Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Nú um stundir á íslenskan á brattann að sækja og berst fyrir tilvistarrétti sínum í sífellt enskuskotnari heimi. Í vikunni sem leið skipti Flugfélag Íslands um nafn og heitir nú „Air Iceland Connect“. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að „ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðs- starfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum og orsakað misskilning“. Ætli þeir hjá þýska flugfélaginu Lufthansa viti af þessu? Það ætti kannski einhver að taka að sér að hringja í þá og láta vita að það sé ekki hægt að hafa mikil alþjóðleg umsvif án þess að heita ensku nafni. Þeim verður eflaust mjög brugðið. En gott og vel, ef ástæðan fyrir nafnbreytingu Flugfélags Íslands er sú að auðvelda viðskiptavinum félagsins lífið mætti þá ekki nota annað íslenskt nafn? Flugfélagið þyrfti ekki að heita Eyjafjalla- jökull en á milli þess og „Air Iceland Connect“ er ansi langur vegur. Í þessu sambandi er vert að nefna íslenska fyrirtækið Meniga en það er í örum vexti og teygir anga sína víðsvegar um heiminn. Nafn þess er tekið úr íslenskri barnagælu frá miðri 20. öld og ætti ekki að vera neinum nema Íslendingum kunnugt. Björk heitir enn þá Björk, Sigur Rós enn þá Sigur Rós og stoðtækjaframleiðandinn Össur heitir enn þá Össur þrátt fyrir að eiga í viðskiptum í 24 löndum. Þegar öllu er á botninn hvolft þykir sumum íslenskan ekki nægilega grípandi, ekki nægilega aðgengileg og alls ekki nægilega töff. Ágætu íslensku viðskiptajöfrar, markaðsfrömuðir og fyrirtækja- eigendur, það er fleira til sem ekki er töff. Má þar meðal annars nefna minnimáttarkennd, þröngsýni og rökleysur. „Amazing Air Iceland Connect“ Björk heitir ennþá Björk, Sigur Rós ennþá Sigur Rós og stoðtækja- framleiðand- inn Össur heitir ennþá Össur þrátt fyrir að eiga í viðskiptum í 24 löndum. Linda Markúsdóttir íslensku- og tal- meinafræðingur Sumartilboð H E I L S U R Ú M (Avíana er til í öðrum stærðum og á tilboði með botnum) A R G H !!! 3 00 51 7 ROYAL LAYLA Stærð 153x200 sm Fullt verð 174.180 kr. TILBOÐ 121.926 kr. 10.921 kr.* Á MÁNUÐI (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. gr eið slu gja ldi ) Það væri auðvitað sérstök staða fyrir ráðherra að taka ákvarðanir sem gengju í berhögg við eigin dóm- greind, sannfæringu og innsæi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að leggja sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt og fara ekki alfarið eftir tillögum nefndar sem mat hæfni umsækjenda.Dómsmálaráðherra skilaði tillögum sínum í gær. Í fjórum tilvikum af fimmtán ákvað ráðherrann að fara gegn niðurstöðu dómnefndar og tilnefna aðra en þá sem dómnefndin taldi meðal hæfustu umsækj- enda. Samkvæmt lögum um dómstóla er óheimilt að skipa mann í dómaraembætti sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan en frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra og viðkomandi umsækjandi fullnægir almennum skilyrðum að mati dómnefndar. Í lögum um Landsrétt er hins vegar sérstakt bráða- birgðaákvæði um að áður en ráðherra skipar dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skuli hann leggja tillögu um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Af þessu leiðir að dómsmálaráðherra þurfti alltaf að fá samþykki Alþingis fyrir skipun dómara við réttinn óháð því hvort ráðherrann hefði farið gegn niðurstöðu dómnefndar eða verið henni sammála. Í fylgiskjali með bréfi til forseta Alþingis rökstyður dómsmálaráðherra ákvörðun sína. Þar er vikið að því að í niðurstöðum dómnefndarinnar fái reynsla dómara sem sækja um embætti ekki það vægi sem tilefni sé til og gert sé ráð fyrir í reglum um störf nefndarinnar. Um er að ræða matsþætti er lúta að stjórn þinghalda, samningu og ritun dóma en vikið er sérstaklega að þessum matsþáttum í reglunum. Þeir fjórir einstaklingar sem dómsmálaráðherra tilnefnir en komast ekki á lista yfir fimmtán hæfustu í mati dómnefndar eru allt starfandi héraðsdómarar. Ljóst er að fyrirkomulag við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti er ekki gallalaust. Þannig er aðferðafræði dómnefndarinnar til þess fallin að skyggja á einstaklinga sem hafa starfað lengi sem dómarar því það leiðir af eðli máls að dómarar hafa mjög takmarkað svigrúm til að sinna fræðistörfum í lögfræði og kennslu samhliða dómsstörfum. Afar hæfir héraðsdómarar urðu til dæmis ekki á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati dómnefndar því þeir höfðu ekki yfir að ráða reynslu á sviði fræði- starfa til jafns á við aðra. Starf dómarans er hins vegar í eðli sínu fræðistarf. Afkastamikill héraðsdómari er ef til vill með margfalt framlag háskólakennara í lögfræði yfir árið þótt hann eigi ekki bókartitla á ferilskránni því hann er alla daga að leggja sitt af mörkum til fræði- greinarinnar með rökstuddum dómsniðurstöðum. Það væri auðvitað sérstök staða fyrir ráðherra að taka ákvarðanir sem gengju í berhögg við eigin dómgreind, sannfæringu og innsæi. Annaðhvort staðfestir Alþingi tilnefningar ráðherrans um dómaraembætti eða ekki. Ráðherra stendur svo og fellur með ákvörðunum sínum. Hins vegar er mikilvægt að ef ráðherra ákveður að fara gegn niðurstöðu dómnefndar þá sé ákvörðunin afar vel undirbyggð og rökstudd vegna þess friðar sem nauðsynlegt er að ríki um störf dómstóla. Alþingi svarar því svo hvort það hafi tekist. Gegn nefndinni Heita sætið Það voru þung skref Óttars Proppé í pontu Alþingis á eldhúsdegi í gærkvöld eftir hverja skammar- ræðuna á fætur annarri. Raunar hefur megnið af púðri stjórnar- andstöðunnar allt kjörtímabilið farið í að hirta heilbrigðisráðherra. Óttarr var varaður við því í upp- hafi kjörtímabils að heilbrigðis- ráðuneytið gæti reynst honum pólitískur blóðtappi. Ekki skal fullyrt um sannspárgildi þeirra varnaðarorða hér, en stjórnmála- maðurinn sem sté í pontu í gær var ansi langt frá þeim sem fyrir nokkrum árum vildi vera íkorninn léttfætti á toppi trjánna. Tvístígandi Þingmönnum stjórnarand- stöðunnar var tíðrætt um meint einkavæðingaráform ríkis- stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, dró ríkis- stjórnina sundur og saman í háði fyrir að vita ekki í hvorn fótinn hún vildi stíga í þeim efnum eða nokkru öðru og sagði ríkisstjórnarflokkana tala þvers og kruss. Niðurstaða Sigurðar var sú að ríkisstjórnin vilji láta fólk borga meira. Raunar talaði Sigurður allra þingmanna lengst til vinstri og þá hljóta menn að velta fyrir sér glerinu og grjóthýs- inu og hvort Framsókn hafi efni á að hæða menn fyrir að vita ekki í hvorn fótinn eigi að stíga, þann vinstri eða þann hægri. snaeros@frettabladid.is 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R12 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -A 2 1 8 1 C F 7 -A 0 D C 1 C F 7 -9 F A 0 1 C F 7 -9 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.