Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 48
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201640 Menning Ensk þýðing á skáldsögunni Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er besta glæpasaga ársins í Bretlandi að mati gagnrýnenda The Sunday Times, en listi með meðmælum gagnrýnenda blaðsins birtist um helgina. Bókin, sem nefnist Why did you lie? á ensku, kom út í ágúst og hlaut þá glimrandi dóma hjá Joan Smith, gagnrýn- anda Sunday Times, sem sagði hana „snilldarverk.“ Fjöldi íslenskra dansara tekur þátt í norræna dans- vettvanginum Ice Hot sem fer fram í Kaupmanna höfn 30. nóvember til 4. desember. Íslenski dans- flokkurinn sýnir Black Marrow, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir mætir með Milkywhale, Margrét Sara Guðjónsdóttir með sýn- inguna Spotted, Bára Sigfúsdótt- ir með The lover, auk þess sem Ásrún Magnúsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómars- dóttir munu kynna sýningar sínar. Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 Úr listheiminum N ýbylgjusveitin Jonee Jonee stígur á svið í fyrsta skipti opinberlega frá því í nóv- ember 1982 á tónleikunum Fullveldispönk á Hard Rock Café, fimmtudaginn 1. desember. Garðabæjarsveitin var ein þeirra sem komu fram í kvikmyndinni ódauðlegu Rokk í Reykjavík. Þar lék hún lögin Af því pabbi vildi það og Hver er svo sekur. Sveitin gaf út eina breiðskífu, Svonatorrek, en lagði upp laupana skömmu síðar. „Síð- ustu tónleikar voru í N.E.F.S., Fé- lagsstofnun stúdenta, árið 1982. Ég var að fara í nám til New York og það var því ákveðið að þetta yrðu síðustu tónleikarnir í bili. Þetta voru fínir tónleikar. Ef ég man rétt var mjög flott umfjöllun um þá í DV,“ segir Þorvarður Hafsteinsson, söngvari og saxófónleikari hljómsveitarinnar, en auk hans eru í bandinu Berg- steinn Björgúlfsson trommuleikari og Heimir Bárðarson bassaleikari. Hvað kemur til að sveitin kemur saman 34 árum seinna? „Þetta var nú bara fyrir tilstilli Dr. Gunna og pönksafnsins. Við ætluð- um að spila á opnun safnsins í nóvem- ber en menn voru tæpir á að láta það ganga upp tímalega svo þetta dróst svona. Við komum reyndar saman árið 1991 og tókum upp nokkur lög – en gerðum ekki neitt með þau.“ Hvernig hafa æfingar gengið? „Þetta er bara eins og að læra að hjóla, þetta er allt þarna. Allt í allt verða þetta 14 lög. Aðallega þessi lög sem við vorum að spila hvað mest á þessum Rokk í Reykjavík-árum og svo er eitt sem hefur aldrei verið spil- að opinberlega áður.“ Auk Jonee Jonee spila þrjár gamlar pönksveitir á tónleikunum Hard Rock á fimmtudaginn; Fræbbblarnir, Q4U og Tauga- deildin. n Jonee Jonee snýr aftur á tónleikasviðið eftir 34 ár Spila á pönktónleikum á fullveldisdaginn af því að Dr. Gunni vildi það Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fyrir 34 árum Tríóið Jonee Jonee árið 1982 skömmu áður en það lagði upp laupana. Mynd ViKan/ RaGnaR Th. SiGuRðSSon U m helgina brenndi nærfata- hönnuðurinn Joe Corré, sonur guðforeldra pönksins, Malcolms McLaren og Vivienne Westwood, minjagripi tengda upp- hafsárum pönksins, sem metnir höfðu verið á tæplega 600 milljónir króna. Meðal þeirra minja sem brunnu voru sjaldgæfar demóupptökur, föt úr pönk- búðinni SEX, Sid Vicious-dúkka og buxur af Johnny Rotten. Brennan, sem átti sér stað á 40 ára útgáfuafmæli lagsins Anarchy in the UK með Sex Pistols, var haldin til að mótmæla sýningunni Punk London sem nokkrar helstu menningarstofn- anir borgarinnar standa fyrir í tilefni afmælisins. Corré sigldi á bát út á ána Thames með minjagripi, pólitísk slagorð og brúður sem minntu á helstu stjórnmála- menn Bretlands um þessar mundir og kveikti í. Í stuttri ræðu sem Corré hélt áður en hann kveikti í bátnum sagði hann að pönk hafi boðið upp á útgönguleið fyrir kynslóð sem eygði enga framtíð: „Pönk átti aldrei að snúast um nostalgíu,“ sagði Corré. n kristjan@dv.is Pönksafnið brennur Joe Corré brenndi minjagripi fyrir 600 milljónir króna Pönkið er dautt Sagði Joe Corré um leið og hann kveikti í minjagripum tengdum fyrstu árum pönksins, en gripirnir höfðu verði metnir á tæplega 600 milljónir króna. Mynd EPa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.