Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 2
Æft fyrir utanlandsferð
27 krakkar sem hafa meðal annars dansað í Billy Elliot og Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu æfa nú af fullum krafti fyrir alþjóðlega danssýningu
sem haldin verður á Englandi síðar í vikunni. Sýningin er á vegum félags breskra leikhúsdansara og munu krakkarnir meðal annars fá leiðsögn
frá nokkrum af þekktustu danshöfundum landsins. Mikið tækifæri fyrir þessa ungu og efnilegu dansara. Fréttablaðið/gva
Veður
Austankaldi og víða rigning, en
snýst í hægari suðaustanátt á
Suður- og Vesturlandi og styttir
upp þar seinnipartinn. Kólnar
heldur í veðri. sjá síðu 20
Garðtraktorar
fyrir þá kröfuhörðu
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Efnahagsmál Óbeinna áhrifa af
opnun Costco gætir í nýjustu verð-
bólgumælingu Hagstofunnar. Um
þetta eru hagfræðingar greiningar-
deildar Arion banka og hagfræði-
deildar Landsbankans sammála.
Neysluverðsvísitalan í maí hækk-
aði um 0,2%. Sé horft fram hjá hús-
næðisliðnum lækkaði neysluverðs-
vísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er
sú að tólf mánaða verðbólga fer úr
1,9% í 1,7%.
Gústaf Steingrímsson, hag-
fræðingur í hagfræðideild Lands-
bankans, segir verð í ákveðnum
vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því
sem búast hefði mátt við. Þar nefnir
hann föt, raftæki, snyrtivörur, tóm-
stundavörur og varahluti í bíla.
„Það eru sterkar vísbendingar um
að áhrif Costco hafi verið þarna til
staðar,“ segir Gústaf en bendir á að
þar sé um að ræða lækkanir vöru-
verðs hjá þeim verslunum sem voru
fyrir á markaðnum og hafa verið að
undirbúa sig undir opnun Costco.
Undir þetta tekur Erna Sverris-
dóttir, hagfræðingur hjá greiningar-
deild Arion banka. Hún segir ekki
vera hægt að sjá bein áhrif af opnun
Costco strax. Mæling Hagstofunnar
hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir
opnun Costco. Næsta mæling fari
fram 12. til 16. júní.
Erna segir að það verði spenn-
andi að sjá hver beinu áhrifin af
Costco á verðlagsvísitöluna verði.
En Hagstofan muni taka tillit til
markaðshlutdeildar verslunarinnar
í útreikningum sínum. – jhh
Minni verðbólga
vegna Costco
Costco hefur undanfarið boðið elds-
neyti á mun lægra verði en önnur
olíufélög. Fréttablaðið/Ernir
miðborgin „Við bara hötum
miðbæinn, það er ekki hægt að
vinna þarna,“ segir Ólafur Foss,
sjálfstætt starfandi sendibílstjóri
hjá Nýju sendibílastöðinni.
Að sögn Ólafs varaði lögreglu-
maður sendibílstjóra við því á föstu-
dag að nú eftir helgina myndi eftir-
lit verða hert og sektum beitt gegn
þeim sem afferma vörur í Austur-
stræti eftir klukkan ellefu á morgn-
ana. Hann segir þegar alltof mikið
hafa verið þrengt að vöru- og fólks-
flutningnum í miðbænum. Ekki sé
nóg með að ekki sé gert ráð fyrir
afhendingarstæðum fyrir svo stóra
bíla heldur sé tímaglugginn aðeins
fjórir klukkutímar – milli klukkan
sjö og ellefu á morgnana.
„Það er verið að troða öllum rút-
unum og öllum sendibílunum á
sama tíma niður í miðbæ og það
náttúrlega gengur ekki því þá stífl-
ast allt saman,“ segir Ólafur sem
kveðst vera farinn að hafna túrum
í miðbæinn. „Maður er endalaust
að tefja fólkið fyrir aftan sig af því
að það er ekki hægt að stoppa neins
staðar til að afferma.“
Ólafur segir auðvelt að ímynda
sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu
fyrirtæki séu að þjónusta Lauga-
veginn á sama tíma. „Það er verið
að þjónusta túristana þarna niður
frá en samt er alltaf verið að þrengja
að því að það sé hægt. Rúturnar hafa
verið mjög illa séðar í miðbænum
og alltaf verið að tuða í þeim. Núna
eru sendibílarnar orðnir sama
dæmið.“
Þá bendir Ólafur á að það séu ekki
aðeins fyrirtækin í miðbænum sem
noti sendibíla því þar búi mikið af
fólki sem þurfi að flytja húsgögn og
fleira. „Maður þarf að leggja ólög-
lega, ganga með vöruna, keyra á
móti umferð. Maður þarf að hlaupa
inn og út með vörur með hjartað í
brókunum yfir því hvort maður sé
að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar
taugatrekkjandi,“ segir hann.
Lausnina segir Ólafur meðal ann-
ars geta falist í því að heimila vöru-
losun frá klukkan fjögur á nóttinni
líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í
fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna
þess að hún stangaðist á við hávaða-
reglugerð eins og kom fram í Frétta-
blaðinu í desember síðastliðnum.
Aðspurður segir Ólafur sér finn-
ast fáránlegt að íbúar í miðbænum
kvarti undan hávaða frá vörulosun.
Það eina sem heyrist í séu bakk-
flautur. „Ég sé nú ekki að það sé mik-
ill hávaði í tveimur mönnum sem
eru að bera bjórkúta eða fara inn
með pallettur. Fólk lætur náttúrlega
allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól
á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á
fólki. Það má ekki saumnál detta í
dag þá er fólk farið að væla.“
Engin svör fengust frá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna
þessa máls.
Ólafur bendir á að með allri þeirri
takmörkun sem sé á umferð sendi-
bíla um miðbæinn verði túrarnir
lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt
ofan á, hver á þá að borga hana? Á
ég að gera það? Það er ekki hægt að
rukka kúnnann fyrir þetta.“
gar@frettabladid.is
Taugastríð í miðbænum
að buga sendibílstjóra
Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan
leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögð-
um til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn.
Ólafur segir þrengt að bílstjórum í miðbænum. Fréttablaðið/EyþÓr
Ef það bætist sekt
ofan á, hver á þá að
borga hana? Á ég að gera það?
Ólafur Foss sendibílstjóri
alÞingi Þorsteinn Víglundsson,
félags- og jafnréttismálaráðherra,
baðst í gær afsökunar á ummælum
sem höfð voru eftir honum í Frétta-
blaðinu í gær. Sagði hann þau á mis-
skilningi byggð.
Ummæli ráðherrans, þess efnis að
stjórnarandstaðan væri að „bregða
fæti fyrir“ frumvörp um NPA-aðstoð
og lögfestingu samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,
vöktu viðbrögð við upphaf þing-
fundar í gær.
„Hvað þetta varðar hefur minni-
hlutinn réttilega vísað til þess að
samkomulag hafi orðið um þessar
lyktir mála milli minni- og meiri-
hluta. Ummæli mín eru því á mis-
skilningi byggð og er mér bæði ljúft
og skylt að biðjast velvirðingar á
því,“ segir í yfirlýsingu frá ráðherr-
anum. – jóe
Ráðherra biðst
afsökunar á
ummælum
3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-5
8
0
8
1
C
F
7
-5
6
C
C
1
C
F
7
-5
5
9
0
1
C
F
7
-5
4
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K