Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 36
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201628 Sport K O L R E S T A U R A N T · S K Ó L A V Ö R Ð U S T Í G U R 4 0 · S Í M I 5 1 7 7 4 7 4 · K O L R E S T A U R A N T . I S JÓLASTEMNINGIN HEFST 23. NÓV …og matseðillinn fer í léttan jólabúning VILLIBRÁÐARSÚPA, TVÍREYKT HANGIKJÖT, TÚNFISKUR, DJÚPSTEIKT ANDAR-CONFIT, GRAFIÐ HREINDÝR, HANGIREYKTUR LAX, KRÓNHJÖRTUR OG PURUSTEIK eða KOLAÐUR LAX, MÖNDLUKAKA Verð 8.990 kr. á mann Borðapantanir í síma 517 7474 eða kolrestaurant.is KVÖLD JÓLAMATSEÐILL Þeir bestu sem ekki unnu úrvalsdeildina Steven Gerrard, Gianfranco Zola, Matt Le Tissier og allir hinir S teven Gerrard, fyrrverandi leikmaður Liverpool, til- kynnti í liðinni viku að hann væri hættur í fótbolta, 36 ára gamall. Óhætt er að segja að Gerrard hafi átt frábæran feril með Liverpool þar sem hann vann Meist- aradeildina, UEFA-bikarinn, enska bikarinn tvisvar og deildabikarinn þrisvar. En Gerrard tókst aldrei á þeim 17 leiktíðum sem hann lék með Liver- pool að vinna ensku úrvals- deildina. Hér gefur að líta yfirlit yfir aðra frábæra leikmenn, sem settu mark sitt á ensku úr- valsdeildina, en tókst aldrei að vinna titilinn eftir sótta. Sumir þessara leik- manna eru enn að og geta enn nælt í titil áður en skórnir fara upp í hillu. Þá skal tekið fram að leik- menn sem eru tiltölu- lega nýkomnir í deildina, eða enn ungir að árum, eru ekki í úttektinni. Ber þar að nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba, Philippe Coutinho, Mesut Özil og Alexis Sanchez svo dæmi séu tekin. n Gianfranco Zola Félag: Chelsea Leiktíðir í úrvalsdeildinni: 7 Ítalinn smái en knái er í hópi bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Zola lék með Chelsea frá 1996 til 2003 en það var áður en Rom- an Abramovic keypti félagið. Meðan Zola spilaði með Chelsea var félagið yfirleitt í efri hluta deildar- innar en gat illa keppt við Arsenal og Manchester United um titilinn. Zola skoraði 80 mörk í deildinni fyrir Chelsea en vann aldrei titilinn. Zola fékk sess í frægðarhöll enska boltans árið 2006. Robbie Fowler Félög: Liverpool, Leeds, Manchester City Leiktíð- ir í úrvalsdeildinni: 16 Fowler er í sjötta sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney, Andy Cole, Frank Lampard og Thierry Henry hafa skorað fleiri mörk. Fowler skoraði 30 mörk eða meira þrjár leiktíðir í röð á árunum 1994 til 1997 en hafa ber í huga að þá var hann á aldrinum 19 til 22 ára. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum frábæra leikmanni sem hætti í fótbolta árið 2012. Matt Le Tissier Félag: Southampton Leiktíðir í úrvals- deildinni: 10 Matt Le Tissier var í uppáhaldi hjá mörgum enda frábær fótboltamaður sem sannaði að það er hægt að vera örfáum kílóum of þungur í deild þeirra bestu. Tissier spilaði nær allan sinn feril með Southampton og var algjör yfirburðamaður í liðinu. Southampton var aldrei í toppbaráttu og því komst þessi magnaði leikmaður aldrei nálægt því að vinna titilinn. Tissier var tekinn inn í frægðarhöll enska boltans árið 2013. Luis Suarez Félag: Liverpool Leiktíðir í úrvals- deildinni: 4 Suarez er í hópi bestu fótboltamanna heims um þessar mundir en því miður fyrir hann og Liverpool tókst honum ekki að vinna ensku úrvalsdeildina. Suarez var kjörinn leikmaður ársins í úr- valsdeildinni vorið 2014 en það tímabil skoraði hann 31 mark í 33 leikjum í deild. Þetta tímabil reyndist vera hans síðasta með Liverpool – að sinni að minnsta kosti – og raðar kappinn nú inn mörkum með Barcelona. Gareth Bale Félag: Tottenham Leiktíðir í úrvalsdeildinnii: 6 Gareth Bale var langbesti maður Tottenham áður en hann var seldur til Real Madrid fyrir metfé árið 2013. Síðustu þrjár leiktíðir hans með Totten- ham var hann valinn í úrvalslið deildarinnar og þá var hann kjörinn leikmaður ársins árin 2011 og 2013. Bale tókst aldrei að vinna úrvalsdeildina með Tottenham en er búinn að vinna Meistara- deildina tvisvar með Real Madrid. Jimmy Floyd Hasselbaink Félag: Chelsea, Middlesbrough, Charlton Leiktíðir í úrvalsdeildinni: 7 Eins og allir vita mynduðu þeir Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen eitt besta framherjapar í sögu deildarinnar. Ólíkt Jimmy tókst Eiði að vinna titilinn enda var hann lengur hjá Chelsea. Þegar þessi magnaði Hollendingur var upp á sitt besta raðaði hann inn mörkum fyrir Chelsea, allt í allt gerði hann 88 mörk í 177 leikj- um í deild. Hann hélt svo áfram að skora hjá Middlesbrough og síðar Charlton en allt kom fyrir ekki. Aldrei varð Jimmy Floyd Englandsmeistari. Fernando Torres Félag: Liverpool, Chelsea Leiktíðir í úrvals- deildinni: 7 Fernando Torres var einn besti framherji heims árin 2007 til 2010 og raðaði hann inn mörkum fyrir Liverpool, skoraði 81 mark í 142 deildar- leikjum áður en hann var seldur til Chelsea fyrir metfé árið 2010. Þar gekk Torres ekki jafn vel og fór svo að hann var lánaður til Milan árið 2014. Svo vildi til að þetta tímabil varð Chelsea Eng- landsmeistari og þar sem Torres var fjarverandi á láni fékk hann enga medalíu. Marcel Desailly Félag: Chelsea Leiktíðir í úrvalsdeildinni: 6 Frakkinn ógnarsterki á fullan skáp af verðlaunapening- um eftir að hafa orðið heims- og Evrópumeistari með Frökkum, Ítalíumeist- ari með AC Milan og Evrópumeistari með Milan og Marseille. Desailly, sem af mörgum er talinn í hópi bestu varnarmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, náði aldrei að vinna deildina með Chelsea. Aðrir frábærir sem ekki hafa orðið meistarar: n Xabi Alonso n Javier Macherano n Jamie Carragher n Jermain Defoe n Les Ferdinand n Paul Gascoigne n Ruud Gullit n David Ginola n Gianluca Vialli n Robbie Keane n Sami Hyypia Frábær leikmaður Steven Gerrard lagði skóna á hilluna í síðustu viku. Honum tókst ekki að verða Englandsmeistari með Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.