Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201614 Fréttir É g vissi ekki einu sinni hvað þetta var,“ segir þingmaðurinn Brynjar Níelsson sem óvænt er kominn í hóp örfárra og útvalinna Ís- lendinga sem vottaðir hafa verið af Facebook. Brynjar segir í samtali við DV að vottuninni hafi verið smellt á persónulegan prófíl hans að honum forspurðum og hann kannast ekkert við að hafa samþykkt né sótt um slíkt. Í hóp með afreksmönnum Vottun sem þessi á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum hlotnast vanalega frægu fólki með marga fylgj- endur, fyrirtækjum eða vörumerkjum til að notendur geti áttað sig á því að þarna sé viðkomandi í raun og veru að baki því sem á síðunni birtist. Lausleg athugun DV leiddi í ljós að af stjórn- málamönnum eru aðeins Brynjar og opinber síða Bjarna Benediktssonar sem hlotið hafa slíka vottun hér. Þá hafa síður knattspyrnustjarnanna Eiðs Smára Guðjohnsen og Alfreðs Finnbogasonar fengið svona vottun, svo dæmi sé tekið, en annars eru þær fátíðar meðal Íslendinga. Einu stjórnmálamennirnir „Allt í einu var kominn blár hringur við nafnið mitt og ég vissi ekkert hvað þetta var. Svo sagði ein kona við mig: „Mikið þykist þú vera orðinn merki- legur.“ Ég kom af fjöllum og þá sagði hún að þetta fái bara sumir og það þurfi eitthvert umsóknarferli og vesen til. En ég þurfti ekki mikið um- sóknarferli því þetta kom mér al- gjörlega að óvörum.“ Athygli vek- ur að vottunin er á persónulega síðu Brynjars og er hann þar sér á báti hvað varðar kjörna fulltrúa þjóðarinn- ar varðar. Enginn af ráðherrum fráfar- andi ríkis stjórnar hefur fengið slíka upphefð, að Bjarna undanskildum, né opinber síða forseta Íslands. Ljóst er að Brynjar er kominn í hóp útvalinna. Kann ekkert á Facebook „Það getur vel verið að þeir hafi sent mér eitthvað án þess að ég hafi tekið eftir því, en ég efa það. Ég kann ekkert á tölvur. Ég kann ekkert á Facebook, nema að ég get sett inn færslur og fífl- ast. Það kom mér því á óvart að þessi blái hringur með hvíta hakinu væri allt í einu kominn og þá var mér sagt að þetta væri eitthvað sem færi í gegn- um eitthvert ferli. Ég fór ekki í gegnum neitt ferli og þetta kom fyrirvaralaust.“ Á upplýsingasíðu Facebook segir að sumar síður og prófílar einstak- linga fái vottun sem þessa til að tryggja að notendur geti treysti því að síðan sé ekta. Vottunarmerkið þýði að Facebook hafi staðfest að síðan sé ekki falsprófíll eða síða og viðkom- andi sé „opinber fígúra, fyrirtæki eða vörumerki.“ Nú má hafa af honum æruna Brynjar grínast með þetta og segir að nú þegar hann sé orðinn „opinber fígúra“ – með áherslu á seinna orðið, megi þá líklega rífa af honum æruna í nafni tjáningarfrelsis. „Dómstólar segja það. Þegar þú ert orðin opinber fígúra þá má segja meira um þig en aðra.“ Glettinn segir Brynjar að hann verði nú að fara varlega í að stríða Pírötum í framtíðinni svo hann fái ekki á sig ákæru fyrir hatursum- ræðu. „Nú þorir maður ekki að gera neitt,“ segir Brynjar og hlær. n Vottaðir Opinberar síður Bjarna Benediktssonar, ráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks- ins, og knattspyrnukappanna Eiðs Smára Guðjohnsen og Alfreðs Finnbogasonar eru meðal þeirra sem fengið hafa vottun Facebook við nöfn sín. MyNd FacEbooK „Ég kann ekkert á Facebook, nema að ég get sett inn færslur og fíflast. Brynjar og Bjarni vottaðir af Facebook n Sjálfstæðismennirnir í hóp útvalinna n Brynjar Níelsson var óvænt vottaður n „Vissi ekki hvað þetta var“ Vottaður þingmaður Brynjar Níelsson virðist vera eini óbreytti þingmaðurinn á Íslandi sem vottaður hefur verið af Facebook. Hann kom af fjöllum og segir merkið hafa birst fyrirvaralaust. MyNd dV Sigtryggur ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.