Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Síða 6
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20166 Fréttir Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Kvika og Virðing í eina sæng Hafa undirritað viljayfirlýsingu S tjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um undirbún- ing samruna félaganna undir nafni Kviku. Í aðdraganda samein- ingar verður eigið fé Kviku lækkað um 600 milljónir króna og lækkunin greidd til hluthafa bankans. Hluthaf- ar Kviku munu eftir samruna eiga 70 prósenta hlut í sameinuðu félagi og hluthafar Virðingar 30 prósent. „Sameinað félag yrði einn stærsti aðili í eignastýringu á Íslandi með um 220 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verðbréfa- sjóði, fjárfestingasjóði, framtakssjóði, fasteignasjóði, veðskuldabréfasjóði og ýmsa fagfjárfestasjóði. Auk þess myndi sameinað félag ráða yfir öflug- um markaðsviðskiptum, fyrirtækja- ráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Á næstu vikum verður unnið að samkomulagi um helstu skilmála fyrir samrunanum, þ.m.t. um forsendur, gerð áreiðan- leikakannana, endanlega samnings- gerð og aðgerðar- og tímaáætlun. Ef sameining félaganna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár,“ segir í tilkynningu um samrunann. n ritstjorn@dv.is Sameinast undir nafni Kviku Á næstu vikum verður unnið að samkomu- lagi um helstu skilmála fyrir samrunanum. Keyptu aflandskrónur á lægra gengi rétt fyrir útboð Vogunarsjóðir áttu viðskipti á genginu 195 krónur gegn evru nokkrum vikum fyrir aflandskrónuútboð E igendur aflandskróna áttu viðskipti með slíkar krónu- eignir á lægra gengi en 190 krónur fyrir hverja evru að- eins nokkrum vikum áður en Seðlabanki Íslands hélt sérstakt gjaldeyrisútboð þar sem stór hluti aflandskrónueigenda féllst ekki á að losa um eignir sínar fyrir er- lendan gjaldeyri á því gengi. Íslensk stjórnvöld vöktu athygli á þessu í athugasemdum sínum til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) síðastliðið sumar í kjölfar kvartana sem bárust frá tveimur stórum aflandskrónu- eigendum – vogunarsjóðnum Autonomy Capital og sjóðastýr- ingarfyrirtækinu Eaton Vance – um að aðgerðir stjórnvalda um að losa fjármagnshöft hafi falið í sér ólög- mæta eignaupptöku og brot á jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Í til- kynningu sem ESA sendi frá sér í síðustu viku kom fram að ESA tæki ekki undir kvörtun aflandskrónu- eigenda. Aðgerðir íslenskra yfir- valda hefðu verið í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Þegar úrskurður ESA er lesinn í heild sinni kemur í ljós að stofn- unin tekur ekki undir neinar af athugasemdum sjóðanna. Þannig segir í úrskurðinum að þeir hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að íslensk stjórnvöld hafi með gjaldeyrisútboði Seðlabank- ans þvingað erlenda aðila sem áttu aflandskrónur til að samþykkja „óeðlilegan afslátt“ af krónueignum sínum. Þvert á móti, eins og stjórn- völd nefna í bréfi sínu til ESA, sé ástæða til að benda sérstaklega á í því samhengi að vísbendingar séu um viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum gagn- vart evru nokkrum vikum fyrir út- boð Seðlabankans. Samkvæmt heimildum DV áttu þau viðskipti sér stað á genginu 195 krónur fyrir hverja evru og var það vogunarsjóð- urinn Autonomy Capital sem stóð að baki kaupunum. Autonomy tregastur í taumi Sami sjóður var hins vegar á meðal þeirra aflandskrónueigenda sem tóku ekki þátt í útboði Seðlabank- ans 16. júní síðastliðinn, eða skil- uðu inn tilboðum sem bankinn féllst ekki á, og þurfa þess í stað að lúta því enda fastir með fé sitt á vaxtalausum reikningum um ófyrir séðan tíma. Í þessum hópi eru langsamlega umsvifamestir, með aflandskrónur upp á um 150 millj- arða, vogunarsjóðirnir Autonomy Capital og Discovery Capital ásamt sjóðastýringarfyrirtækjun- um Loomis Sayles og Eaton Vance. Á fundum sem sjóðirnir áttu með fulltrúum íslenskra stjórnvalda í að- draganda aflandskrónuútboðsins, eins og greint var frá í DV 8. júlí síð- astliðinn, kom fram að þeir vildu ekki losna út fyrir höft með eignir sínar í skiptum fyrir gjaldeyri á gengi sem væri óhagstæðara en 165 krónur fyrir hverja evru. Slík niður- staða hefði þýtt útboðsgengi sem væri um 15 prósentum lægra en þá- verandi skráð gengi krónunnar. Vogunarsjóðurinn Discovery Capital var sá eini sem skilaði inn tilboðum í nýafstöðnu gjaldeyr- isútboði, sem voru samþykkt af Seðlabankanum, og minnkaði um 17 milljarða aflandskrónu- eign sjóðsins við það um helm- ing. Af fjárfestingarsjóðunum fjór- um er Discovery Capital minnsti aflandskrónueigandinn – sjóður- inn var á sínum tíma langsamlega stærstur – en hinir sjóðirnir eiga hver um sig aflandskrónur að fjár- hæð 30 til 40 milljarða. Í opinberum fjárhagsupplýsingum frá Loomis Sayles og Eaton Vance má sjá að sjóðirnir bókfæra þær eignir hjá sér á annars vegar 220 krónur gagnvart evru og hins vegar 195 krónur fyrir hverja evru. Að stórum hluta keyptu sjóðirnir þessar aflandskrónur á sínum tíma á genginu 270 til 300 krónur fyrir hverja evru. Í kjölfar útboðs Seðlabankans áttu fulltrúar stjórnvalda og helstu eigendur aflandskróna í óformleg- um samskiptum til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir samkomu- lag um að leysa út eignir þeirra sem væri ásættanlegt fyrir báða að- ila. Þær tilraunir báru aftur á móti engan árangur ekki frekar en þegar Bandaríkjamaðurinn Rob Citrone, stofnandi og forstjóri Discovery Capital, reyndi að fá alla sjóðina til ná sameiginlegu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Sá fjárfestingar- sjóður sem reyndist langsam- lega tregastur í taumi gagnvart stjórnvöldum er Autonomy Capi- tal, sem er samtals með eignir upp á um fimm milljarða Banda- ríkjadala í stýringu, en sá sem fer fyrir sjóðnum er Robert Gibbins. Aflandskrónueign sjóðsins nemur um 35 milljörðum og eru eignirnar nánast að öllu leyti í ríkisskulda- bréfum sem eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Hafa talsvert svigrúm Í fyrrnefndri tilkynningu sem ESA sendi frá sér í liðinni viku var bent á að standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða alvarleg hætta sé á að örðugleikar skapist þá hafi stjórnvöld og löggjafinn, sam- kvæmt því sem EES-samningur- inn heimilar, talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana. „ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningn- um. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutning- um,“ var haft eftir Frank J. Büchel, sem fer með málefni fjármálamark- aða í stjórn ESA, í tilkynningu. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Aflandskrónufrumvarp Stjórnvöld bentu ESA á að sjóðirnir áttu viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum fyrir hverja evru rétt fyrir útboð Seðlabankans. Mynd Sigtryggur Ari Stofnandi Autonomy Robert Gibbins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.