstjóri: Benjamin Levy Leikstjóri: Anthony Pilavachy Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: María Th. Ólafsdóttir Hlutverk: Évgeni Onegin: Andrey Zhilikhovsky Tatjana: Þóra Einarsdóttir Gremin prins: Runi Brattaberg Vladimir Lenskí: Elmar Gilbertsson Olga: Nathalía Druzin Halldórsdóttir Larina, móðir Tatjönu og Olgu: Hanna Dóra Sturludóttir Filipévna, barnfóstran: Alina Dubik Monsieur Triquet: Hlöðver Sigurðsson n Óperan er sungin á rússnesku Lenskí og Olga Elmar og Nathalía Druzin Halldórs- dóttir. Mynd JóHanna óLaFsdóTTir Guðrún Vilmundardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.