Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 25
Vikublað 1.–3. nóvember 2016 Sport 21
101 milljón evra á síðustu þremur
árum. Þó ber að hafa í huga að þessi
félög hafa einnig selt leikmenn á móti
á meðan RB Leipzig hefur ekki selt
leikmenn svo neinu nemur.
Félagið óvinsælt
Knattspyrnuunnendur eiga það til
að hrífast með og samgleðjast klúbb
um sem synda gegn straumnum og
ná góðum árangri, þvert á væntingar.
Gott dæmi um þetta er Leicester sem
varð Englandsmeistari á síðustu leik
tíð. Þó að RB Leipzig sé ungt félag fer
því fjarri að það sé það vinsælasta
meðal þýskra knattspyrnuunnenda
eins og kom fram í umfjöllun Guard
ian um félagið í september síðastliðn
um. Fyrsti heimaleikur RB Leipzig í
efstu deild var gegn Borussia Dort
mund í ágúst. Fyrir leik ákváðu stuðn
ingsmenn Dortmund að ferðast ekki
til Leipzig. Að sögn talsmanna stuðn
ingsmanna var þetta gert til að mót
mæli því hvernig staðið er að mál
um hjá RB Leipzig. „Auðvitað græðir
Dortmund peninga. En við gerum
það til að geta spilað fótbolta á hæsta
stigi. Leipzig spilar fótbolta til að selja
vöru og ákveðinn lífsstíl. Það er mun
ur þar á,“ sagði JanHenrik Gruszecki,
stuðningsmaður Dortmund og einn
þeirra sem skipulögðu mótmælin.
Keyptu lið í fimmtu deild
Áður en RB Leipzig komst í eigu Red
Bull hét félagið SVC Markranstädt og
lék í fimmtu efstu deild Þýskalands.
Félagið var lítt þekkt og jafnvel heima
fyrir, í NeðraSaxlandi, var það á vör
um fárra. Árið 2009 komu forsvars
menn Red Bull að máli við stjórn
endur félagsins, festu kaup á því og
skiptu um nafn. Samkvæmt þýskum
lögum mega íþróttafélög ekki heita
eftir styrktaraðilum og því ákváðu
stjórnendur félagsins að nefna fé
lagið Rasen Ballsport Leipzig, eða RB
Leipzig sem stjórnendur vilja að allir
noti. Glöggir lesendur átta sig eflaust
á því að RB er vísun í Red Bull.
Reglur gera liðum erfitt fyrir
Það eru ekki markaðsaðferðir RB
Leipzig sem stuðningsmenn annarra
liða eru ósáttir við, heldur miklu
frekar sú hætta sem þeir telja að þýsk
um fótbolta stafi af félaginu og öðrum
líkum. Hingað til hefur heilbrigt
eignarhald einkennt þýskan fótbolta
og eru reglur í gildi sem gera vellauð
ugum fjárfestum erfitt fyrir að taka
yfir heilu félögin.
Samkvæmt hinni svonefndu 50+1
reglu verða félög sem spila í þýsku
deildarkeppnunum að ráða yfir
meirihluta atkvæða sem varða félög
in. Reglunni var komið á árið 1998
til að tryggja að meðlimir félaganna,
stuðningsmenn, hefðu völdin og til að
koma í veg fyrir að til dæmis erlendir
fjárfestar gætu eignast meirihluta í fé
lögunum. Í tilfelli Borussia Dortmund
þýðir þetta til dæmis að þeir 139 þús
und stuðningsmenn sem greiða ár
gjald til félagsins hafa mikil áhrif og
geta meðal annars komið í veg fyr
ir miðahækkanir. Forsvarsmenn
RB Leipzig komust ekki hjá því að
hlíta þessari reglu þótt þar á bæ hafi
menn reynt ýmislegt til að fara á svig
við hana. Árgjaldið fyrir stuðnings
menn RB Leipzig er þúsund evrur,
125 þúsund krónur, á meðan árgjaldið
hjá Dortmund er 62 evrur, 7.700 krón
ur. Í umfjöllun Guardian í september
kom fram að meðlimir Leipzig, sem
hafa atkvæðis rétt ef svo má segja, séu
einungis 17 talsins, þar af er meirihluti
hátt settir starfsmenn Red Bull.
Brekkan á köflum brött
Allt þetta hefur hleypt illu blóði í
stuðningsmenn annarra liða og hefur
brekkan á köflum verið brött fyrir
forsvarsmenn RB Leipzig. Í leik gegn
Union Berlin árið 2014 tóku stuðn
ingsmenn Berlínarliðsins sig til og
klæddust svörtum regnstökkum.
Þeir þögðu svo fyrstu fimmtán mín
útur leiksins. Í leik gegn Dynamo
Dresden í þýska bikarnum í byrjun
leiktíðar köstuðu nokkrir stuðnings
menn Dresdenliðsins nautgripa
hausum inn á völlinn. Og stuðn
ingsmenn Hoffenheim, sem hefur
stundum verið kallaður plastklúbb
ur vegna eignarhaldsins á félaginu,
mættu með borða á leik gegn Leipzig
fyrr á tímabilinu sem á stóð: „Við
viljum krúnuna okkar aftur – mest
hataði klúbbur Þýskalands.“ Áður
en að leiknum gegn Dortmund kom
meinaði Dortmund forsvarsmönnum
RB Leipzig að nota lógó gestaliðsins á
trefla og annan varning sem jafnan er
seldur fyrir leiki.
Þó að félagið sé ekki það vin
sælasta í Þýskalandi er það vin
sælt meðal margra íbúa Leipzig. RB
Leipzig er eina fótboltaliðið frá fyrr
verandi AusturÞýskalandi sem spilar
í efstu deild og það fyrsta í áraraðir frá
Leipzig sem nær einhverjum árangri.
Liðið spilar á glæsilegum heimavelli,
Red Bull Arena, sem var byggður
árið 1954 en tekinn í gegn fyrir HM í
Þýskalandi árið 2006. Völlurinn tekur
um 42 þúsund áhorfendur og er upp
selt á nær alla leiki liðsins.
Spila flottan fótbolta
Forsvarsmenn og áhangendur RB
Leipzig hafa svarað gagnrýnisrödd
um fullum hálsi og bent á að félag
ið sé ekki frábrugðið öðrum þýskum
félögum. Ralf Rangnick, sem er öll
um hnútum kunnugur í þýskum fót
bolta, er yfirmaður knattspyrnumála
hjá félaginu og hefur úrslitavald varð
andi kaup og sölu á leikmönnum.
Knattspyrnustjórinn heitir Ralph Ha
senhuttl og er 49 ára. Hann lék á sín
um tíma nokkra landsleiki fyrir Aust
urríki og hafði áður gert ágæta hluti
með FC Ingolstadt og komið liðinu í
deild þeirra bestu. Undir þeirra stjórn
hefur liðið spilað áferðarfallegan og
skemmtilegan fótbolta. Á undan
förnum árum hefur félagið fjárfest
að langstærstum hluta í ungum leik
mönnum, yngri en 24 ára, og má til
að mynda geta þess að hinn ungi Jos
hua Kimmich sló fyrst í gegn hjá fé
laginu áður en hann gekk í raðir FC
Bayern fyrir síðasta tímabil. Hann
hefur blómstrað hjá Bayern á þessari
leiktíð og er talinn ein bjartasta von
Þjóðverja. Þetta fyrirkomulag hefur
gefist vel hjá RB Leipzig og á meðan
Ralf Rangnick ræður ríkjum sem yfir
maður knattspyrnumála má búast
við því að félagið haldi áfram að
gefa ungum leikmönnum tækifæri
og verði hugsanlega næsta stórlið
Þýskalands. n
n RB Leipzig enn taplaust við topp deildarinnar í Þýskalandi n Klúbburinn var stofnaður 2009
Naby Keita
Staða: Miðjumaður
Aldur: 21 árs
Keita hefur verið
besti leikmaður
Leipzig í vetur og skorað
þrjú mörk í sex leikjum í deildinni. Hann
er aðeins 21 árs og kom til félagsins frá
Red Bull Salzburg í sumar.
Emil Forsberg
Staða: Vængmaður
Aldur: 25 ára
Sænski landsliðsmaður-
inn gekk í raðir Leipzig
sumarið 2015 frá
Malmö. Hann hefur
gert góða hluti
með liðinu í haust
og skorað þrjú mörk
í deild.
Marcel Sabitzer
Staða: Framherji
Aldur: 22 ára
Þessi efnilegi
Austurríkismaður
skoraði sitt fyrsta
landsliðsmark gegn
Íslandi árið 2014.
Skoraði bæði mörk liðsins í
2-0 sigri á Darmstadt um helgina.
Timo Werner
Staða: Framherji
Aldur: 20 ára
Werner á yfir 100
leiki að baki í efstu
deild þrátt fyrir að
vera aðeins tvítugur.
Spilaði með Stutt-
gart áður en hann færði
sig um set til RB Leipzig í sumar. Hefur
farið vel af stað og skorað þrjú mörk í
fimm leikjum á tímabilinu.
Helstu stjörnur liðsins:
Optrel Vegaview
2.5 DIN er
heimsmeistarinn
Optrel
fótósellu-
hjálmar
fyrir
rafsuðu
Stjórinn Austur ríkismaðurinn Ralph Hasenhuettl tók við þjálfun liðsins fyrr á árinu. Hann
lék á sínum tíma átta landsleiki fyrir Austurríki.