Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20166 Fréttir Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Kvika og Virðing í eina sæng Hafa undirritað viljayfirlýsingu S tjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um undirbún- ing samruna félaganna undir nafni Kviku. Í aðdraganda samein- ingar verður eigið fé Kviku lækkað um 600 milljónir króna og lækkunin greidd til hluthafa bankans. Hluthaf- ar Kviku munu eftir samruna eiga 70 prósenta hlut í sameinuðu félagi og hluthafar Virðingar 30 prósent. „Sameinað félag yrði einn stærsti aðili í eignastýringu á Íslandi með um 220 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verðbréfa- sjóði, fjárfestingasjóði, framtakssjóði, fasteignasjóði, veðskuldabréfasjóði og ýmsa fagfjárfestasjóði. Auk þess myndi sameinað félag ráða yfir öflug- um markaðsviðskiptum, fyrirtækja- ráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Á næstu vikum verður unnið að samkomulagi um helstu skilmála fyrir samrunanum, þ.m.t. um forsendur, gerð áreiðan- leikakannana, endanlega samnings- gerð og aðgerðar- og tímaáætlun. Ef sameining félaganna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár,“ segir í tilkynningu um samrunann. n ritstjorn@dv.is Sameinast undir nafni Kviku Á næstu vikum verður unnið að samkomu- lagi um helstu skilmála fyrir samrunanum. Keyptu aflandskrónur á lægra gengi rétt fyrir útboð Vogunarsjóðir áttu viðskipti á genginu 195 krónur gegn evru nokkrum vikum fyrir aflandskrónuútboð E igendur aflandskróna áttu viðskipti með slíkar krónu- eignir á lægra gengi en 190 krónur fyrir hverja evru að- eins nokkrum vikum áður en Seðlabanki Íslands hélt sérstakt gjaldeyrisútboð þar sem stór hluti aflandskrónueigenda féllst ekki á að losa um eignir sínar fyrir er- lendan gjaldeyri á því gengi. Íslensk stjórnvöld vöktu athygli á þessu í athugasemdum sínum til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) síðastliðið sumar í kjölfar kvartana sem bárust frá tveimur stórum aflandskrónu- eigendum – vogunarsjóðnum Autonomy Capital og sjóðastýr- ingarfyrirtækinu Eaton Vance – um að aðgerðir stjórnvalda um að losa fjármagnshöft hafi falið í sér ólög- mæta eignaupptöku og brot á jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Í til- kynningu sem ESA sendi frá sér í síðustu viku kom fram að ESA tæki ekki undir kvörtun aflandskrónu- eigenda. Aðgerðir íslenskra yfir- valda hefðu verið í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Þegar úrskurður ESA er lesinn í heild sinni kemur í ljós að stofn- unin tekur ekki undir neinar af athugasemdum sjóðanna. Þannig segir í úrskurðinum að þeir hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að íslensk stjórnvöld hafi með gjaldeyrisútboði Seðlabank- ans þvingað erlenda aðila sem áttu aflandskrónur til að samþykkja „óeðlilegan afslátt“ af krónueignum sínum. Þvert á móti, eins og stjórn- völd nefna í bréfi sínu til ESA, sé ástæða til að benda sérstaklega á í því samhengi að vísbendingar séu um viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum gagn- vart evru nokkrum vikum fyrir út- boð Seðlabankans. Samkvæmt heimildum DV áttu þau viðskipti sér stað á genginu 195 krónur fyrir hverja evru og var það vogunarsjóð- urinn Autonomy Capital sem stóð að baki kaupunum. Autonomy tregastur í taumi Sami sjóður var hins vegar á meðal þeirra aflandskrónueigenda sem tóku ekki þátt í útboði Seðlabank- ans 16. júní síðastliðinn, eða skil- uðu inn tilboðum sem bankinn féllst ekki á, og þurfa þess í stað að lúta því enda fastir með fé sitt á vaxtalausum reikningum um ófyrir séðan tíma. Í þessum hópi eru langsamlega umsvifamestir, með aflandskrónur upp á um 150 millj- arða, vogunarsjóðirnir Autonomy Capital og Discovery Capital ásamt sjóðastýringarfyrirtækjun- um Loomis Sayles og Eaton Vance. Á fundum sem sjóðirnir áttu með fulltrúum íslenskra stjórnvalda í að- draganda aflandskrónuútboðsins, eins og greint var frá í DV 8. júlí síð- astliðinn, kom fram að þeir vildu ekki losna út fyrir höft með eignir sínar í skiptum fyrir gjaldeyri á gengi sem væri óhagstæðara en 165 krónur fyrir hverja evru. Slík niður- staða hefði þýtt útboðsgengi sem væri um 15 prósentum lægra en þá- verandi skráð gengi krónunnar. Vogunarsjóðurinn Discovery Capital var sá eini sem skilaði inn tilboðum í nýafstöðnu gjaldeyr- isútboði, sem voru samþykkt af Seðlabankanum, og minnkaði um 17 milljarða aflandskrónu- eign sjóðsins við það um helm- ing. Af fjárfestingarsjóðunum fjór- um er Discovery Capital minnsti aflandskrónueigandinn – sjóður- inn var á sínum tíma langsamlega stærstur – en hinir sjóðirnir eiga hver um sig aflandskrónur að fjár- hæð 30 til 40 milljarða. Í opinberum fjárhagsupplýsingum frá Loomis Sayles og Eaton Vance má sjá að sjóðirnir bókfæra þær eignir hjá sér á annars vegar 220 krónur gagnvart evru og hins vegar 195 krónur fyrir hverja evru. Að stórum hluta keyptu sjóðirnir þessar aflandskrónur á sínum tíma á genginu 270 til 300 krónur fyrir hverja evru. Í kjölfar útboðs Seðlabankans áttu fulltrúar stjórnvalda og helstu eigendur aflandskróna í óformleg- um samskiptum til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir samkomu- lag um að leysa út eignir þeirra sem væri ásættanlegt fyrir báða að- ila. Þær tilraunir báru aftur á móti engan árangur ekki frekar en þegar Bandaríkjamaðurinn Rob Citrone, stofnandi og forstjóri Discovery Capital, reyndi að fá alla sjóðina til ná sameiginlegu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Sá fjárfestingar- sjóður sem reyndist langsam- lega tregastur í taumi gagnvart stjórnvöldum er Autonomy Capi- tal, sem er samtals með eignir upp á um fimm milljarða Banda- ríkjadala í stýringu, en sá sem fer fyrir sjóðnum er Robert Gibbins. Aflandskrónueign sjóðsins nemur um 35 milljörðum og eru eignirnar nánast að öllu leyti í ríkisskulda- bréfum sem eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Hafa talsvert svigrúm Í fyrrnefndri tilkynningu sem ESA sendi frá sér í liðinni viku var bent á að standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða alvarleg hætta sé á að örðugleikar skapist þá hafi stjórnvöld og löggjafinn, sam- kvæmt því sem EES-samningur- inn heimilar, talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana. „ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningn- um. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutning- um,“ var haft eftir Frank J. Büchel, sem fer með málefni fjármálamark- aða í stjórn ESA, í tilkynningu. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Aflandskrónufrumvarp Stjórnvöld bentu ESA á að sjóðirnir áttu viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum fyrir hverja evru rétt fyrir útboð Seðlabankans. Mynd Sigtryggur Ari Stofnandi Autonomy Robert Gibbins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.