Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 38
Viðhaldsvöktun Flota tryggir að fyrirbyggjandi viðhald sé fram- kvæmt á réttum tíma. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Viðhaldsvöktun Flota dregur úr óþægindum sem fylgja stopptíma ökutækja vegna viðhalds. Vöktunin tryggir að fyrir- byggjandi viðhald sé framkvæmt á réttum tíma, að afkastageta tækja sé í hámarki og að óvæntum uppákomum fækki,“ segir Guðjón Ýmir Lárusson, viðskiptastjóri Flotalausna, sem segir hið nýja við- haldskerfi ekki eiga sér hliðstæðu á íslenskum markaði, og þó víðar væri leitað. Viðhaldsvökt- unin, sem er hug- búnaður þróaður af starfsmönnum Flota, heldur utan um viðhaldssögu ökutækis sem Guðjón segir að geti verið ómetanlegt ef óvæntar bilanir komi upp á. „Það hjálpar öllum sem koma að viðgerðinni að átta sig betur á stöðunni. Það eykur skil- virkni, minnkar tímann sem tækið er ónothæft og sparar þannig fjár- muni,“ lýsir hann. Stopptíminn er kostnaðarsamur „Flestir viðskiptavinir okkar mega ekki við því að tæki og bílar stöðvist lengur en nauðsynlegt er. Fyrirbyggjandi viðhaldsviðgerðir gegna því lykilhlutverki við að takmarka þann tíma sem farar- tæki eru ónothæf og það dregur úr kostnaði,“ segir Guðjón. Hann bendir á að viðhaldsvöktun Flota gefi stjórnendum og teymum rauntímaaðgang að nýjustu við- haldsgögnunum. Þannig sé hægt að gera nauðsynlegar breytingar á við- haldsverkefnum, gera ráðstafanir og stýra álagi. Enginn aukakostnaður Viðhaldskerfið nýja er sjálfkrafa uppsett hjá viðskiptavinum Flota og kostar ekkert aukalega enn sem komið er þar sem það er innbyggt í flotastýringarkerfi fyrirtækisins. Kerfið býður upp á marga möguleika. „Í því geta viðskipta- vinir sett inn hvaða viðhaldi þeir vilji fylgjast með og stillt sjálfir hversu oft eigi að framkvæma það. Það getur ráðist af tíma, kílómetrum eða vinnustundum. Eins er hægt að nota kerfið til almennra áminninga eins og hvenær eigi að fara með tæki í skoðun, setja bíla á sumar- dekk og þess háttar,“ lýsir Guðjón. Raunar er það svo að ekki ein- göngu stjórnendur og teymi við- skiptavina Flota nota kerfið. Það þekkist einnig vel að þriðji aðili, eins og t.d. verkstæði sem sinnir viðhaldi fyrir viðskiptavini, hafi aðgang að viðhaldsvöktuninni til að fylgjast með að allt sé á réttu róli og til að skrá allt sem framkvæmt er. Nákvæm viðhaldssaga mikilvæg Í viðhaldsvöktunina er einnig hægt að skrá viðhald sem þarf að fram- kvæma en ekki var gert ráð fyrir. Þar má nefna sem dæmi bilanir sem koma upp og vilji er til að halda utan um í viðhaldssögunni. „Viðhaldssöguna má nálgast fyrir öll þau tæki sem skráð eru í vöktun. Þar má taka út skýrslu, allt frá öllum bílum í einu, niður í einn, og þar kemur fram allt sem hefur verið framkvæmt ásamt viðeigandi nauðsynlegum upplýsingum. Svo það að týna smur- og þjónustu- bókum er liðin tíð og auðvelt að sýna fram á allt sem hefur verið framkvæmt,“ segir Guðjón. Vakta viðhald farartækja Floti frá Trackwell þjónustar fyrirtæki og stofnanir með vöktun á tækjaflota, staðsetningu bifreiða og úrvinnslu margskonar upplýsinga. Nýjasti hugbúnaðurinn er Viðhaldsvöktun Flota sem tryggir að fyrirbyggjandi viðhald sé framkvæmt á réttum tíma og eykur þannig afkastagetu tækja. Hann bendir á að fyrirtæki sem eigi bíla- og tækjaflota en sinni ekki viðhaldi eða geri það án nútíma, alhliða viðhaldskerfis, séu líklega að eyða meiri peningum en þörf sé á. „Að fresta því að koma skipulagi á þessi mál er dýrara til langs tíma en skammtímakostn- aður við innleiðinguna.“ Nánari upplýsingar á www.floti.is Reynsluboltinn Bragi Bergmann Steingrímsson. MYND/ANTON BRINK Bragi ásamt syni sínum Steingrími, ofan á Cat 966 B Kom árið 1969. Í rúma hálfa öld hefur Bragi Stein-grímsson, verkstæðisformaður hjá Hlaðbæ Colas, sinnt fjölbreyttum verkefnum í tengslum við gatnagerð og aðrar stærri framkvæmdir víða um land. Margt hefur breyst á þessu tímabili og ekki síst vinnuvélarnar sjálfar, segir hann. „Þetta byrjaði allt í september 1966 en á þessum tíma flutti ég úr sveitinni ásamt foreldrum og bróður mínum. Fyrst hóf ég störf við gatnagerð í Breiðholti, nánar tiltekið Arnarbakka, við röralagnir, ýmsa vélavinnu, akstur vörubifreiða af og til auk ýmissa fleiri verkefna. Mér er það nú helst minnisstætt hversu mikil kuldatíð var þá, mikill snjór og frost.“ Seinna meir hóf Bragi að vinna á ýmsum vélum, þar á meðal á forláta krana sem notaður var við að hífa rör og moka yfir þau, sem kastskófla og til að hífa sprengimottur. Síðan bætt- ist í hópinn Ford 5000 traktorsgrafa með Hamjern gröfu og tönn, Bröyt x2 grafa og Cat 966B hjólaskófla. Fram til ársins 1974 starfaði Bragi vítt og breitt um landið í ýmiss konar vélavinnu. „Þar má m.a. nefna vinnu við Vesturlandsveg frá Ártúnsbrekku í Kollafjörð, við Suðurlandsveg um Kamba og í Ölfus, vinna við stíflu- gerð og inntaksskurð við Þórisvatn, við grófum fyrir möstrum vegna Búrfellslínu frá Geithálsi að Straumsvík, unnum við Sig- ölduvirkjun fyrsta veturinn og við Búrfell‚ Ólafsvík á Snæfellsnesi og mörgum fleiri stöðum.“ Meira öryggi Þegar hann hóf störf í malbikinu hjá Hlaðbæ árið 1975 var hann gerður að verkstjóra. „Eftir að malbikunarhluti Hlaðbæjar var keyptur af Colas árið 1987 hélt ég þar áfram, fyrst við malbikunar- vinnu og síðar sá ég um viðhalds- verkstæðið og verkefni tengd því.“ Á þessari rúmu hálfu öld hefur malbikið mikið breyst, að sögn Braga, bæði efnin sjálf og blöndun á því auk þess sem vinnuaðstæður hafa breyst til batnaðar. „Öll öryggismál eru í allt öðrum farvegi en áður sem er mikið framfaraskref. En vinnuandinn hefur líka breyst þannig að þessi verkgleði sem áður var er nú horfin.“ Vinnutíminn var líka mun lengri hér áður fyrr og algengt að vinnudagur hæfist kl. 7.30 og stæði yfir til næstum miðnættis. Unnið var á laugardögum og stundum á sunnudögum. „Þetta þurfti að gera til að nýta vélarnar og allan bílakost sem best. Staðan er allt önnur á okkur í dag en við erum með þrjár malbikunar- stöðvar, þrjár stórar hjólaskóflur, fjórar stórar malbikunarvélar, tvo litla valtara auk ýmissa annarra véla.“ Margt breyst á hálfri öld Bragi Steingrímsson höf störf við gatnagerð árið 1966 og hefur starfað við hana síðan víða um land. Flest hefur breyst til batnaðar utan þess að verkgleðin er ekki sú sama og áður fyrr. Á ferð til Bíldudals, Önundarfjarðar og Hólmavíkur til að leggja olíumöl. 18 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -7 5 A 8 1 C F 7 -7 4 6 C 1 C F 7 -7 3 3 0 1 C F 7 -7 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.