Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Page 28
Vikublað 13.–15. desember 201624 Menning
D
avíð Logi Sigurðsson sagn-
fræðingur er höfundur bók-
arinnar Ljósin á Dettifossi.
Dettifoss var eitt af síðustu
skipunum sem þýskir kaf-
bátar sökktu í seinni heimsstyrj-
öldinni. Davíð Gíslason, afi Davíðs
Loga, var stýrimaður á Dettifossi á
þeim tíma. Í bókinni segir höfund-
ur frá þessum hörmulega atburði og
rekur jafnframt sögu afa síns og fjöl-
skyldu hans.
„Afi var Breiðfirðingur, en þeir
þóttu miklir sjómenn. Hann flutti
síðan til Reykjavíkur og gekk þar
í Stýrimannaskólann, útskrifaðist
þaðan 1915, og var fljótlega orðinn
skipstjóri á Eos, stóru seglskipi,
svonefndu barkskipi, sem var það
eina sinnar tegundar sem komist
hafði í eigu Íslendinga. Eos fórst í
óviðri við Eyrarbakka 1920 og eru
til dramatískar frásagnir af því. Um
það leyti giftist hann fyrri eigin-
konu sinni, Karólínu, sem sjálf hafði
misst eiginmann sinn í skipskaða
og orðið að láta frá sér fjögur börn
sín. Afi minn og Karólína eignuðust
þrjá syni en svo komu niður berklar
á heimilinu, felldu Karólínu sem og
yngsta drenginn þeirra. Sjálfur varð
hann mjög veikur um tíma og frá
vinnu. Þegar Davíð kynnist ömmu
minni um fertugt hafði hann því
mátt ganga í gegnum ýmis áföll, en
það var einmitt eitt af því sem varð til
þess að mig langaði til að skrifa þessa
sögu. Mig langaði til að lýsa þeim
háska, sem venjulegt fólk bjó við á
Íslandi í þá daga,“ segir Davíð Logi.
Sokkinn á sjö mínútum
Spurður um þann skelfilega atburð
þegar Dettifossi var sökkt, í febrúar
1945, segir hann: „Dettifoss var að
koma frá New York í Bandaríkjunum,
á siglingu í lítilli skipalest frá Belfast
til Skotlands þar sem ætlunin var að
sameinast stærri skipalest sem sigla
myndi heim til Íslands. Þýskur kaf-
bátur skaut á skipið og Dettifoss var
sokkinn á sjö mínútum þannig að
menn fengu ekki mikinn umþótt-
unartíma; það þurfti að ganga hratt
til verka. Ég tel mig ekki vera að
ýkja neitt þegar ég segi að afi minn
átti stærstan þátt í því að losa stór-
an fleka sem komst út og bjargaði
sautján af þeim þrjátíu sem lifðu.
Sjóferðarprófin sem haldin voru og
frásagnir skipverja staðfesta þetta.
Sjálfur fór afi í sjóinn og drukknaði,
53 ára gamall.
Amma mín sat eftir með fimm
stelpur og mamma mín var föður-
laus, átta ára gömul. Tilvera þeirra
var skiljanlega ekki söm á eftir – það
má segja að ég hafi fengið nokkuð
nýja mynd af henni ömmu minni
blessaðri við að lesa mig inn í þessa
miklu örlagasögu í þessu grúski
mínu. Um leið staldra ég svolítið
við það að árið 1912
hafði fyrri eiginkona
afa míns orðið að láta
frá sér fjögur börn sín
sem hún gat ekki séð
fyrir ein. Amma, sem
stóð ein uppi árið
1945, kom hins vegar
upp fimm stelpum. Á
þrjátíu árum breyttist
því greinilega sitthvað
í íslensku samfélagi
sem gerði að verk-
um að henni var þetta
mögulegt. Það má því
segja að um leið og
ég segi sögu af hinstu
siglingu Dettifoss sé ég
að reyna að segja aðeins
breiðari sögu um þjóðfé-
lagsbreytingar á Íslandi.“
Hvernig segirðu
söguna?
„Sagan er í þremur hlut-
um. Fyrsti hluti fjallar um
Dettifoss, skipalestirnar og seinni
heimsstyrjöldina. Saga Dettifoss
er áhugaverð. Áhöfnin hafði árið
1932 bjargað þýsku skip og fengið
vegna þess sérstaka viðurkenningu
Hindenburgs Þýskalandskanslara.
Viðurkenning þessi var forláta eir-
plata sem hékk uppi í matsal skipsins
allt til hinsta dags. Siglingarnar vestur
um haf í styrjöldinni eru sér kapítuli
út af fyrir sig, nægur efniviður þar til
að segja dramatíska sögu. Í öðrum
hluta segi ég sögu afa míns, sem
sigldi á flestum Fossum Eimskipa-
félagsins og lenti í ýmsu, og í þriðja
hluta er svo sögð þessi saga síðustu
ferðar Dettifoss.“
Ólafur Thors kaus að þegja
Hvaða áhrif hafði þessi skelfilegi at-
burður á landsmenn?
„Ég fann bréf sem Ólafur Thors,
sem þá var bæði for-
sætis- og utanríkisráð-
herra, skrifaði bróður
sínum, Thor. Dettifoss
var skotinn niður á mið-
vikudegi og Ólafur vissi
af því strax um kvöldið.
Af bréfinu má ráða að
Ólafur kaus að þegja
og segja engum frá því í
tvo daga vegna þess að
hann óttaðist viðbrögð
almennings og vissi
ekki hverjir voru lifandi
og hverjir dánir. Goða-
foss hafði farist þremur
mánuðum fyrr og hann
vissi að þetta slys yrði
þjóðinni jafn mikið áfall.
Ég fór að grafast fyrir
um farþegana, hvaða fólk
var þetta og hvað varð um
þá sem lifðu. Það fannst mér áhuga-
verður hluti rannsóknarinnar. Og
svo staldrar maður óneitanlega við
þann missi sem mamma mín mátti
þola, átta ára gömul. Lík afa míns
var blessunarlega eitt af þremur sem
rak á land. Það var því hægt að jarða
hann. Mamma man eftir kistunni í
stofunni heima hjá sér, hún var látin
standa uppi, eins og það var kallað.
Síðan var haldin mikil minningar-
athöfn í Dómkirkjunni, þar voru
forseti Íslands, forsætisráðherra og
ríkis stjórnin öll. Tengdasonur for-
setans hafði verið í skipinu og bjarg-
ast og sömuleiðis systurdóttir for-
sætisráðherrans. Þessir herramenn
voru því ekki bara mættir þarna
vegna þess að það var skylda þeirra
heldur beinlínis vegna tengingar við
slysið. Atburður sem þessi snerti alla
Íslendinga, bæði beint og óbeint.“ n
Hinsta
sigling
Dettifoss
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is „Ég tel mig ekki vera
að ýkja neitt þegar
ég segi að afi minn átti
stærstan þátt í því að losa
stóran fleka sem komst
út og bjargaði sautján af
þeim þrjátíu sem lifðu.
n Davíð Logi Sigurðsson er höfundur bókarinnar
Ljósin á Dettifossi n Skrifar um afa sinn
Davíð
Gíslason
Drukknaði,
53 ára
gamall.
Ljósmynd á kápu
Þessari mynd var
smellt af úr skipi sem
var í skipalestinni og
sýnir Dettifoss kom-
inn hálfan á kaf.
Davíð Logi „Mig
langaði til að lýsa þeim
háska, sem venjulegt
fólk bjó við á Íslandi í þá
daga.“ MynD SiGTryGGur Ari
Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
Frábær
jólagjöf!
Augnhvílan getur minnkað þreytu í augum,
hvarmabólgu og haft jákvæð áhrif á augn-
þurrk, vogris, rósroða í hvörmum/augnlokum
og vanstarfsemi í fitukirtlum.
Augnhvílan
Dekraðu við augun