Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 48
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201640 Menning Ensk þýðing á skáldsögunni Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er besta glæpasaga ársins í Bretlandi að mati gagnrýnenda The Sunday Times, en listi með meðmælum gagnrýnenda blaðsins birtist um helgina. Bókin, sem nefnist Why did you lie? á ensku, kom út í ágúst og hlaut þá glimrandi dóma hjá Joan Smith, gagnrýn- anda Sunday Times, sem sagði hana „snilldarverk.“ Fjöldi íslenskra dansara tekur þátt í norræna dans- vettvanginum Ice Hot sem fer fram í Kaupmanna höfn 30. nóvember til 4. desember. Íslenski dans- flokkurinn sýnir Black Marrow, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir mætir með Milkywhale, Margrét Sara Guðjónsdóttir með sýn- inguna Spotted, Bára Sigfúsdótt- ir með The lover, auk þess sem Ásrún Magnúsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómars- dóttir munu kynna sýningar sínar. Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 Úr listheiminum N ýbylgjusveitin Jonee Jonee stígur á svið í fyrsta skipti opinberlega frá því í nóv- ember 1982 á tónleikunum Fullveldispönk á Hard Rock Café, fimmtudaginn 1. desember. Garðabæjarsveitin var ein þeirra sem komu fram í kvikmyndinni ódauðlegu Rokk í Reykjavík. Þar lék hún lögin Af því pabbi vildi það og Hver er svo sekur. Sveitin gaf út eina breiðskífu, Svonatorrek, en lagði upp laupana skömmu síðar. „Síð- ustu tónleikar voru í N.E.F.S., Fé- lagsstofnun stúdenta, árið 1982. Ég var að fara í nám til New York og það var því ákveðið að þetta yrðu síðustu tónleikarnir í bili. Þetta voru fínir tónleikar. Ef ég man rétt var mjög flott umfjöllun um þá í DV,“ segir Þorvarður Hafsteinsson, söngvari og saxófónleikari hljómsveitarinnar, en auk hans eru í bandinu Berg- steinn Björgúlfsson trommuleikari og Heimir Bárðarson bassaleikari. Hvað kemur til að sveitin kemur saman 34 árum seinna? „Þetta var nú bara fyrir tilstilli Dr. Gunna og pönksafnsins. Við ætluð- um að spila á opnun safnsins í nóvem- ber en menn voru tæpir á að láta það ganga upp tímalega svo þetta dróst svona. Við komum reyndar saman árið 1991 og tókum upp nokkur lög – en gerðum ekki neitt með þau.“ Hvernig hafa æfingar gengið? „Þetta er bara eins og að læra að hjóla, þetta er allt þarna. Allt í allt verða þetta 14 lög. Aðallega þessi lög sem við vorum að spila hvað mest á þessum Rokk í Reykjavík-árum og svo er eitt sem hefur aldrei verið spil- að opinberlega áður.“ Auk Jonee Jonee spila þrjár gamlar pönksveitir á tónleikunum Hard Rock á fimmtudaginn; Fræbbblarnir, Q4U og Tauga- deildin. n Jonee Jonee snýr aftur á tónleikasviðið eftir 34 ár Spila á pönktónleikum á fullveldisdaginn af því að Dr. Gunni vildi það Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fyrir 34 árum Tríóið Jonee Jonee árið 1982 skömmu áður en það lagði upp laupana. Mynd ViKan/ RaGnaR Th. SiGuRðSSon U m helgina brenndi nærfata- hönnuðurinn Joe Corré, sonur guðforeldra pönksins, Malcolms McLaren og Vivienne Westwood, minjagripi tengda upp- hafsárum pönksins, sem metnir höfðu verið á tæplega 600 milljónir króna. Meðal þeirra minja sem brunnu voru sjaldgæfar demóupptökur, föt úr pönk- búðinni SEX, Sid Vicious-dúkka og buxur af Johnny Rotten. Brennan, sem átti sér stað á 40 ára útgáfuafmæli lagsins Anarchy in the UK með Sex Pistols, var haldin til að mótmæla sýningunni Punk London sem nokkrar helstu menningarstofn- anir borgarinnar standa fyrir í tilefni afmælisins. Corré sigldi á bát út á ána Thames með minjagripi, pólitísk slagorð og brúður sem minntu á helstu stjórnmála- menn Bretlands um þessar mundir og kveikti í. Í stuttri ræðu sem Corré hélt áður en hann kveikti í bátnum sagði hann að pönk hafi boðið upp á útgönguleið fyrir kynslóð sem eygði enga framtíð: „Pönk átti aldrei að snúast um nostalgíu,“ sagði Corré. n kristjan@dv.is Pönksafnið brennur Joe Corré brenndi minjagripi fyrir 600 milljónir króna Pönkið er dautt Sagði Joe Corré um leið og hann kveikti í minjagripum tengdum fyrstu árum pönksins, en gripirnir höfðu verði metnir á tæplega 600 milljónir króna. Mynd EPa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.