Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201618 Fréttir VE R T Bíókvöld? Þetta verður veisla Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma Safna stökkbreyttum dýrum og hauskúpum Ný bók veitir innsýn í heim þeirra sem safna ógnvekjandi og öðruvísi munum B andaríski rithöfundurinn Paul Gambino á heiðurinn af nýrri bók um safnara sem sækjast eftir ógnvekjandi og óhefðbundnum gripum eins og fóstrum lífvera, uppstopp- uðum stökkbreyttum dýrum og persónulegum munum sem áður voru í eigu margra af þekktustu fjöldamorðingjum heims. Bókin, Morbid Curiosities: Collections of the Uncommon and the Bizarre, er innsýn í heim þeirra sem eru drifnir áfram í leit sinni að hinu undarlega og hefur vakið talsverða athygli. Djöflar og bein Gambino hitti fimmtán safnara sem allir státa af stórum einkasöfnum sem öll eiga það sameiginlegt að innihalda óhefðbundna og í flestum tilvikum ógnvekjandi muni. Höf- undurinn fellur sjálfur í þann hóp og hefur tilheyrt honum síðastliðin 20 ár. Þekking hans á málaflokknum útskýrir á vissan hátt tilgang bók- arinnar en henni er ætlað að draga fram í ljósið persónuleika safnar- anna. Þeir séu ekki ögrandi sér- vitringar sem glími við erfið andleg veikindi. Húðflúrarinn bandaríski Paul Booth er einn viðmælenda Gambino en hann hefur komið sér upp myndarlegu safni. Booth er þekkt- astur fyrir að vera einn fremsti lista- maður heims þegar kemur að ógn- vekjandi húðflúri og er flestum öðrum fremri í að teikna djöfla og skrímsli. Á heimili hans má finna beinagrindur, uppstoppuð dýr og gamlar grímur og aðra sögulega muni sem tengjast trúarathöfnum þekktra djöfladýrkenda. Að sögn Booth hellt- ist söfnunaráráttan yfir hann á ferða- lögum til gamalla evrópskra borga. Tennur látinna fíkla Einn þekktasti safnarinn í hópnum er án efa hin 35 ára gamla Nicole Angemi sem starfar sem aðstoðar- kona meinafræðings í New Jersey í Bandaríkjunum. Angemi er með um eina milljón fylgjenda á samfélags- miðlinum Instagram en hún fann sína fyrstu safnmuni í ruslagámi fyrir utan líkhús í New Jersey. Heimili hennar er oft líkt við ógnvekjandi og drungaleg heimkynni Addams-fjöl- skyldunnar frægu. Þar má finna upp- stoppuð hitabeltisdýr og krukkur sem innihalda rotnaðar tennur látinna eiturlyfjafíkla, gallsteina og fylgjur tveggja dætra Angemi í formalín. Bók Gambino kom út í lok sept- ember og hefur síðan þá vakið athygli. Í umfjöllun CNN um hana er vitnað í orð höfundarins um að viðmælendur hans eigi það allir sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á sögunni. „Þeir eru fornleifafræðingar þétt- býlisins, sagnfræðingar og fyrst og frems öllu fræðilegir sýningarstjór- ar sinna sístækkandi persónulegu einkasafna,“ segir Gambino. n Vinsæl Nicole Angemi er oft líkt við Morticiu Addams úr Addams-fjölskyldunni. Hún er með um milljón fylgjendur á Instagram og óhætt er að segja að myndirnar þar séu ekki fyrir viðkvæma. Safngripir Hér má sjá hluta úr safni eins viðmælenda Gambino sem hann geymir á heimili sínu. Hauskúpur Hér má sjá nokkuð stórt og myndarlegt safn af hauskúpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.