Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201620 Fréttir Erlent ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Vísindamenn uggandi n Svört skýrsla um loftslagsbreytingar n Óttast óafturkræfar breytingar V iðvörunarbjöllurnar verða bara háværari,“ segir Marcus Carson, loftslags- sérfræðingur hjá sænsku umhverfisstofnuninni, um þá ógnvekjandi þróun sem nú á sér stað á norðurskautinu. Ísbreiðan þar hefur aldrei verið jafn lítil og um þessar mundir og hefur hiti á svæð- inu verið um 20 gráðum á Celsíus hærri en í meðalári. Á dögunum kom út skýrsla, The Arctic Resilience Report, þar sem dregin er upp dökk mynd af stöðu mála og framtíðarhorfum. Í niðurstöðum skýrslunnar, sem var unnin af 11 samtökum, þar á meðal Norður skautsráðinu, og sex háskól- um, kemur fram að áframhaldandi bráðnun íshellunnar gæti valdið óafturkræfum breytingum á vistkerfi alls heimsins. Hættulegir vendipunktar Í skýrslunni er ljósi varpað á svokall- aða vendipunkta (e. tipping points), sem verða þegar loftslag fer mjög skyndilega úr einu stöðugu ástandi yfir í annað stöðugt ástand með til- heyrandi áhrifum á nærliggjandi vistkerfi. Einn þeirra vendipunkta sem bent var í skýrslunni á við um freð- mýrarnar á nyrsta gróðurbelti jarðar. Hlýnandi loftslag – og bráðnun íss þar með – mun hafa þær afleiðingar að gróðurlendi mun vaxa og koma í staðinn fyrir ísþekjuna. Gróðurinn drekkur í sig meiri hita en ísinn sem aftur flýtir fyrir bráðnun íss. Þiðn- andi sífreri mun svo leiða til auk- innar losunar á metangasi sem er mjög öflug gróður húsalofttegund. Öll þessi keðjuverkun er talin geta valdið verulegum breyting- um á veðurkerfum jarðar – og er þá enginn óhultur; áhrifanna mun gæta um allan heim og í öllum vist- kerfum, til dæmis með hruni fiski- stofna í Norður-Íshafi. Mjög óvenjulegt Eins og áður segir hafa mikil hlý- indi verið á norðurskautinu undan- farnar vikur og hefur ís þar bráðnað mun hraðar en í venjulegu árferði. Undir venjulegum kringumstæðum á þessum árstíma ætti kuldinn á norðurskautinu að verða til þess að hafís myndast, hægt og rólega. En engin hafísmyndun hefur verið á svæðinu undanfarnar vikur held- ur hefur ísbreiðan bráðnað sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Vísindamenn hafa lengi velt mögulegum áhrifum af þessu fyrir sér og þeim keðjuverkunum sem gætu orðið með hlýnun jarðar og bráðnun íshellunnar á norður- skautinu. Í umfjöllun Guardian um málið í liðinni viku var bent á dæmi: Ef tiltölulega lítil ísbreiða bráðnar á einum stað mun bráðn- unin hafa áhrif á fleiri stöðum. Ísbreiðan endurvarpar sólarljósi og heldur bæði sjónum og loftinu í kring köldu. Þegar ísinn bráðnar drekkur sjórinn meiri hita í sig sem hefur þau áhrif að ísinn bráðnar og loftið hlýnar. Þá fer af stað keðju- verkun sem hefur ófyrirséðar af- leiðingar. Þetta er í meginatriðum sama þróun og fjallað var um hér að framan um freðmýrararnar á norð- urslóðum. Vísindamenn segja að enginn vafi leiki á því að þær að- stæður sem verið hafa á norður- skautinu undanfarnar aldir hafi gríðarleg áhrif á veðurkerfi um allan heim. Yrðu mikil mistök Skýrslan, og þróunin á norðurskaut- inu, kemur á sama tíma og nýkjörinn Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur heitið því að draga til baka fjár- framlög til loftslagsrannsókna. Stofn- anir á borð við NASA og fleiri sem sérhæfa sig í rannsóknum á lofts- lagsbreytingum hafa notið góðs af framlögum bandarískra yfirvalda en Trump vill frekar verja peningunum til rannsókna í geimnum. „Það yrðu mikil mistök,“ segir Marcus Carson við breska blaðið Guardian um þessar fyrirætlanir og bætir við að nú á tímum sé einmitt þörf á frekari rannsóknum, bæði til að skilja afleiðingar loftslags- breytinga og ekki síður hvernig eigi að bregðast við þeim. „Þetta væri eins og að rífa flugstjórnarklefann úr flugvél í miðju flugi. Þetta er mjög alvarlegur vandi sem við stöndum frammi fyrir og breytingarnar eru mjög alvarlegar, en við skiljum þær ekki enn alveg til hlítar. Við þurfum á frekari rannsóknum að halda og hingað til hafa Bandaríkjamenn verið í fararbroddi hvað það varðar,“ segir Carson. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Miklar breytingar Áframhaldandi bráðnun íshellunnar gæti valdið óafturkræfum breytingum á vistkerfi alls heimsins. MYnd EPA Alvarlegur vandi Marcus Carson segir að Bandaríkjamenn, og sér í lagi Donald Trump, væru að gera mikil mistök með því að klippa á fjárframlög til rannsókna á loftslagsbreytingum. „Þetta væri eins og að rífa flugstjórnarklefann úr flugvél í miðju flugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.