Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 4
Gerir sláttinn auðveldari
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Ráðherrarnir Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir á þingfundi í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson,
Framsóknarflokki, ýjaði að því að flokkur hinna síðarnefndu væri útibú frá flokki Benedikts. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Benedikt Jóhannesson (C)
„Samkeppnishæfni greina verður aldrei tryggð
með mismunandi skattareglum heldur með því að
skapa heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir allar greinar.
Allir gleðjast yfir því þegar vel gengur í ferðaþjón-
ustu. En ef Viðreisn vill vera sjálfri sér samkvæm
berst hún gegn sérhagsmunum allra, líka vina
sinna.“
Katrín Jakobsdóttir (V)
„Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að
stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar
sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli
grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir
sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum
en þeir sem hafa minna á milli handanna.“
Jón Gunnarsson (D)
„Það er allt í lagi að gagnrýna og við vitum að
það eru brotalamir sem þarf að laga, en það er
ástæðulaust að tala allt niður í svaðið og það eykur
sannarlega ekki virðingu Alþingis þegar slíkar raddir
heyrast úr þessum ræðustól.“
Birgitta Jónsdóttir (P)
„Þó má ekki gleyma því að mikil samstaða
myndaðist um að verja heilbrigðiskerfi þjóðar-
innar. Fjölmennasti undirskriftalisti lýðveldisins
var krafa um endurreisn heilbrigðiskerfisins korter
í kosningar, flokkarnir allir lofuðu að gera slíkt og
samt lætur ríkisstjórnin eins og það skipti engu
máli eftir kosningar.“
Óttarr Proppé (A)
„Það eru mörg þjóðþrifamál sem lítill ágreiningur
er um í íslenskum stjórnmálum. Alþingi hefur sýnt
það trekk í trekk síðastliðinn vetur að við berum
gæfu til þess að geta hafið okkur yfir flokkadrætti í
þágu góðra mála. Það er gott og alls ekki sjálfsagt.“
Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
„Sé gengið til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn þarf að hafa afl til að standa í lappirnar.
Slíkt afl hefur mér sýnst að viðhengin tvö, Björt
framtíð og Viðreisn, hafi ekki. Viðreisn er útibú frá
Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð virðist svo vera
orðin útibú frá Viðreisn.“
Logi Már Einarsson (S)
„Landspítalinn er orðinn svo heit kartafla að
stjórnin getur ekki haldið á henni. Hún ræður ekki
við reksturinn; sér þá einu lausn að setja pólitíska
agenta yfir stjórn spítalans til að fela vandræða-
gang sinn. Þrátt fyrir þá staðreynd að margt sé vel
gert í heilbrigðismálum er æpandi sú staðreynd að
þeim fjölgar sem sleppa því að sækja sér læknis-
þjónustu vegna kostnaðar.“
ALÞINGI Þingmenn héldu eldhús-
daginn hátíðlegan í gærkvöldi.
Venju samkvæmt baunuðu stjórnar-
andstæðingar á stjórnarþingmenn.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti
stjórnarmyndunarviðræðunum við
kvöld á barnum þar sem stjórnar-
flokkarnir hefðu farið heim saman
í eftirpartý.
„Þegar partýið loksins hefst hefur
þreytan náð yfirhöndinni, enginn
man lengur væntingarnar frá fyrr í
kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir
með að hafa lent í þessu partýi en
ekki einhverju öðru. Og húsráð-
andinn er ekki einu sinni heima,“
sagði Katrín undir hlátrasköllum
þingheims. Vísar hún þar til þess
að Bjarni Benediktsson er um þessar
mundir staddur í Björgvin á fundi
norrænna forsætisráðherra.
„Það er enn þá stjórnarkreppa á
Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðis-
flokksins eru í kreppu,“ sagði Svan-
dís Svavarsdóttir, samflokkskona
Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu
áður hafði Jón Gunnarsson, sam-
gönguráðherra Sjálfstæðisflokks,
sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í
miðri á, hvað þá að reyna það þegar
enginn annar hestur er tiltækur“.
Þingmönnum var tíðrætt um
heilbrigðismálin, stöðu krónunn-
ar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari
einkavæðingu í menntakerfinu og
fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá
gerði fjármálaráðherra starfshætti
þingsins að umræðuefni.
„Enn meira gagn væri að umræðum
á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá
vinnureglu að tala ekki nema þeir
teldu sig eitthvað hafa til málanna að
leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem
þeir hafa lengstan, heldur einbeittu
sér að því að koma sínum skoðunum
og ábendingum á framfæri á hnitmið-
aðan hátt,“ sagði Benedikt.
Koma Costco hefur verið talsvert
milli tanna landans undanfarna
daga og var hún einnig milli tann-
anna á þingmönnum. Hildur Sverr-
isdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örs-
nöggt að því að Íslendingar hefðu
verið að slá höfðatöluheimsmet
í verslun við Costco en verslunin
var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans
Birgittu Jónsdóttur.
„Það er stórmerkilegt að sjá þessa
skyndilegu og auknu neytenda-
vitund og meðvitundina um þann
mátt samstöðu sem fólk er að fatta.
Næsta bylgja samstöðu og hjálp-
semi af þessu tagi gæti auðveldlega
orðið um laun og launatengd rétt-
indi, nú þegar margir samningar
losna,“ sagði Birgitta.
Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur
af fyrstu kynslóð ræður á eldhús-
degi. Pawel Bartozsek, Viðreisn,
reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty,
Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdegin-
um með tilfinningaþrunginni ræðu.
„Þegar ég flutti hingað fyrir 16
árum síðan starfaði ég eins og flestir
innflytjendur sem ræstitæknir því
það var ekkert annað í boði fyrir
manneskju eins og mig sem talaði
næstum enga íslensku. Ég einangr-
aðist og mætti fordómum oft og
víða. En mjög margt hefur breyst
og nú stend ég hér, þökk sé íslenska
menntakerfinu,“ sagði Nichole.
johannoli@frettabladid.is
Costco og eftirpartý í
eldhúsdagsumræðum
Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því til-
efni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru
um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil.
3 0 . m A í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R4 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-6
B
C
8
1
C
F
7
-6
A
8
C
1
C
F
7
-6
9
5
0
1
C
F
7
-6
8
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K