Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 24
Elín Albertsdóttir elin@365.is Heiða Guðný bóndi hefur mikinn áhuga á vélum og tækjum. MYND/STEFÁN Heiða segist alltaf hafa haft áhuga á vinnuvélum. „Þær eru hluti af búskapnum. Mér hefur alltaf þótt gaman að öllum vélum. Mest vinn ég á trakt ornum og svo er ég með heyvinnslutæki. Einnig nota ég fjórhjólið mjög mikið. Ég er ágætlega flink að vinna á þessum tækjum en ég er vonlaus ef eitthvað bilar. Þá verð ég að fá viðgerðarmann,“ segir hún. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið hjá Heiðu í sauðburði. „Ég hef sömuleiðis verið að keyra hey inn í hús meðfram því að fara með féð út á tún. Einnig hef ég verið að bera á túnin svo það er alltaf nóg að gera. Landbúnaðartæki eru dýr og traktorinn minn er orðinn tíu ára. Ég legg mikla áherslu á að fara vel með tækin og geyma þau innan- húss yfir veturinn. Maður er ekki að fjárfesta mikið í nýjum tækjum. Síðasta tæki sem ég keypti var notuð rakstrarvél, hún rakar heyið áður en það fer í rúllur,“ segir hún. Traktor er vinnustaðurinn Í bókinni segir Heiða svo frá. „Ég er á Valtra A 95 árgerð 2007. Gráni minn er góðæristraktor eins og árgerðin segir, einn af mörgum í sveitum landsins. Hann er aðaltrakt orinn og notaður í allt nema að snúa heyinu […] í það nota ég hinn traktorinn minn, Massey Ferguson 165 árgerð 1974. Hann gegnir nafninu Grímur og er sá eini sem eftir er af gömlu traktorunum síðan ég var krakki. Hinir voru seldir […] þann síðasta lét ég fyrir gagngera andlitslyftingu á Grími sem var orðinn mjög illa farinn. Ég hugsaði vel um Grím gamla. Hann er oftast hreinn og bónaður og í ágætu lagi en þetta er auðvitað orðinn gamall traktor og mikið keyrður. Það er lykilatriði að hann sé snyrtilegur, þetta er vinnu- staður minn klukkustundum og sólarhringum saman. Þetta er svona harlem-traktor, ódýr og einföld týpa, hastur og laus við allan lúxus en jafnframt traustur, gangviss og viðhaldslítill. Þessi dugar og virkar og það er þá bara gott, en ég vildi alveg eiga þægilegri og fullkomnari traktor. Til dæmis nýjan og stærri Valtra. Eða bara eitthvert gangvisst og bilanalítið tæki með vökvavendigír. Stiglaus skipting væri toppurinn, fjaðrandi framhásing og loftpúða- sæti. Það væri gott fyrir mjög bráð- lega miðaldra konu. Hljómtæki með usb-tengi og aðeins betra hunda- pláss fyrir minn kæra Fífil væri svo góður bónus.“ Sauðburði að ljúka Heiða segist oft setja saman vísur undir stýri á traktornum sem hún fer svo með á hagyrðingamótum en hún er snjall hagyrðingur. Undan- farið hefur ekki verið mikill tími til að semja þar sem sauðburður hefur staðið yfir allan sólarhring- inn. „Þetta hefur verið mikil vinna. Það eru fædd eitthvað á áttunda hundrað lömb. Vinkona mín hefur verið mér til aðstoðar en sauð- burður er ákaflega skemmtilegur. Núna er honum að ljúka en næg störf eru fram undan,“ segir Heiða sem hefur fengið mikil og góð við- brögð við bók sinni og Steinunnar Sigurðardóttur. „Ég vinn við fósturtalningu á sauðfé og ferðast um landið. Mjög margir hafa beðið mig að árita bókina og ræða efni hennar við mig. Konur eru faldar í landbúnaði og það þykir sérstakt að ég sé ein í búskap. Yfirleitt eru tveir á bak við eitt bú, kona og maður. Það er alltaf karlinn sem kemur fram fyrir hönd búsins. Konurnar vinna samt gríðarlega mikið.“ Þegar Heiða er spurð hvaða tæki hún ætli að fjárfesta í næst, svarar hún: „Mig vantar tæki sem kallast liðléttingur. Það er lítið fjölnota tæki til að moka og grafa. Ég er alltaf að skoða þannig tæki en þau eru dýr,“ segir hún. „Draumatækið væri hins vegar nýr og flottur traktor sem ég mun sennilega aldrei hafa efni á.“ Konur faldar í landbúnaði Hagstæð tækjafjármögnun Landsbankinn býður góð kjör við fjármögnun á nýjum og notuðum atvinnubílum og -tækjum. Viðskiptavinir Landsbankans njóta ætíð betri kjara. Frekari upplýsingar á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Borgartúni 33. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, vakti mikla athygli þegar bók um hana kom út fyrir jólin. Í bókinni kemur fram að Heiða er alin upp á traktor, bremsulausum Massey Ferguson, og hefur áhuga á vélum. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M a Í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -8 9 6 8 1 C F 7 -8 8 2 C 1 C F 7 -8 6 F 0 1 C F 7 -8 5 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.