Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Qupperneq 32
Vikublað 1.–3. nóvember 201628 Menning Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 S viðslistahópurinn ST/una frumsýndi fyrir stuttu ein­ leikinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fá­ viti. Nafn verksins er forvitnilegt og vel heppnað, enda felur það í sér bæði ögrun og spennu. Höfundur þess, Rodrigo García, er fæddur í Argentínu en fluttist til Spánar árið 1986. Hann hefur skrifað fjölmörg verk sem vakið hafa bæði áhuga og andúð áhorfenda og verk hans hafa verið sýnd víðs vegar um Evrópu. Það er dýrmætt fyrir íslenskt menn­ ingarlíf að fá sýnishorn af því mark­ verðasta sem fram kemur í nútíma leikritagerð beggja vegna Atlants­ hafsins. Slíkum sýningum mætti gjarnan fjölga, ekki síst með það að markmiði að höfða til yngri áhorf­ enda. Í stuttu máli fjallar leikritið um mann sem glímir við þunglyndi og ofsa. Í kröftuglegu sjálfseyðingar­ kasti tekur hann út ævisparnað sinn, nokkur hundruð þúsund krónur, til þess að fara til Madrídar og brjót­ ast inn í Prado­safnið eftir lokun. Þar hyggst hann eyða nóttinni í að horfa á hinar óhugnanlegu svörtu myndir Goya, sem sýna heim­ inn til helvítis farinn. Með í partíið býður hann sex og ellefu ára sonum sínum. Þeim hugnast reyndar betur að heimsækja Disneyland Parísar en fallast á ferðalagið eftir mjög áhugaverðar samningaviðræður. Til að auka enn fjörið og klára örugg­ lega allan sjóðinn er splæst í áfengi, kókaín, þýskan heimspeking, dýra hótelgistingu, kjötlokur og margra klukkutíma leigubílarúnt. Una Þorleifsdóttir fer einfalda leið í sviðsetningunni, salurinn er reykfylltur þannig að áhorfendur sjá lítið frá sér þegar þeir ganga að sætum sínum. Leik­ arinn stendur nán­ ast í sömu sporun­ um allan tímann í ljósrákum sem skera reykinn. Upphafsatriðið reynir töluvert á þolinmæði áhorf­ enda og hefði al­ veg mátt missa sín. Sýningin fer ekki af stað fyrr en textinn byrjar að hljóma. Stefán Hallur talar ýmist í hljóðnema eða beint til áhorf­ enda, sem sitja í mikilli nálægð við hann. Hljóðnem­ inn virkar vel í persónulegustu samtölunum, því með hárnákvæmri raddbeitingu leikarans er eins og hljóðkerfið magni hugsanir fremur en rödd. Stefán er lunkinn við að brjóta upp bæði hljómfall og hraða þannig að frásögnin dettur sjaldnast niður. Hann veltir upp misáhugaverð­ um meinum á staðalsamfé­ laginu og stekkur í hlutverk sona sinna þegar hann rífst við þá. Texti drengjanna er mjög fullorðinslegur, jafnvel leiðinlega skynsamlegur og súrrealískt að ímynda sér þá ræða við skapofsamanninn, föður sinn, á þessum nótum. Sýningin er á margan hátt tækni­ lega mjög vel unnin af bæði leik­ ara og leikstjóra. Áhorfendur kynn­ ast spennandi leikskáldi og sjá nýja hlið á Stefáni Halli, sem leikur hlut­ verk sitt af mikilli list. Verkið er ekki hefðbundið, taumlaus textinn er gagnrýninn á veruleika okkar en býður ekki upp á neinar lausnir og persóna verksins tekur engum breytingum. Fjölmargir hafa reynslu af því að hafa einhvern tímann á lífsleiðinni tekið þá meðvituðu ákvörðun að sturta lífi sínu niður með heimsku­ legum hætti. Það stendur upp úr eftir þessa sýningu að munurinn á okkur og öðrum Evrópubúum í síkum hug­ leiðingum, er helst sá að á meðan þeir taka út ævisparnaðinn til að kosta sjálfseyðingarpartíið þá bætum við einu láni til viðbótar í safnið. n Flóttinn til helvítis Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti Höfundur: Rodrigo García Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikari: Stefán Hallur Stefánsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Oddur Júlíusson Sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu Satúrnus étur son sinn Eitt af þeim málverkum Goya sem aðalpersóna leikritsins mun sjá í Pradó-safninu í Madríd. Að sturta lífi sínu niður Stefán Hallur sýnir á sér nýja hlið í hlutverki manns sem tekur út ævisparnað sinn í kröftugu sjálfseyðingarkasti og ákveður að taka syni sína til Madrídar og brjótast inn í Prado-safnið eftir lokun. Samfélagskrafan er að listamenn séu malandi gæludýr Hannes Lárusson gagnrýnir stöðu myndlistarinnar B einskeytt orð Hannesar Lárus­ sonar um íslenska myndlist sem hann lét falla í viðtali á dv. is um helgina hafa vakið nokkra athygli í listaheiminum. Tilefni viðtals­ ins var sýningin Kwitcherbellíakin sem hann stóð að ásamt Tinnu Grétars­ dóttur og Ásmundi Ásmundssyni – en það er sami hópurinn og stóð að einni umdeildustu listsýningu síðustu ára, Koddu, árið 2009. Ræddi Hannes meðal annars um gagnrýnisleysi íslenskra listamanna og hversu óáberandi þeir væru í um­ ræðunni, en þar með sé það fyrst og fremst markaðurinn og pólitíkin sem ákvarði hvaða farangur íslenskt samfé­ lag taki með sér inn í framtíðina. „Það er engin andstaða lengur inn­ an listaheimsins og engin gagnrýni kemur almennt frá listamönnum; sem reyndar er ekki von þar sem tilvistar­ grundvöllur þeirra er mjög þröngt skammtaður. Listamenn eru alltaf að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir utanaðkomandi öflum og missa smám saman sjónar á einhverjum dýpri veruleika. Það er ekki viðurkennt leng­ ur í þessari menningu – og alls ekki á Ís­ landi – að listamenn séu hugsandi ver­ ur. Ef þið flettið upp í dagblöðum frá 20, 30 eða 40 árum síðan þá eru löng viðtöl við listamenn því þeir voru álitnir hafa eitthvað til málanna að leggja, þetta er útilokað í dag! Ef þeir halda að þeir séu svolítið gáfaðir þá leika þeir sig meira að segja heimska svo eitthvert mark verði tekið á þeim. Þetta leiðir svo aftur til þess að alvarlegum fræðimönnum eða hugsandi fólki dettur varla lengur í hug að fá myndlistarmenn í umræð­ ur eða pallborð um pólitík, eða sam­ félagsmál, jafnvel ekki einu sinni um arkitektúr eða stefnumótun í eigin fagi. Samfélagskrafan virðist vera að lista­ menn séu grínaktugir, eilífðar popp­ arar og „afþreyjarar“ sem umfram allt eru þægir ljáir í þúfu, malandi gæludýr. Fólk virðist ekki lengur vilja sækja vit og visku í listirnar heldur staðfestingu og réttlætingu á eigin hringavitleysu.“ n Lestu viðtalið í heild sinni á www. dv.is/menning kristjan@dv.is Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.