Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20164 Fréttir Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Níu misþyrmdu mökum sínum Tólf líkamsárásir áttu sér stað nú um helgina, þar af voru níu einstaklingar sem misþyrmdu mökum sínum með einum eða öðrum hætti. Vekur þessi tala óhug og sá lögregla ástæðu til að taka það sérstaklega fram um helgina. Aðfaranótt mánudags var róleg hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu en einn öku- maður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum og þá reyndi einn ökumaður að stinga af eftir að hafa valdið árekstri. Einn maður var handtekinn síðla nætur vegna rúðubrots en ástand hans var frekar bágborið. Hann var vistaður í fangageymslu. Trúðar elta börn í Grafar- vogi Trúðafaraldur er til rannsóknar í Grafarvogi. Trúðar hafa hrellt grunlaust fólk og hefur lögregla málin til rannsóknar. Þeir hafa meðal annars barið á glugga hjá fólki í myrkri. Þá eru dæmi um að trúðar hafi elt börn í hverfinu. Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir einstaklingar liggi undir grun. Trúðaæði hefur gengið yfir heimsbyggðina að undanförnu. Tilkynningar til lögreglu um fólk, sem klæðist trúðsfötum og hrellir annað fólk, hafa borist lögreglu- yfirvöldum víða um heim. Flykkjast til útlanda Met í utanlandsferðum Íslendinga Á rið 2016 fer í sögubækurnar hvað varðar fjölda utanlands- ferða Íslendinga. Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru brott- farir Íslendinga um Keflavíkurflug- völl þegar komnar upp í 450 þúsund. Greining Íslandsbanka fjallaði um þetta og vísaði í tölur Ferðamálastofu Íslands. Reiknað er með að rúmlega 74 þúsund Íslendingar bætist við á síðustu tveimur mánuðum ársins, samkvæmt spá Isavia. Ef fer sem horfir verða brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll 524 þúsund á ár- inu sem er metfjöldi. Jafngildir þetta 16,4 prósenta aukningu á milli ára. Í frétt Greiningar kemur fram að það mikla aðdráttarafl sem EM í Frakk- landi hafði eigi stóran þátt í þessari aukningu. n Margir á EM Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína til Frakklands í sumar. Bjarni Ákason og Valdimar Grímsson í viðræðum við Hafnartorgs-fjárfestinn Guðna Rafn G engið verður frá sölu Apple- umboðsins á Íslandi á næstu dögum að óbreyttu en viðræður milli núver- andi eigenda fyrirtækisins og fjárfestisins Guðna Rafns Eiríks- sonar eru á lokametrunum. Um- boðið er í eigu Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra epli.is, og Valdi- mars Grímssonar, fjárfestis og fyrr- verandi handboltakappa. Ljóst er að kaupverðið hleypur á hundruðum milljóna króna en Bjarni og Valdi- mar keyptu fyrirtækið á 160 milljón- ir í miðju efnahagshruninu. „Þetta er allt í ferli og við höfum alltaf sagt að ef það kemur réttur kaupandi, og Apple samþykkir, þá séum við tilbúnir að selja. Þetta er í vinnsluferli og það er ekki hægt að tímasetja eitt eða neitt,“ segir Valdi- mar í samtali við DV. Eiga epli.is Einkahlutafélagið Skakkiturn, í eigu Bjarna og Valdimars, er umboðsað- ili Apple á Íslandi og rekur verslanir undir merkinu Epli. Fyrirtækið nýt- ur því ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple og er í dag heildsali og smásali á vörum bandaríska raftækjafram- leiðandans. Samkvæmt nýjasta árs- reikningi Skakkaturns nam velta um- boðsaðilans í fyrra alls 2,7 milljörðum króna. Hagnaðurinn var þá 81 millj- ón króna og 177 milljónir árið á und- an. Heildarhagnaður Skakkaturns frá 2009 til 2015 nemur 713 milljónum. Arðgreiðslur til eigendanna námu 150 milljónum í fyrra og lagði stjórn Skakkaturns í sumar til að þeir fengju 180 milljónir í arð á þessu ári vegna rekstrarársins 2015. Eignir félagsins umfram skuldir námu í lok síðasta árs 442 milljónum og eiginfjárhlut- fallið var þá 39 prósent. Félag Bjarna og Valdimars keypti Apple-umboðið út úr þrotabúi Humac ehf. á 160 milljónir króna síðla árs 2008 í miðju efnahagshruni. Humac átti þá einnig umboðið fyrir Apple á Norðurlöndunum en Bjarni var í eigendahópi þess þangað til í apríl 2007. Þá seldi hann hlut sinn til Baugs Group og á þeim tíma var fé- lagið metið á 1,5 milljarða króna. Í maí 2009 seldi Skakkiturn starfsemi félagsins í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en það rak áður 15 verslanir í löndunum þremur. Átti í Hafnartorginu Guðni Rafn Eiríksson staðfest- ir í samtali við DV að salan sé á lokametrunum og að hann standi einn að kaupunum. Eins og Valdi- mar vill hann engu svara um kaup- verðið. Guðni var hluthafi í Reykjavík Development, áður Landstólpa þró- unarfélags ehf., sem átti byggingar- reitinn Hafnartorg í miðbæ Reykja- víkur þar sem opna á meðal annars verslun fatakeðjunnar H&M. Systur- félag verktakafyrirtækisins ÞG Verk keypti Reykjavík Development og reitinn í apríl síðastliðnum og sam- kvæmt frétt DV nam kaupverðið um fjórum milljörðum króna. Hluthafa- hópurinn sem Guðni tilheyrði keypti lóðirnar tvær sem mynda reitinn af ríkinu og Reykjavíkurborg á 1,8 millj- arða króna árið 2014. n Sala Apple á Íslandi á lokametrunum Epli Skakki-turn á og rekur verslun Eplis við Laugaveg og vefverslun-ina epli.is. Vill umboðið Guðni Rafn Eiríksson á í viðræðum um kaup á Skakkaturni ehf. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Helmingseigandi Valdimar Grímsson og Bjarni Ákason keyptu Apple á Íslandi í nóvember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.