Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20164 Farðu norður - Kynningarblað Náttúrulegar heilsuvörur úr íslenskum jurtum Urtasmiðjan V ið Eyjafjörðinn má finna margs konar blómlega atvinnu­ starfsemi, en þar er eitt fyrirtæki sem er alveg sér í lagi blóm­ legt og hefur síðustu 24 árin framleitt hágæða snyrti­ vörur, húðvörur og líkams­ vörur úr íslenskum jurtum og lífrænt vottuðum hrá­ efnum. Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem eigandinn og fyrrverandi tón­ listarkennarinn, Gígja Kjartansdóttir Kvam, stofnaði og hefur stýrt frá upp­ hafi við góðan orðstír. Fyrsta fram­ leiðsluvara Urta­ smiðjunnar leit dagsins ljós fyrir 24 árum, en það var Græðismyrslið. Gefum Gígju orðið: „Mér varð oft hugs­ að til ömmu minnar sem tíndi jurtir sem hún blandaði í sinn eigin áburð sem hún notaði á bæði menn og skepnur. Í þá daga var ekki óalgengt að fólk notaði jurtir sér og sínum til heilsu­ bótar bæði í drykki og smyrsli, því vitneskjan um áhrifamátt jurtanna var víða til staðar og ekki alltaf hægt að hlaupa til læknis svo fólk varð oft að bjarga sér sjálft. Græði­ smyrslið mitt hefur frá því fyrsta verið afar eftirsótt og alla tíð síðan sannað gildi sitt sem alhliða græð­ andi áburður. Það flýtir fyrir að græða s.s. legusár, sólbruna, sólar­ exem, ýmis útbrot og gyllinæð, en ekki síst er það mjög áhrifarík­ ur brunaáburður. Græðismyrslið inniheldur m.a. vallhumal og rauð­ smára sem eru þekktar jurtir fyrir græðandi virkni. Morgunfrú er viðurkennd heilandi húðjurt og kamillan róandi á sviða og kláða og dregur úr bólgu, lofnarblóm og hafþyrnir eru ekki síst þekktar jurtir fyrir m.a. græðandi áhrif á brunasár. Græðismyrslið er not­ að á ýmsum heilsustofnunum og dvalarheimilum og fær alltaf mikið lof fyrir sína góðu og al­ hliða virkni. Ásamt Græði­ smyrslinu var Vöðva­ og gigtar­ olían ein af fyrstu tegundunum sem við fórum að framleiða og má segja að hugmyndin að henni hafi verið mín eigin þörf fyrir að milda verki í liðum og mýkja harða og spennta vöðva. Í henni er blóðberg, einir, arnika og fleiri áhrifaríkar jurtir, sem þekktar eru fyrir mildandi áhrif sín á gigtar­ verki, eymsli og stirðleika í liðum, vöðvaspennu og sinadrátt. Olían smýgur vel inn í húð og vöðva og fer ekki í föt. Hún er notuð víða á nuddstofum hér á landi og erlendis og fær frábær ummæli frá nuddur­ um og nuddþegum.“ Auk þessara framangreindu tegunda framleiðir Urtasmiðjan fjölmargar aðrar tegundir, s.s. and­ litskrem úr íslenskum fjallagrösum, djúpnærandi silkiandlitsolíu (serum), handkrem, mýkjandi fótasalva (hælakrem) og fleira. Framleiðsla Urtasmiðjunnar inniheldur engin aukaefni, engin erfðabreytt efni eða dýraafurðir. Auk okkar hreinu og heilnæmu jurta er allt hráefnið upprunnið úr náttúrunni, lífrænt vottað, viður­ kennt og leyft í lífrænni fram­ leiðslu. Allar frekari upplýsingar um húðvörur Urtasmiðjunnar og sölustaði má finna á vefsíðunni www.urtasmiðjan.is. og Face­ book­síðunni www.facebook.com/ Urtasmidjan. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.